Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 8

Æskan - 01.11.1969, Page 8
Ólafur Þorvaldsson: LITIÐ HEIM Langar mig að lifa litla stund í huga, elli og aðrar fylgjur yfir mega buga, sjá með unglingsaugum œskuslöðvar kœrar, treysta fornar taugar, tendra Ijósið skcerar. Af Háaleiti horfa heim að beenum minum, sjá þar burstir blasa, með brotnum geislalínum húsaröð á hlaði, heygarða og veggi, i hrófi undir hamri hornin mín og leggi. Horfa vil ég hærra, horfa á fjallið gamla, sjá þar örn i eggjum, álftir á tjörnum svamla, lika vil ég líta lognskær vetrarkvöldin, börn i brekku á sleða, um bárótt fannatjöldin. Ég vil glaður ganga á gullabrekku mina, horfa út á hafið, heyra storminn hvina, sjá þar báru brotna, brotsjóina stiga unz að afli þrotna, í œgisdjúþið hniga. Hljóður vil ég hlusta, við hlöðuhornið gamla, hvort heyrast enn sem áður ægisdœtur svamla, austanfjalls á Eyrum ólmar að landi skella, yggldar og ógnarlegar úr œgisskálum hella.. í hálfbirtu ég horfi á hrafna koma af fjöllum, sem hafa kúrt þar kaldir, i kófi, á hamrastöllum, en fljúga nú til fanga ef finnast mætti æti, gott væri ef gæfist glefsa af kindarfæti. Ég hljóður stend og stari stirðum, döþrurn augurn og sé vist aldrei oftar eld i fornum haugurn. Ég eigrað hef nú aleinn um œskustöðvar friðar, hve mikið ég þar missti, ég minntist betur síðar. Ég hverf svo burt og kveð þig, kœri, forni. bærinn, lít til fjalls og fjöru, þar fagurt Ijómar særinn. Ég gengið hef nú gamall um grónar œskuslóðir þar endur fyrr á árum mig ungan leiddi móðir. Nú er von að einhver spyrji sem svo: Hvernig gat þessi dýrlingur alþýðunnar tengzt jólunum? Og hvernig gat það einkum og sér í lagi gerzt meðal mótmælenda, sem afnámu dýrkun helgra manna? Svarið er: Heilagur Nikulás var blátt áfram allt of vinsæll til þess að hægt væri að afnema að- dáun fólks á minningu hans. Hann er talinn hafa látizt 6. desember og sá dagur varð smátt og smátt hátíðisdagur unga fólksins. Þá hafði unga fólkið í frammi ýmsar glettur við hina fullorðnu, sem oft útbýttu þá gjöfum í nafni Niku- lásar. Enginn getur nú sagt um það, hvenær hinn fyrsti „jóla- sveinn“ kom og færði börnunum epli og aðrar ávexti á jól- unum. En meðal germanskra þjóða lágu ýmsar heiðnar guða- hugmyndir djúpt grafnar undir hinu kristna yfirborði og þar varð biskupskápan að síðum rauðum vetrarkufli en mítrið að loðhúfu. í mörgum löndum gamla heimsins (Evrópu) runnu svo þessar tvær hátíðir, jól og dagur heilags Niku- lásar, saman í eina hátíð, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra og gamli maðurinn frá Myra kom á ný fram sem hlý- legúr og vonglæðandi fyrirboði betri og skemmtilegri daga. Þvi má með nokkrum rétti segja, að á 17. öld hafi heil- agur Nikulás lagt upp í eina sjóferð t'rl viðbótar og [ þetta sinn lá leiðin yfir Atlantshafið. Hollenzkir sæfarar settust þá að í New Amsterdam, en þar heitir nú New York, og þeir fluttu margvíslegar siðvenjur frá heimalandinu, einnig þá, að einhver gestur kæmi á jólunum til að færa börnunum ýmsar gjafir. Þeir nefndu hann Sinterklaas. Og enskumæl- andi börn á austurströnd Norður-Ameríku, lærðu þetta nafn og gáfu sínum eigin jólagesti það, en breyttu þv[ ofurlítið til samræmis við enskan framburð. Fyrst' varð það Santy Klaas og síðan Santa Claus. Skandinavíubúar og afkom- enda þeirra í Ameríku bættu svo hreindýrunum og sleðanum inn í hugmyndina um hann og þannig er hann í dag, til- búinn að gegna sínu mikilsverða hlutverki á hverjum jólum. Þetta er frásagan um það, hvernig hinn gamli góðhjart- aði biskup í borginni Myra á suðurströnd Litlu-Astu var tekinn í dýrlingatölu af alþýðufólkinu og er það undir nafn- inu Santa Claus meðal vestrænna þjóða. Sigurður Kristinsson þýddi úr ensku. 500

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.