Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 3

Æskan - 01.11.1969, Page 3
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn íögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs." Ys og þys. Erill og umstang. Þjótandi umferð og serandi hávaði. Handagangur, hlaup, köll, sviti, — 'skur, flaut og formælingar. Annir og aukavinna. Hung- ur þar, sjálfselska hér. Neyð, stríð, erjur og óáran. Jólin nálgast. Strit og starf, og enn er stríð. Tíminn nálgast. Stundin er að renna upp. Enn er mikið eftir. Kapp- hlaup við vagna, umferðarljós, tímann..........Farðu frá.“ „Vertu ekki fyrir.“ „Komdu þér áfram.“ „Flautaðu á hann, við erum að verða of sein.“ „Farðu á gulu. Nei, gættu þín, það er. . .“ „Farðu út að leika þér.“ „Vertu ekki alltaf fyrir mér.“ „Hættu þessum eilífu látum sí og áe.“ „Þýðir ekki þetta suð. Ég á enga peninga." — Þreyta og óþolin- mæði. Allir á síðustu stundu. Allir keppast við. Allt á ferð og flugi. Jólin eru á morgun. Kyrrð og ró. Friður og fögnuður. Vopnahlé. Enginn vígbúnaður, enginn ískrandi hávaði, engar stimping- ar, strit og formælingar. Alls staðar friður. Klukkur hringja. Ómar hljóma. Prúðbúið fólk streymir eftir götunni. Sviphrein barnsandlit Ijóma af fögnuði og eftirvæntingu. Hvar eru þjáðir og þreyttir? Hvar eru sjúkir og sorg- mæddir? Hvar eru fátækir og fangelsaðir? Hvar er náungi minn? Jól. Jesús á afmæli. Borð, matur, hvíld, boð. Gjafir, gleði, góðvild og göfgi. Tíminn líður hratt. Dagur, nótt og nýr dagur. Ys og þys. Erill og umstang, áhyggjur og erfiði. Stríð og friður. Jólin eru á enda. Getur verið, að við könnumst við lýsinguna? Eigum við að vera hreinskilin?

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.