Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1966, Qupperneq 11

Æskan - 01.07.1966, Qupperneq 11
flugvél ásamt mörgum öðrum kepp- eildum frá hinum Norðurlöndunum. fdð verðið kannski hissa, þegar þið deyrið það — en flugvélin tók ekki stefnuna í suðaustur, í átt til Ástralíu, fleldur var í fyrstu flogið norður yfir eildilanga Svíþjóð, en síðan í norð- Vestur, langt, langt fyrir norðan ís- iand, og sem leið liggur til Alaska. I'ar var lent og tekið benzín. Næst Var stanzað á Hawaii, sem er eyja (Hawaiieýjar) í miðju Kyrrahafi. Þar er alltaf sól og sumar, og þeir félagar Há íslandi höfðu gaman af að koma Ut á baðströndina, þar sem fólkið fHtmagaði í sólskininu, milli þess Sertl það kældi sig í skuggum pálma- trjánna. Flugvélin flaug ekki í einum áfanga ld Melbourne, heldur var lent á Fiji- eyjnm, en þar er hitabeltisloftslag. f>egar til Malbourne kom, tók enn Vl® þjálfunartími, en loks var komið þrístökkskeppninni, er fór fram Þann 27. nóvember. Fyrsta takmarkið var að komast í Urslit, en til þess þurftu keppendur að stökkva 14.80 metra. Vilhjálmi veitt- |st það létt og stökk hann 15.16 metra 1 fyrstu tilraun. Hú hófst 3—4 tíma bið, þar til úr- d'takeppnin hófst. Þann tíma notaði ^ilhjálmur til að slaka á taugum og V(Jðvum og var í góðu baráttuskapi, 1 egnr á hólminn var komið. I blés þó ekki byrlega fyrir Vil- J'dmi í upphafi úrslitakeppninnar, !.Vl 1 fyrstu atrennunni steig liann 0|lítið fram fyrir plankann og var st°kkið því ógilt. Varð Vilhjálmur nú bíða nærri klukkustund, þar til 0111 að öðru stökkinu. ^dhjálmur hugsaði margt, meðan tailn beið eftir því, að röðin kæmi honum á nýjan leik. Átti nú allt ktritið við þjálfunina, og hinn ná- . 321111 undirbúningur fyrir keppn- Ua að verða til einskis? — Nei, slíkt ^tti ekki koma fvrir. Ósjálfrátt fór anr> með bænarorð og brýndi vilja Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, fagnar Vilhjálmi við heimkom una frá Ástralíu. sinn til átaka. Loks var röðin komin að Vilhjálmi aftur. Hann náði feikna hraða í atrennunni, og hitti svo ná- kvæmlega á plankann í síðasta skref- inu, að litlu munaði, að stökkið teld- ist ógilt — og einn — tveir — þrír: Vilhjálmur hafnaði í sandinum eftir risastökk, sem færði honum silfur- verðlaunin í mestu íþróttakeppni í heiminum — Ólympsku leikunum. Stökkið mældist 16.26 metrar, og var nýtt Ólympíumet. En það stóð ekki lengi, því að frægasti þrístökkv- ari heimsins á þessum árum — Argen- tínumaðurinn Da Silva, stökk 16.35 metra í fimmtu tilraun — og vann gullverðlaunin. (Hann sigraði líka á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952). Úrslit keppninnar urðu því þessi: 1. Da Silva, Argentínu .... 16.35 m 2. Vilhjálmur, íslandi .... 16.26 m 3. Kreer, Rússlandi ...... 16.02 m Vilhjálmur Einarsson tók oft þátt í keppni næstu árin, og var nú þekkt- ur sem einn bezti þrístökkvari heims- ins. Það er ekki hægt að segja frá öll- um hans sigrum og afrekum í einni grein, en hann vann t. d. í keppni milli Norðurlanda og ríkjanna á Balkanskaga, sem fór fram árið 1957. Árið 1958 varð Vilhjálmur þriðji á Evrópumeistaramótinu í Stokk- hólmi, og stökk nú 16 rnetra slétta. Á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 varð Vilhjálmur í fimmta sæti með 16.38 metra og loks árið 1962 varð hann líka í fimrnta sæti á Evrópu- meistaramótinu í Belgrad. Það geta aðeins hinir mestu náð svona langt í hverri stórkeppninni eftir aðra. En hvenær stökk Vilhjálmur stökk- ið mikla, 16.70 metra? Það gerði hann á Laugardalsvellinum í ágústmánuði árið 1960, rétt áður en hann lagði af stað til Rómar til að keppa þar á Ólympíuleikunum. Og nú skulum við víkja að því, sem við byrjuðum á — farið út í garð, út á tún, eða eitthvað þar sem sléttur flötur finnst, og mælið út 16.70 metra. Hvernig ætli ykkur lítist á? En þú, sem ert 12 ára og stekkur 9 metra í dag, getur kannski stokkið 16 metra eða lengra, þegar þú ert orðinn 20 ára. En eitt verðið þið að muna, drengir. Enginn getur náð langt á íþrótta- brautinni, nema hann temji sér reglu- semi og einbeitni, eins og Vilhjálmur gerði. Munið líka, að ofurkapp er ekki hollt. Öll þjálfun verður að byggjast á athugun og skynsemi. Þið skulið leita til lærðra íþróttakennara eða þjálfara, ef þið ætlið að æfa íþróttir. Munið, að íþróttirnar eru til manns- ins vegna, en maðurinn ekki vegna íþróttanna. Kristján Jóhannsson. 263

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.