Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 71

Æskan - 01.11.1969, Page 71
Ljósm.: Ólafur Magnússon. vélin upp í 3595 m hæð. Eftir þetta ár var flugvélin seld, þar eð félagið gat ekki starfað áfram vegna fjárskorts. Flugvélin var send héðan 15. sept. 1921 til Danmerkur. AVRO 504 K: Hreyflar: Einn 110 ha. Le Rhone. Vænghaf: 10,97 m. Lengd: 8,48 m. Hæð: 3,20 m. Vængflötur: 31,12 mJ. Farþega- fjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 557 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 724 kg. Farflughraði: 128 km/t. Hámarkshraði 153 km/t. Flugþol: 3 klst. Flughæð: 3.960 m. 1. flug: 1913. Aðrar athugasemdir: Á stríðsárunum fyrri voru smíðaðar 8.340 flugvélar af gerðinni Avro 504, en sú síðasta var smíðuð 1931. Á stríðsárunum síðari voru enn nokkrar í notkun (gríski flugherinn). Raðnúmer Islenzku flug- vélarinnar var H 2545. Þessi flugvél olli banaslysi i Vatnsmýrinni 27. júní 1920, og hún var fyrsta flugvélin, sem nauðlenti á íslandi (26. júlí 1920). IRWIN METEORPLANE Þessa flugvél keypti hingað Albert Jóhannesson, þá bifreiðar- stjóri á Vífilsstöðum. Hann pantaði hana 18. júní 1929 og hún var send frá San Francisco 2. april 1930 með gufuskipinu Peru (eign Austur-Asíu-félagsins) til Kaupmannahafnar. Hingað kom hún um 10. júní 1930. Ljósm.: Jóhann Þorlákssson. Hún var smiðuð 1928 hjá Irwin Aircraft Co., Irwin Field (nú Sacramento Municipal), Sacramento, Kaliforníu. Flugvélin var sett hér saman 12. og 13. júnl, og gerði það Helgi S. Eyjólfsson, sem þá var nýkomin heim frá flugnámi I Vesturheimi. 14. júnl reyndi Helgi að fljúga flugvélinni, en völl- urinn (túnið við Vífilsstaði) reyndist ekki nógu langur og eitthvað var að mótornum. Nokkru slðar flaug Sigurður Jónsson henni. Albert Jóhannesson hugðist einnig fljúga, en lenti I mishæð og flugvélin brotnaði eitthvað. Um mitt ár 1931 keyptu Bergur G. Gíslason og Erling Smith flugvélina og gerðu við hana. 20. febrúar 1932 hlekktist henni á I Ljósm.: Erling Smith. flugtaki vestur á Melum og skemmdist nokkuð. Þeir Bergur og Erling gerðu aftur við hana. Helgi Eyjólfsson flaug henni af Mel- unum til Vífilsstaða. 5. maí 1932 flaug Björn Eiríksson henni af túni nálægt Kleppi, flaug yfir bæinn og lenti aftur á sama stað eftir 35 mínútna flug. Annar flugmaður ætlaði einnig að fljúga þennan dag, en þá varð það óhapp, að flugvélin missti hæð í beygju. Féll hún til jarðar og brotnaði mikið. Þessi flugvél var til sýnis á flugvélasýningunni ! K.R.-húsinu 12,—16. júní 1932. Þeir Erling og Bergur gerðu nú enn við og endursmíðuðu flug- vélina. Henni var flogið upp úr Vatnsmýrinni, en lenti þá á hurðar- umbúnaði á flugskýii Hollendinganna, og brotnaði flugvélin illa, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Eftir þetta seldu þeir Bergur og Erling Pétri (frá Vatnskoti) Símonarsyni flugvélina í því ástandi, sem hún var. Pétur notaði úr henni mótorinn í vélsleða, sem hann hafði smíðað, og lauk þar með sögu ,,lrwinsins“ sem flugvélar. IRWIN METEORPLANE Model F-A-l: Hreyflar: Einn 20 ha. Irwin Meteormótor. Vænghaf; 6,05 m. Lengd: 4,20 m. Hæð:. 1,80 m (stél á lofti). Vængflötur: 10,0 m2. Áhöfn 1. Tómaþyngd: 109 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 204 kg. Arðfarmur: 20 kg. Farflughraði: 105 km/t. Flugdrægi: 400 km/t. Flughæð: 2400 m. 1. flug: 1916. Aðrar athugasemdir: Alls voru fullsmíðaðar og samsettar um 180 Meteorplane-flugur, en auk þess voru mörg hundruð seldar í fullsmíðuðum stykkjum. JUNKERS F 13 - ísland-2 Þessi flugvél kom hingað með Goðafossi 16. júní 1930. Eigandi hennar var Flugfélag íslands hf. Hún hlaut nafnið Veiðibjallan, en á skrokknum bar hún einkennið ISLAND-2. Hún var smíðuð hjá Junkers Flugzeugwerke AG í Dessau, Þýzkalandi. Ljósm.: Björn Björnsson. 563

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.