Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 2

Æskan - 01.02.1971, Side 2
Rltstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, simi 17336, helmasimi 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN 72 árg GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasíml 23230. Útbrelöslustjóri: Finnbogi Júlíusson, skrifstofa: Lækjar- götu 10A, simi 17336. Árgangur kr. 380,00 innanlands. Gjalddagi: 1. apríl. f lausasölu kr. 50,00 eintakiö. — Utaná- 2. tbl. skrlft: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Útgetandi Stórstúka íslands. Prentun: Prentsmiðjan ODDI hf. Febrúar 1971 JARÐSKJÁLFTAR. — Nærri 95 af hverjum 100 jarðskjálftum koma fyrir á tveimur miklum svæðum, Kyrrahafsbeltinu og Miðjarðarhafsbeltinu. Þessi svæði eru sýnd á kortinu. Flest virk eldfjöll eru einnig innan þessara svæða. Stundum getur gos valdið jarðskjálftum. Flestir mánnskæðustu jarðskjálftar hafa verið I Kína. Árið 1556 fórust 830.000 manns I Klna I jarðskjálfta og 1920 fórust þar 200.000 manns. Jarðskjálftum fylgja oft miklir elds- voðar og flóðbylgjur. Síðasti stór jarðskjálfti er fréttir skýra frá átti sér stað l Perú I maí 1970, en þar er talið, að yfir 50.000 manns hafi látið Iffið. Til þess að skilja hvað orsakar jarðskjálfta verður maður áður að hafa nokkra þekkingu á því, hvernig jörðin er uppbyggð. Hún er samansett úr mismunandi gerðum efna. Yzta skelin, eða skorpan, er aðeins um 40 kllómetrar að þykkt. Hún er að mestu úr graníti eða basalti og það er einmitt þar, sem jarðskjálftarnir verða til. Vísindamenn nota jarðskjálftamæla til þess að ákveða styrkleika og uþþtök jarðskjálfta. Viðkvæmustu mælar magna minnstu hreyfingu milljón sinnum. Þá hafa jarðskjálftamælar komið að miklum notum við olíuleit og rannsóknir á iðrum jarðar. HESTAKAUP Bóndi keypti hest á markaði ; og bað hestakaupmanninn að segja sér hreinskilnislega kosti hans og galla. Hestakaupmað- urinn sagði, að hann væri mjög stilltur, en af einhverjum á- stæðum yrði hann eins og óð- ur, ef hann kæmi nálægt veit- ingahúsi nokkru, sem hann til- nefndi, og væri ekki vert að fara með hann nærri þvi. Bóndi komst brátt að raun um, að rétt var frá sagt um alla kosti hestsins og hann var allt- af hinn gæfasti. Þótti bónda einkennilegt, ef eitthvað væri hæft I því, að klárinn hefði beyg af veitingahúsinu. Þegar vika var liðin, gat hann ekki stillt sig lengur og gerði sér ferð þangað á hestinum — og hesturinn var jafn stilltur og hann átti að sér, þegar þeir komu I hlaðið. Aftur á móti kom veitingamaðurinn út ( miklu ofboði og hrópaði: „Þessum hesti var stolið frá mér fyrir viku!“ En hestaprangarinn var þá kominn langar leiðir á óhult- an stað. Kjörorðið er: ÆSKAI FYltVR ÆSKUAA 2

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.