Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1971, Page 8

Æskan - 01.02.1971, Page 8
Þær ganga í síSasta sinn niður skólatröppurnar. BR1TTA 09 Maja oksins er burtfararprófinu lokið. Loksins ganga þær í síðasta sinn niður skólatröppurnar. — Skólanáminu er lokið. — Lífið sjálft er að hefjast. Britta og Maja, þessar tvær óaðskiljan- legu vinkonur, yfirgefa skólann sinn í síðasta skipti. — En hvað tekur nú við? Hvernig vegnar þessum tveimur vinkonum? Britta hafði alltaf ætlað sér að verða afgreiðslustúlka í búð, og daginn eftir prófið gekk hún til verzlunarstjóra í stóru fyrirtæki og sótti um stöðu. Hún fékk hana þegar í stað. Hún komst þó ekki að sem afgreiðslustúlka í fyrstu. Fyrst varð hún að vinna sem eins konar sendill og hafði mjög lágt kaup. En eftir nokkra mánuði fékk hún smátt og smátt að hjálpa til við afgreiðsluna. Britta fékk smátt og smátt að hjálpa til við afgreiðsluna. Það var sannarlega stór stund, þegar hún lagði fyrsta strangann á borðið fyrir framan viðskiptavininn og sagði brosandi: „Gjörið þér svo vel,“ og tók svo við peningun- um, sem hún lét í kassann. Britta var mjög reglusöm og reyndi að hafa allt í röð og reglu, sem henni kom við. Hver hlutur á sínum stað — voru hennar einkunnarorð. En það reyndi oft á þolin- mæðina að þurfa að tína allar þessar vörur saman aftur eftir að einhver erfiður viðskiptavinur hafði viljað fá að sjá alla hluti. Maja hafði aftur ákveðið að verða skrifstofu- stúlka. En einnig hún varð að byrja á byrjuninni. Það litla, sem hún hafði lært í vélritun, náði skammt. Maja gekk á námskeið tvö kvöld í viku til að læra vél- ritun. En auk vélritunar lærði hún bréfritun, bókfærslu og aðrar verzlunarskólagreinar. Brátt komst hún að sem lær- lingur í stóru verzlunarfyrirtæki. — Það var erfitt. Á daginn varð hún að vinna, en á kvöldin varð hún að sækja nám- skeið. Vinnan í fyrirtækinu var þó sannarlega nógu þreyt- andi, en hún var eingöngu í því fólgin að skrifa fylgibréf. Annars var Maja dugleg og kappsöm. Hún stefndi upp á við. Hún skyldi halda áfram að læra .þar til hún næði Maja stefndi að því að verða einkaritari forstjórans. því marki að verða einkaritari forstjórans. Það var betur launað starf og tilbreytingarmeira. Hinir, sem gerðu sig ánægða með að standa í sömu sporunum alla ævi, máttu skrifa fylgibréfin. Þessar tvær vinkonur héldu þó alltaf saman, þegar þær gátu. Og báðum þótti gaman að dansa og skemmta sér. Að einu leyti voru þær þó ólíkar: Britta vildi aldrei dansa við pilta, sem hún fann áfengisþef af. Við þá var hún alltaf köld og tómlát. Hún vísaði jafnan á bug öllum tilraunum þeirra til nánari kunningsskapar. Maja setti þetta aftur á móti ekki fyrir sig. Hún spjallaði við þá, dansaði við þá og gaf þeim undir fótinn. ,,En að þú skulir geta verið með þessum piltum," sagði Britta gröm. „Það gerir ekkert til,“ svaraði Maja. „Ekki verð ég neitt verri fyrir það. Og ef ég á að segja þér eins og er, þá finnst mér sem strákarnir verði bara skemmtilegri, ef þeir hafa bragðað áfengi." „Þessu trúi ég varla," sagði Britta. „Þessu er alveg öfugt farið með mig.“ Britta varð þess alltaf meir og meir vör, að þær Maja áttu ekki saman lengur. Þær höfðu svo ólíkar skoðanir á mörgu. Bilið milli þeirra varð alltaf breiðara, og árangurs- laust reyndi Britta að ná Maju aftur til sín.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.