Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 11

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 11
flugvél ásamt mörgum öðrum kepp- eildum frá hinum Norðurlöndunum. fdð verðið kannski hissa, þegar þið deyrið það — en flugvélin tók ekki stefnuna í suðaustur, í átt til Ástralíu, fleldur var í fyrstu flogið norður yfir eildilanga Svíþjóð, en síðan í norð- Vestur, langt, langt fyrir norðan ís- iand, og sem leið liggur til Alaska. I'ar var lent og tekið benzín. Næst Var stanzað á Hawaii, sem er eyja (Hawaiieýjar) í miðju Kyrrahafi. Þar er alltaf sól og sumar, og þeir félagar Há íslandi höfðu gaman af að koma Ut á baðströndina, þar sem fólkið fHtmagaði í sólskininu, milli þess Sertl það kældi sig í skuggum pálma- trjánna. Flugvélin flaug ekki í einum áfanga ld Melbourne, heldur var lent á Fiji- eyjnm, en þar er hitabeltisloftslag. f>egar til Malbourne kom, tók enn Vl® þjálfunartími, en loks var komið þrístökkskeppninni, er fór fram Þann 27. nóvember. Fyrsta takmarkið var að komast í Urslit, en til þess þurftu keppendur að stökkva 14.80 metra. Vilhjálmi veitt- |st það létt og stökk hann 15.16 metra 1 fyrstu tilraun. Hú hófst 3—4 tíma bið, þar til úr- d'takeppnin hófst. Þann tíma notaði ^ilhjálmur til að slaka á taugum og V(Jðvum og var í góðu baráttuskapi, 1 egnr á hólminn var komið. I blés þó ekki byrlega fyrir Vil- J'dmi í upphafi úrslitakeppninnar, !.Vl 1 fyrstu atrennunni steig liann 0|lítið fram fyrir plankann og var st°kkið því ógilt. Varð Vilhjálmur nú bíða nærri klukkustund, þar til 0111 að öðru stökkinu. ^dhjálmur hugsaði margt, meðan tailn beið eftir því, að röðin kæmi honum á nýjan leik. Átti nú allt ktritið við þjálfunina, og hinn ná- . 321111 undirbúningur fyrir keppn- Ua að verða til einskis? — Nei, slíkt ^tti ekki koma fvrir. Ósjálfrátt fór anr> með bænarorð og brýndi vilja Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, fagnar Vilhjálmi við heimkom una frá Ástralíu. sinn til átaka. Loks var röðin komin að Vilhjálmi aftur. Hann náði feikna hraða í atrennunni, og hitti svo ná- kvæmlega á plankann í síðasta skref- inu, að litlu munaði, að stökkið teld- ist ógilt — og einn — tveir — þrír: Vilhjálmur hafnaði í sandinum eftir risastökk, sem færði honum silfur- verðlaunin í mestu íþróttakeppni í heiminum — Ólympsku leikunum. Stökkið mældist 16.26 metrar, og var nýtt Ólympíumet. En það stóð ekki lengi, því að frægasti þrístökkv- ari heimsins á þessum árum — Argen- tínumaðurinn Da Silva, stökk 16.35 metra í fimmtu tilraun — og vann gullverðlaunin. (Hann sigraði líka á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952). Úrslit keppninnar urðu því þessi: 1. Da Silva, Argentínu .... 16.35 m 2. Vilhjálmur, íslandi .... 16.26 m 3. Kreer, Rússlandi ...... 16.02 m Vilhjálmur Einarsson tók oft þátt í keppni næstu árin, og var nú þekkt- ur sem einn bezti þrístökkvari heims- ins. Það er ekki hægt að segja frá öll- um hans sigrum og afrekum í einni grein, en hann vann t. d. í keppni milli Norðurlanda og ríkjanna á Balkanskaga, sem fór fram árið 1957. Árið 1958 varð Vilhjálmur þriðji á Evrópumeistaramótinu í Stokk- hólmi, og stökk nú 16 rnetra slétta. Á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 varð Vilhjálmur í fimmta sæti með 16.38 metra og loks árið 1962 varð hann líka í fimrnta sæti á Evrópu- meistaramótinu í Belgrad. Það geta aðeins hinir mestu náð svona langt í hverri stórkeppninni eftir aðra. En hvenær stökk Vilhjálmur stökk- ið mikla, 16.70 metra? Það gerði hann á Laugardalsvellinum í ágústmánuði árið 1960, rétt áður en hann lagði af stað til Rómar til að keppa þar á Ólympíuleikunum. Og nú skulum við víkja að því, sem við byrjuðum á — farið út í garð, út á tún, eða eitthvað þar sem sléttur flötur finnst, og mælið út 16.70 metra. Hvernig ætli ykkur lítist á? En þú, sem ert 12 ára og stekkur 9 metra í dag, getur kannski stokkið 16 metra eða lengra, þegar þú ert orðinn 20 ára. En eitt verðið þið að muna, drengir. Enginn getur náð langt á íþrótta- brautinni, nema hann temji sér reglu- semi og einbeitni, eins og Vilhjálmur gerði. Munið líka, að ofurkapp er ekki hollt. Öll þjálfun verður að byggjast á athugun og skynsemi. Þið skulið leita til lærðra íþróttakennara eða þjálfara, ef þið ætlið að æfa íþróttir. Munið, að íþróttirnar eru til manns- ins vegna, en maðurinn ekki vegna íþróttanna. Kristján Jóhannsson. 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.