Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 25
Embættismenn stúkunnar.
Við birtum að þessu sinni mynd-
ir frá barnastúkunni S'IÐSEMD
nr. 14 í Garði. Þær eru teknar á
síðasta fundi stúkunnar í vor,
nokkru eftir að skóla lauk. Marg-
ir félagar stúkunnar voru því ýmist
fjarverandi eða bundnir í störfum
og gátu ekki sótt fundinn. En þrátt
fyrir það gátum við ekki stillt okk-
ur um að birta þessar ágætu mynd-
ir, fyrst þær bárust upp í hendur
okkar.
Stúkan SIÐSEMD nr. 14 á langa
og merka sögu að baki og hefur
starfað mjög vel og nú hin síðari
ár undir ágætri stjórn Sigrúnar
Oddsdóttur og Steinunnar Sigurð-
ardóttur.
Að þessu sinni verður saga stúk-
Þrjár stúlkur, sem sýndu mikinn dugnað
við sölu „Vorblóms“ og merkja.
unnar ekki rakin hér. En ef við
munum rétt, á stúkan SIÐSEMD
merkisafmæli á næsta starfsári og
verður þá væntanlega hægt að birta
hópmynd af öllum félögum stúk-
unnar og ágrip af sögu hennar.
Eitt af því, sem vekur athygli í
starfi stúkunnar Siðsemdar nr. 14
er jrað, að félagarnir hafa fyrir
löngu tekið upp hinn fábrotna en
fagra einkennisbúning Unglinga-
reglunnar, eins og myndirnar bera
vitni um. Félagarnir hafa líka allir
lokið I. þekkingarstiginu og stór
hópur einnig II. stigi.
Við þökkum stúkunni SIÐSEMD
nr. 14 mikinn og lofsverðan áhuga
í störfum og óskum henni allrar
blessunar í framtíðinni.