Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 70

Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 70
Islenzka flugsagan Hinn 3. september s. I. átti vélflug á íslandi 50 ára afmæli. Eins og þið munið, annaðist sérstök nefnd á vegum Flug- málafélags íslands flugsýningu bæði inni og úti á Reykja- víkurflugvelli, dagblöðin — einkum Morgunblaðið — fluttu frá- sagnir af ýmsum atburðum flugsögunnar, gefin voru út ný flug- frímerki og sjálfur sá ég um útvarpsþátt í tilefni þessa merka áfanga. I þessu landi sögu og þjóðlegra fræða hefði verið gaman að sjá eitthvað gefið út á prenti um íslenzk flugmál, en það varð ekki. Ég get sagt frá þvi hér, að ég hef nú í nokkur ár verið að safna saman gögnum um íslenzka flugsögu. Hvort það kemur einhvern tíma út á prenti — eða í hvaða formi — er ekki hægt að segja, en þetta tómstundagaman tekur langan tíma og oft mikla fyrirhöfn. Ég komst fyrir löngu á þá skoðun. að þetta verk þyrfti að vinna, hvað sem allri útgáfu eða ábatavon liði. En hvers vegna er ég að segja frá þessu? Vegna þess, að þegar flugsýningunni í september var að Ijúka, höfðu nokkrir Bretar, sem hér voru staddir, orð á því, að íslenzka flugsagan væri ,,uppi á háalofti og niðri í kjöllurum." Þetta eru orð að sönnu, en þó eru til menn á íslandi, fslendingar, sem gjarnan vilja varðveita og safna saman minjum um flug á fslandi. Við eru ekki margir. Þetta er tómstundaiðja og ekki um samfellda né skipulagða starfsemi að ræða. Samt vona ég, að einhvern tima komi það að gagni, sem við höfum okkur til gamans gert. Þegar ég varð þess vísari, að flugsagan íslenzka væri efnis- meiri en svo, að maður hristi bók um hana fram úr erminni, datt mér ( hug, hvort ekki væri reynandi að koma út minna verki I tilefni 50 ára afmælisins. Hér kom til greina bók um allar (slenzkar flugvélar frá upphafi. Ég færði þetta í tal við Skúla Jón Sigurðs- son fulltrúa við loftferðaeftirlitið. Hann félist óðar á þetta, og hófumst við handa fyrir rúmum tveimur árum. Við höfðum ákaf- lega gaman af þessu, enda fléttast saga hverrar einstakrar flug- vélar ótvírætt inn í flugsöguna í heild. Við höfum íengið margar upplýsingar og gagnlegar ábendingar frá mörgum mönnum, og erum við þeim ákaflega þakklátir. Samgöngumálaráðuneytið og flugfélögin hafa veitt ómetanlegar upplýsingar. Ljósmyndir höfum við nokkrar fengið frá öðrum, en flestar þeirra höfum við sjálfir tekið. Þegar verkinu var lokið fórum við Skúli á fund margra líklegra útgefenda, en enginn þeirra treysti sér til að gefa út bók um (slenzkar flugvélar. Svona var þá álit þeirra á einhverri mestu flugþjóð í heimi. Þetta er dapurlegt, en þeim mun gleðilegra er það, að ritstjóri Æskunnar, Grímur Engilberts, hefur trú og skiln- ing á því, að fjöldi ungra og gamalla íslendinga hafi gagn og gaman af þvf að fá að lesa sögu þeirra farartækja, sem borið hafa þjóðina um loftin blá síðan 3. september 1919. Fyrir þetta erum við ritstjóranum mjög þakklátir. Okkur varð Ijóst slðastliðið sumar, að við yrðum ekki feitir af fyrirhöfn okkar, en það gleður okkur nú, að lesendur Æskunnar skuli fá að hafa nokkurt gaman auk fróðleiks af starfi okkar. I þessu blaði birtast elztu flugvélarnar. Ferill þeirra er rakinn: Hvenær þær voru skráðar hér eða hvenær þær komu til landsins; eigenda er getið; þess, sem út af bar, þótt við höfum ýmsu sleppt þar um. Að lokum koma svo nokkrar tæknitölur, sem venja er að láta fylgja með. Arngrímur Sigurðsson og Skúli J. Sigurðsson skrifa um Islenzkar flugvélar AVRO 504 K Þessi fyrsta flugvél Islendinga var keypt hingað af Flugfélagi íslands, því, sem stofnað var 22. marz 1919. Flugvélin var keypt af ,,Det Danske Luftfartsselskab“ og kostaði 700 sterlingspund og var (svo til) ónotuð. Hún kom til landsins með Willemoes 26. Ljósm.: Karl Ch. Nielsen. ágúst 1919. Flugmaður var ráðinn Cecil Faber kapteinn úr lofther Breta. Um kl. 17:00 3. september 1919 flaug Faber reynsluflug — fyrsta flug á þessu landi, en um kvöldið var svo opinber flug- sýning. Fyrsti farþeginn með Faber, fyrsti flugfarþeginn á íslandi, var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, en næstur á eftir honum var Garðar Gíslason. Fyrsta (slenzka konan, sem flaug, var Ásta Magnúsdóttir, síðar rlkisféhirðir. Næstu daga voru mörg hringflug flogin með einn farþega [ einu, og kostaði farmiðinn 25 krónur. Flugvöllurinn var [ Vatnsmýrinni. 17. sept. var flogið austur fyrir fjall í fyrsta skipti og lent á Kaldaðarnesi. 18. sept. var flogið aftur til Kaldaðarness og þaðan til Vestmannaeyja, en ekki tókst að lenda þar vegna kastvinda. 25. sept. var flugvélin tekin f sundur og geymd til næsta árs. 1919 var hæst flogið f 2160 m hæð, og flogin vegalengd samtals 2735 km [ 146 ferðum- Frá 25. júl( 1920 var Vestur-íslendingur frá Kanada, Frank Frederickson, fenginn til að fljúga flugvélinni, og flaug hann við og við fram í ágúst. Hann reyndi Kka að komast til Vest- mannaeyja, en mistókst lending þar vegna svipvinda. 1920 komst 562
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.