Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 14
HILDUR INGA:
Sumarœvintýri
D ANN A
Þetta þýðir ekkert fyrir mig, hugsaði Danni, það er
langbezt að vinda upp færið og setjast upp á bakkann
og horfa á Geirmund, það er þó alltaf meira gaman
en að hanga svona og láta fiskana storka sér. Danni var
að því kominn að gera alvöru úr þessu, þegar kippt var
í færið og spriklandi fiskur endasentist í vatninu; allt
mók rauk út í veður og vind. Danni vatt færið inn á
hjólið; á andliti hans mátti sjá bæði áhuga og veiðigleði.
Geirmundur kom til hans.
„Þarna fékkstu feikna silung,“ sagði hann. „Passaðu
að draga nú jafnt og rólega, svo að þú missir hann ekki.“
Danni vandaði sig eins og hann gat, og innan stundar
hélt hann á stórri, spikfeitri bleikju.
„Húrral Þetta er fyrsti silungurinn, sem ég veiði um
ævina,“ sagði hann glaður.
„Já, og ég spái, að margir muni á eftir koma,“ sagði
Geirmundur.
Þeir renndu aftur, en nú virtist löxunum þykja nóg
komið, þeir litu ekki við beitunni, og þegar Sólrún og
Elsa komu með hádegismatinn, hafði enginn fiskur bætzt
við á bakkann.
Sólrún breiddi dúk á jörðina og lagði á hann diska og
hnífapör fyrir fjóra. „Við Elsa ætlum að borða hérna
ykkur til samlætis,“ sagði hún glaðlega. Þau settust öll
að snæðingi og röbbuðu saman um alla heima og geima.
Þegar þau höfðu lokið við að borða, tók Sólrún saman
matarílátin, börnin lilupu niður að ánni, en Geirmund-
ur hallaði sér aftur á bak í grasið, teygði úr sér og horfði
á Sólrúnu, þar sem hún kraup og raðaði ílátunum niður
í stóra tösku, braut dúkinn saman og lagði hann ofan á
ílátin, honum duldist ekki, að þessi fallega, góða kona
átti æ ríkari ítök í huga hans, hann hafði einnig veitt
því athygli, hvernig Elsa blómgaðist við móðurlega um-
hyggju Sólrúnar. Eftir að Sólrún og Elsa voru farnar
heim, héldu veiðimennirnir upp með ánni.
„Það er líklega helzt að reyna upp við Illagilsfoss, þar
hef ég oft fengið hann til að taka,“ sagði Geirmundui-
Þeir fóru hægt og renndu við og við í girnilegusru
hyljina, en er þeir komu upp að Illagilsfossi, hafði ekkert
bætzt við veiði þeirra.
A . “
„Þetta ætlar að verða rýr dagur hjá okkur, Danni nunn,
sagði Geirmundur.
„Ætli það sé ekki mér að kenna, kannske er ég reglu'
leg fiskifæla," sagði Danni dauflega.
Geirmundur hló. „Nei, nei, væni minn. Það er áreiðaU'
lega ekki þér að kenna, laxinn er óttalega dyntóttur, anU'
an daginn er hann óður að taka en hinn daginn er hanu
fúll og lítur ekki við beitunni, það er bara það, Dauu1
minn, en nú skulum við reyna hér.“
Þeir renndu báðir og biðu, góð stund leið — DanUa
hálfleiddist tregðan í fiskunum; hann horfði í kringul11
sig — þarna voru Flatirnar, rennsléttar grundir, það vaí
líkast því sem einhver hefði breitt út geysistórt hvanU'
grænt flosteppi; það var ekki amalegt fyrir blessaða1
skepnurnar að bíta þarna, þær undu sér líka vel,
þarna uppi undir brekkunni á barmi Illagils hafði náttu1
lega staðið tjaldið þeirra Veigu og Eggerts, þegar þaU
voru hér að heyja. Aumingja Veiga; það var ekki undal
legt, þótt hún rölti hér fram eftir. Stöngin kipptist til 1
höndum Danna, hún sveigðist í boga og línan spannst
266