Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 59

Æskan - 01.11.1969, Page 59
fslenzka landsliðið i knattspyrnu leggur af stað til Noregs i júlí 1969. nianni, sem ekki lék drengilega, var þeg- ar í stað vísað af leikvclli, af sinum eig- in félögum. Dómarar voru fyrst nefndir i reglum frá 1880, og voru þeir þá l)rír, einn á hvorum vallarlielmingi og einn eins konar yfirdóinari. Hann var utan vallarins og til hans gátu hinir dómararn- ir áfrýjað,^ ef ágreiningur varð á milli þeirra. Vald yfirdómarans smá jókst, og árið 1890 var hann færður inn á völlinn og honum fengið alræðisvald, en hinir dómararnir voru liins vegar teknir út af Vellinum og gerðir að aðstoðarmönnum yfirdómarans fyrrverandi eða linuvörð- um eins og nú er kallað. Ef við sæjum knattspyrnukappleik, sem leikinn væri samkvæmt þessum gömlu reglum, mundi margt koma okkur ein- kennilega fyrir sjónir. Innkast var tekið með annarri hendinni, og köstuðu sumir leikmenn allt að 70 metrum. Engin mið- lína var á vellinum og ^kiptu liðin um mark í livert skipti sem mark var skorað. Engin þverslá var á markinu og net þekktust ekki fyrr en 1891. Markteigur var merktur með tveimur hálfhringum. Um aldamótin var leikurinn þó- orðinn nijög líkur því sem nú er, og seinasta mikilsverða hreytingin á lögunum má segja að hafi verið hreytingar á rang- stöðureglunum 1925, ])egar ákveðið var, að leikmaður þyrfti ekki að hafa nema tvo andstæðinga á milli sin og marksins á þvi augnahliki, cr knettinum væri leikið i átt til hans af samlierja. Með stofnun enska knattspyrnusam- bandsins 1863 varð leikurinn að sannri þjóðariþrótt Englendinga, og það sem meira er um vert, þá tóku enskir kaup- menn, sjómenn, stúdentar og nýlenduhú- ar að ryðja honuin braut um heim allan. Hófst þá keppni milli landa, og árið 1904 var alþjóða knattspyrnusamhandið FIEA stofnað. Efndi FIFA til heimsmeist- arakeppni i fyrsta sinn árið 1930, en áð- ur höfðu sigurvegarar á Ólympíuleikum talizt heimsmeistarar. Um og eftir aldamótin 1900 voru Eng- lendingar langbeztir í þessari ijirótt, en Danir og Hollendingar tóku snemma að reynast þeim erfiðir. Framhald. Þannig fór knattspyrnuleikur fram í fornöld. 551

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.