Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 26

Æskan - 01.07.1966, Blaðsíða 26
ÞðRUHM PÁLSDÚTTIR: Fræðsluþáttur um beimilisstört. Grænmeti. Nú er einmitt sá tími, þegar mest úrval er af grænmeti. Allt grænmeti er bezt nýtt. Við geymslu rýrnar efnainnihald þess aðallega af C-vítamíni. Bezt er að kaupa hæfilegt fyrir hvern dag. En þurfum við að geyma grænmeti frá degi til dags, þarf það að vera á köld- um stað. Bezt er að hafa sinn igin garð og geta tekið græn- meti úr honum jafnóðum og það er notað. Það þarf ekki marga fermetra í garðinum, svo að grænmetisþörf lítiilar fjöl- skyldu sé fuilnægt. Helztu grænmetistegundir, sem notaðar eru hér á landi, eru þessar: 1. Blaðgrænmeti, svo sem hvít- kál, toppkál, blómkál, rósa- kál, spínat, grænkál, salat, steinselja og fleira. 2. Rótarhnýði og rætur, svo sem kartöflur, gulrætur, gul- rófur, næpur, radísur o. fl. 3. Annað grænmeti, svo sem laukur, graslaukur, blað- laukur, tómatar, gúrkur o. fl Hreinsun á grænmeti. Blaðgrænmeti, svo sem salat, steinselja, grænkál o. fl, er þvegið úr köldu vatni og lagt á ]>urrt stykki. Blaðgrænmeti, sem myndar höfuð, svo sezn hvítkál, blóm- kál og fleira, er látið liggja um stund i köldu vatni. Það er gert til að fjarlægja grasmaðka, sem vilja vera í nýuppteknu káli. Rótargrænmeti, svo sem gul- rófur og gulrætur, er burstað úr köldu vatni, afliýtt, ef með þarf, og sé það ekki soðið alveg strax eftir að það hefur verið lircinsað, þarf að geyma það i köldu vatni. í apríl-heftinu töluðum við um hreinsun og suðu á kartöfl- um og um lirá salöt. Hér kem- ur suðutími á öðru grænmeti og ýmsar uppskriftir af hráum og soðnum grænmetisréttum: Kartöflur soðnar í 10—20 min. Gulrófur soðnar í 10—20 min. Gulrætur soðnar í 10—15 min. Rauðrófur soðnar í 30—60 min. Hvítkál og toppkál er soðið í 8—15 mín. Rauðkál er soðið i 30—40 mín. Blómkál er soðið i 6—10 mín. Grænkál er soðið í 1 mín. Munið að blanda salötin með réttum áhöldum. Gulrófur. Gulrótarsalat með rúsínum. 2-3 gulrætur 2 msk. rúsínur 1-2 msk. púðursyliur hálf sítróna. Gulræturnar eru hreinsaðar og rifnar frekar smátt. Saman við þær er blandað rúsínum, sykri og sítrónusafa. Hvitkal. Rauðrófur. Kál og eplasalat. 300 g bvítkál 2 góð epli 1,5 dl óþeyttur rjómi safi úr 1 eða hálfri appelsinu Kálið er skorið í ræmur cða rifið á rifjárni og eplin skorin i þunnar skifur. Rjómanum og appelsínusafanum bætt i og öllu blandað saman. Sykur lát- inn í, ef vill. Munið að blanda öll salöt i stórri skál og nota til þess gaffla. Blómkálssalat blandað. 1 blómkálshöfuð 1 blaðlaukur eða lauksneiðai’ 8 hreðkur steinselja, 1 dl rjómi 2-3 msk. sílrónusafi 1-2 tsk. púðursykur. Blómkálið tekið i sundur i smáar liríslur. Laukurinn eða blaðlaukurinn skorinn i mjög þunnar sneiðar. Hreðkurnar rifnar smátt og steinseljan klippt smátt. Öllu grænmetinu blandað i hálfþeyttan rjómann ásamt sítrónusafa og púður- syltri. Blómkál. Gulrófu-salat með apríkósuni. 200 g gulrófur 50 g aprikósur 25-50 g púðursykur hálf mslc. skyr 1 dl súrmjólk hálfur dl rjómi Apríkósurnar lagðar i bleyt’ yfir nótt. Skornar smátt. Skyr- ið er brært með púðursykri og súrmjólk, ]>ar í blandað rjóni- anum, rifnum gulrótum °£ aprikósum. Gott er að láta sitr- ónusafa i salatið. í stað aprík" ósa má hafa aðra þurrkaða ávexti. Ostasalat. 200 g ostur 4 tómatar hálf agúrka. Ostur og gúrka rifið saxnan- Tómatar brytjaðir og blandaö í. Skreytt með tómatsneiðunn Hvítkálssalat. 4 bollar smábrytjað hvítkál liálfur bolli brytjaðar rúsínur 1 bolli súrmjólk. Súrmjólk er blandað vel sani- an við kálið og rúsínurnar. 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.