Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1971, Blaðsíða 10
 KODADAD ogjræður hans m Kodadad opnaði dyr, sem lágu niður i kjallarann, og litaðist um þar niðri. Fann hann þar margt fólk, sem ris- inn hafði tekið til fanga og ætlað að hafa sér til matar síðar meir. Þetta fólk grét nú af gleði og varð frelsinu fegið. Innst inni i kjallaranum fann hann konungssynina, sem hann var að leita að. Kodadad varð svo glaður yfir þessu, að hann gat ekki stillt sig um að faðma þá að sér. Uppi i höllinni voru óhemju auðæfi, en allt þetta hafði risinn tekið af ferðamönnum. Reyndi nú hver að þekkja sinn varning og sína muni, og fengu flestir kjallarabúar eignir sínar aftur. „En hvernig getið þið flutt allt þetta á brott með ykkur?“ spurði Kodadad. „Jú, það er auðvelt,“ svaraði einn fanganna. „Ófreskja þessi stal úlföldunum okkar líka, og munu þeir vera I hesthúsi hallarinnar." Þeir fóru þegar að leita I hesthús- unum og alit stóð þetta heima, þeir fundu ekki aðeins úlf- aldana, heldur einnig hestana góðu, sem konungssynirnir áttu. Allir voru I góðu skapi, þegar kaupmennirnir og aðrir fangar riðu úr hlaði hallarinnar og hrópuðu þakklætis- og kveðjuorð til Kodadads, sem nú varð einn eftir ásamt stúlkunni og kóngssonunum, bræðrum sínum. „Hvað nú um framtíð þina?“ spurði Kodadad stúlkuna. „Ég held, að bezt sé ég segi sögu mína,“ svaraði hún. „Þú veizt, að ég er kóngsdóttir, en fjendur föður míns hröktu hann af veldisstóli og drápu hann. Ég bjargaði líf- inu með því að flýja út í eyðimörkina. Allt þetta hófst eiginlega þannig, að dag einn, þegar faðir rrrinn var á veið- um, rakst hann á villiasna. Þennan asna elti hann allan daginn til kvölds og gætti sín ekki á því, að villugjarnt var á þessum slóðum. Um kvöldið sá hann loks Ijósbjarma inni í skóginum og gekk hann í átt til Ijóssins. Fann hann þar fyrir skógarkofa, og inn um gluggann sá hann risa einn ferlegan sitja við eld og steikja uxaskrokk milli þess sem hann svalg vín. Einnig sá faðir minn fagra stúlku með bundnar hendur, og stóð barn eitt litið við hlið hennar og grét hástöfum. Fyrst datt föður mínum í hug að freista þess að drepa risann og frelsa stúlkuna, en sá þó í hendi sér, að ekkert afl hefði hann á við dólg þennan. En skyndilega greip risinn í hár stúlkunnar og gerði sig líklegan til að hálshöggva hana. Þá greip íaðir minn boga sinn og skaut ör að risanum. Var hann svo heppinn að hitta hann i hjartastað, og hné dólgurinn dauður niður. Faðir minn flýtti sér nú inn í kofann og spurði ungu stúlkuna, hvernig stæði á högum hennar. „Ó, herra minn! Hve ég er þér þakklátl. Maðurinn minn er fursti, sem ræður yfir mörgum ættflokkum úti við ströndina. Þessi risi, sem hér liggur dauður, var einn af liðsforingjum hans. í gær rændi hann mér og barninu og flutti mig hingað.“ „En nú eru raunir þínar á enda," sagði faðir minn. „Á morgun förum við heim í riki mitt, Dergabar, en þar er ég konungur. Þar getur þú búið, þangað til maður þinn sækir þig.“ Og þangað fóru þau daginn eftir. En það liðu ár og dagar og ekkert bólaði á furstanum eða sonum hans. Barn þessarar stúlku, sem faðir minn frelsaði, var drengur, og er hann óx upp, tók hann að leggja hug á mig. En í þvi efni hafði faðir minn önnur áform. Þá varð pilturinn fok- vondur. Hann kom af stað uppreisn gegn föður mínum, sem endaði með þvi, að hann var drepinn, og beið þá pilturinn ekki boðanna en lét útnefna sig konung. Stór- vezírinn, þjónustustúlka og ég tókum það ráð að flýja land á skipi, en við hrepptum mikinn storm. Skipið fórst við ókunna strönd, en fyrir tilviljun skolaði ein aldan mér á land með lífsmarki. Þegar blessuð sólin hafði þerrað mig og hresst næsta morgun, heyrði ég, að hópur reið- manna nálgaðist. Foringi þeirra mælti: „Vesalings stúlka, hver ert þú, og hvernig ert þú hingað komin?" Mér leizt vel á mann þennan og sagði honum því sögu mína. Þá brosti maðurinn til mín og sagði mér, að hann væri prins, og skyldi hann nú fylgja mér heim til móður sinnar, sem væri drottning. Eftir stuttan tíma vorum við gift, og allt virtist leika í lyndi. Þó fór það svo, að skömmu seinna kom fjandmannaher, sem sigraði skjótlega heimaliðið, en ég og maðurinn minn flýðum i litlum fiskibáti. i tvo daga vorum við á reki um hafið, en á þriðja degi sáum við stórt skip nálgast. Því miður reyndist þetta skip vera sjó- ræningjaskip. Þeir drápu manninn minn en tóku mig til fanga, en síðar, þegar skipið kom að landi, fór einn af sjóræningjunum með mig áleiðis til bústaðar síns, sem var einhvers staðar uppi í sveit. Þá var það, að þessi risi, sem búið hefur hér, tók mig til fanga eftir að hafa fellt sjóræriingjann og fylgdarmenn hans.“ Kodadad komst við af frásögn þessarar fögru konu, og i raun og veru var honum farið að þykja vænt um hana. Hann hafði því enga vafninga á því, en spurði hana, hvort hún vildi giftast sér, og ekki stóð á jáyrði stúlkunnar. Kodadad sagði nú stúlkunni og bræðrum sínum, hver hann var, og síðan var haldið brúðkaup í þessari risahöll. En enginn má sköpum renna. Þegar bræður Kodadads heyrðu, hver hann var, fylltust þeir öfund, og nóttina næstu á eftir brutust þeir inn til hans honum að óvörum og misþyrmdu honum svo, að hann lá í óviti. Síðan tóku þeir hesta sína og héldu heim til föður síns, sem varð glaður yfir að sjá þá aftur. Ekkert þóttust þeir vita um Kodadad. Á sama tíma lá hann fárveikur í höllinni og þó I góðri umsjá hinnar ungu konu sinnar. Hún sá þó, að leita þurfti læknis til manns síns, og lagði hún af stað þeirra erinda út í eyðimörkina. i iitlu þorpi hitti hún lækni, sem fús var að fylgja henni til hallarinnar. Meðan þessi læknir stundaði Kodadad, fékk hann að heyra söguna um það, hvernig bræður Kodadads höfðu misþyrmt þessum bróð- ur sinum, þrátt fyrir það, að hann hafði frelsað þá úr klóm risans. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.