Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 5

Æskan - 01.02.1971, Side 5
Ungmenni á uppleið a5 var í kuldakastinu um miðjan janúarmánuð, sem ég kom að máli við Jens Rúnar Ingólfsson, sem nokkuð er þekktur meðal ungs fólks fyrir ýmiss konar störf, sem hann hefur innt af hendi í þágu Þess, og var fyrir skömmu ráðinn framkvæmdastjóri Klub 32, sem er ferðaklúbbur ungs fólks, er ferðaskrifstofan Sunna hefur komið á fót. Þá er Jens Rúnar einn af þeim yhgstu, sem starfað hefur sem blaðamaður, og þessa stundina hefur hann umsjón með þætti fyrir ungt fólk í Morgunblaðinu, er hann nefnir „Innsýn". Það varð sem sé að samkomulagi milli okkar Jens, að hann liti inn til m'n úr kuldanum og við ræddum smávegis saman. Jens Rúnar er á 18. aldursárinu, meðalmaður á hæð, með skollitað hár, augnalitinn man ég ekki, en andlitssvip- ur'nn og háttalag hans allt er dæmigert fyrir hinn íslenzka rólyndismann, sem lætur ei skjall né skrum hafa áhrif á Sl9 og virðist hugsa sig vel um áður en úr framkvæmd verður. ' Ég var upphaflega Akureyringur, fæddur þar 18. Jesember 1953, fræðir Jens mig fyrst. — Ungur að aldri f'uttist ég til Reykjavíkur og hef bæði verið Vestur- og Austurbæingur, en er Vesturbæingur þessa stundina. í mörgum skólum hef ég setið. Fyrst var ég í ísaksskólan- Um, þá Hlíðaskóla, síðan Álftamýrarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, í Hagaskólanum, og nú er ég í 3. bekk í Menntaskólanum við Lækjargötu. Nú hefur þú fengizt nokkuð við blaðamennsku, hvað 9etijr þú frætt mig um þann þátt lífsreynslu þinnar? Ég hef jú skrifað dálítið og byrjaði snemma að gefa ét blöð, t. d. gaf ég út blaðið Álftina, þegar ég var 12 ára, Þá hef ég fengizt nokkuð við skólablöð og slíkt „dótarí". Gerði ég þetta af innri þörf, það var köllun mín .. . og svo ^ef ég unnið við táningablaðið Jónínu. Þá sakar ekki að * tnánaðarins er við Jetis Rúnar Ingólfsson geta þess, að veturinn sem ég var 14 ára, vann ég tölu- vert hjá dagblaðinu Vísi. — Og hvert var verksvið þitt þar? — Ég skrifaði um allt milli himins og jarðar, t. d. um næturklúbba, búðaþjófnaði, Myndsjá Vísis, Vísir spyr. Þá ritaði ég um pop og meira að segja um taflmót. — Hefurðu þá áhuga fyrir blaðamennsku? — Já, nokkuð svona. — Hvað finnst þér þá skemmtilegast að skrifa um? — Það veit ég nú reyndar ekki. Það er þessi ævintýra- þrá, sem ræður, það að vilja alltaf vera í eldlínunni, eins og það er kallað, og skrifa um lifandi aíburði, skrifa um eitthvað „ægilegt", sem er að gerast hverju sinni. Hins vegar finnst mér leiðinlegt, þegar maður þarf dögum sam- an að standa í því að berja saman viðtölum og þar fram eftir götunum. — Hefur þú þá hugsað þér að gera blaðamennsku að ævistarfi? — Nei, það hef ég ekki hugsað mér að gera, það er engin framtíð í blaðamennsku að mínu áliti, og svo er það líka illa launað starf. — Ef við snúum okkur þá að öðru, Jens. Nú hefur fíkni- lyfjaneyzla meðal ungs fólks verið ofarlega á baugi. Hvað hefur þú að segja um það atriði? — Ég álít slíkt vera að vissu leyti þjóðfélagsmein, menn gerast óábyrgir gagnvart þjóðfélaginu, sem þeir lifa í, taki þeir upp á því að neyta ffknilyfja. Afkoma þjóðarinnar allrar byggir á dugnaði hvers og eins. Hér á íslandi færist það mjög í vöxt, að ungt fólk leitar á náðir þessara lyfja. Þetta er mjög óheillavaenleg þróun. — Hver er að þínu áliti ástæðan fyrir þessari óheilla- vænlegu þróun? — Það er mikið út af þessum lífsleiða, sem hrjáir nú ungt fólk, eins og t. d. námsmenn. Þeim finnst, að þjóð- félagið hafi brugðizt sér. Svo er þessu eins farið og með áfengi. — Ef við snúum okkur þá að Klub 32 — ferðaklúbbi unga fólksins, sem þú ert nú framkvæmdastjóri fyrir. Hvað vilt þú segja okkur um hann? — Tilgangurinn með stofnun kiúbbsins er sá að veita ungu fólki tækifæri til að ferðast á ódýran hátt til ann- arra landa í hópi jafnaldra sinna og njóta í því fullkomnari íyrirgreiðslu við sitt hæfi, en áður hefur verið. Þar sem klúbburinn er aðeins fyrir ungt fólk, eða á aldrinum 16—32 ára, er hægt á viðameiri hátt en áður að koma til móts við þær kröfur, er ungt fólk gerir til slfkra ferðalaga sem klúbburinn skipuleggur. — Þá má geta þess, að I vetur verður efnt til skemmtikvölda hér I Reykjavík á vegum klúbbsins, þar sem um mjög fjölbreytilega dagskrá er að ræða. Er I bígerð að halda slík skemmtikvöld einnig úti á landi, t. d. á Akureyri.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.