Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 7
CHARLES DIC'KIÍNS DAVÍÐ COPPERFIELD ^að, sem fékk okkur mikillar áhyggju, var, að vinnu- ^°na okkar, María Anna, hafði matinn aldrei tilbúinn a réttum tíma, var alltaf að brjóta fallegu búsáhöldin °kkar, fleygði alltaf teskeiðunum út í veður og vind og 8erði okkur ýmsan annan óleik. »Heyrðu, Dóra mín góð,“ sagði ég dag nokkurn, „ætli það fyrir væri ekki ráð, að þú ávítaðir hana Maríu Önnu allt þetta framferði liennar? Það er hvort sem er eri§in hemja á því, hvernig hún hagar sér." »Það þori ég ekki fyrir mitt litla líf, því hún er miklu °etur að sér og hyggnari en ég sjálf, og það veit hún °sköp vel,“ anzaði Dóra. »Já, en Dóra mín góð, ... þú verður þó að kannast að það er allt annað en gaman að verða alltaf að töa eftir matnum tímunum saman, ... svo ég minnist ^ nkki á allt það tjón, sem hún bakar okkurl" sagði ég aivarlegur. »Svona, góði rninn, ... nú máttu ekki vera ónærgæt- við mig ... og ekki vera allt of ráðdeildarsamur ... § veit fullvel, að ég er blessaður óviti, ... en þú mátt e ki vera reiður við mig.“ SVo mæltu fór Dóra að gráta og bar sig svo illa, eg sá mér ekki annað fært en hugga hana og kjassa, ^ þess að aftur glaðnaði yfir henni. ^ f^ag nokkurn liafði ég orð á því við frænku mína, ^v°rt hún vildi nú ekki reyna að koma vitinu fyrir lu í þessum efnum. Frænka mín sá ekki sólina fyrir Dóru fremur en allir aðrir og kallaði hana alltaf blessað blómið sitt. Hún vildi alls ekki minnast á húsmóðurstörf við Dóru. „Nei, Trot, það vil ég ekki. Dóra er eins og hvert annað blessað barn, og þú verður að vera umburðar- lyndur við hana. Hamingjan veit, hvort Iiún verður nokk- urn tíma ráðdeildarsöm húsmóðir.. . Ég býst varla við því... Hún er blessað smáblóm, og enginn er yndislegri en hún! Þér þykir líka fjarska vænt um hana, Trot, og það þykir okkur hinum líka.“ Við losnuðum ekki við Maríu Önnu. En þegar ég minnist liðins tíma, vakna hjá mér endurminningar um heilan hóp mestu vandræðastúlkna, sem fóru herskildi um heimili mitt og bökuðu mér geysileg útgjöld. Þrátt fyrir allt þetta leið okkur Dóru ágætlega, og við unnumst liugástum. Ég vann af kappi að hraðritun við blaðið og skrifaði auk þess greinar og smásögur í ýmis tímarit. Það leið ekki á löngu, þar til þó nokkurt orð fór að fara af mér sem rithöfundi. Starfi mínu hjá doktor Strong var nú lokið, en þar sem við vorum nágrannar, heimsótti ég hann endrum og eins. Hann var alltaf santur og jafn við konu sína og gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess, að lienni liði sem bezt, en engu að síður veitti ég því athygli, að hún var oft linuggin og ég þóttist vita, að hún hefði komizt að grunsemd okkar um kunningsskap þeirra Jack Maldons. dálítinn tíma var hann skírður og varð sannur læri- sveinn Jesú Krists. Hjarta Maskepetoms, sem áður hafði brunnið af hatri og vonzku, logaði nú af kær- leika til mannanna. Og dag nokkurn komu skilaboð til Svartfetanna. Maskepetom er á leiðinni óvopnaður! Þegar höfð- lugi þeirra heyrði þetta, stökk hann á fætur og greip byssu sína. Hann þorði ekki á nokkurn hátt að treysta þessum gamla, hættulega óvini. Rétt fyrir utan þorpslandamærin mættust þessir tveir svörnu ^jendur einu sinni enn. Um leið og þeir sáust, tók ^íaskepetom bók úr leðurbelti sínu og rétti hana Hátt á loft um leið og hann gekk brosandi í áttina ól gamla höfðingja Svartfetanna. En Svartfetinn ^ar byssuna að kinn sér, miðaði vandlega og skaut. í sama mund féll Maskepetom helsærður til jarðar. Óvinir hans þyrptust í kringum hann og heyrðu hann hvísla: „Ég fyrirgef ykkur, af því að þið vissuð ekki, hvað þið gerðuð." Síðan sneri hann höfðinu til himins og sagði svo lágt, að varla heyrðist: „Góði Jesús minn og frelsari, nú kem ég.“ Þannig dó hinn hrausti Indíánahöfðingi Maske- petom, sem af Guðs náð hafði lært að fyrirgefa óvinum sínum. Og síðustu orð hans á þessari jörð urðu eins og broddur í hjörtum margra, sem hlust- uðu á hann. (Lauslega þýtt og endursagt)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.