Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 69

Æskan - 01.11.1969, Side 69
ÓÐMENN skipa Jóhann G. Jóhannsson, bassaleikari, Ólafur Garð- Á þessari mynd eru þau skötuhjúin Paul og Linda McCartney og arsson, trommur og Finnur Stefánsson, gítar. með þeim á myndinni er dóttir þeirra Mary. Þessi mynd var sú fyrsta sem tekin var af Mary litlu og tók Paul hana sjálfur. Kallið mig ekki Geira í Tempó Hver þekkir Þorgeir Ástvaldsson? Þeir eru líklega fleiri, sem þekkja hann undir nafninu Geiri í Tempó. Þorgeir segir sjálfur: ,,Mér finnst leiðin- legt, hvað Tempó-nafnið loðar alltaf við mig.“ Þorgeir lagði mikla áherzlu á þetta, er ég talaði við hann. Eins og að ofan má sjá, þá snerust viðræður okkar ekki alltaf um pop og gekk það stundum svo langt, að við vorum komn- ir út í málefni eins og stjórnmál — en nóg um það. SEMUR LÖG * Þorgeir er eins og allir hinir strákarnir. Á sumrin stundar hann verkamannavinnu, en á veturna er hann í skóla. Svo vilcli til nokkru siðar af einskœrri tilviljun, að einn af framámönnum plötufyrirtækis- ins RCA rakst á eintak af plötu ]>cirra Zagers og Evans. I>að var ekki að þvi að spyrja, þeir skrifuðu undir samning, og frá þeim degi var þeim borgið. Nú eru þeir orðnir heims- frægir og spila fyrir aðeins meira en þegar þeir byrjuðu, en það var á kínverskum veit- ingastað, og fengu þcir að borða fyrir ómakið. I>eim þótti maturinn á þessum veitinga- stað sérstaklega góður. ,,Ég er í Menntaskólanum ( Reykjavík, — fer í fimmta bekk,“ sagði hann, er ég hafði spurt hann, hvort hann væri f fjórða bekk. Geiri spilar á píanó og harmoniku í frí- stundum sínum, en efnahagur leyfir honum ekki að eiga orgel og fylgidót þess. Er ég spurði, hvort hann semdi lög, sagði hann: ,,Já, — bara svona fyrir sjálf- an mig.“ „Þú hefur ekki áhuga á að semja fyrir aðra?" ,,Nei,“ sagði hann og brosti. BLUES i HÓFI * Músik, sem hljómsveitir, eins og Led Zeppelin og Blood, Sweat and Tears spila, er uppáhalds-músík Þorgeirs. „Blues-músík er góð í hófi,“ sagði hann er ég spurði. ,,Ég vil hlusta á hana til til- tilbreytingar frá annarri tónlist." Trúbrot finnst honum bezta islenzka hljómsveitin. Náttúra er skemmtileg og með góða músík, Júdas stendur fyrir sínu. „Ómar Ragnarsson erlíka mjög skemmti- legur,“ bætti hann við. ENGIN FJÖLBREYTNI * Um islenzkar plöt- ur sagði hann: „Allt of mikið er gert af því að gefa út plötur með vinsælum erlend- um lögum, en íslenzkum textum." Hann minntist einnig á, að upptöku- tækni væri notuð allt of lítið, og yfirleitt væru það sömu gömlu hljómsveitirnar, sem ganga fyrir I plötuútgáfunni. Sem sagt engin fjölbreytni. TEMPÓ * Þorgeir segir, að Tempó hafi spilað meira fyrir ánægjuna en nokkuð ann- að. Ástæðan fyrir því, að þeir hættu, var, að þeir töldu skólann mikilvægari en hljómsveitina. Það hefur ekki verið auð- velt fyrir þá að hætta. Fyrir dyrum stóð bæði plötuupptaka og ferðalag til Svíþjóð- ar. Þorgeir segist ekki vilja fara í hljóm- sveit aftur. „Fyrirkomulagið er orðið svo breytt og ég yrði þá að hætta i skóla." 561

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.