Æskan - 01.02.1971, Side 12
Ahrif
áfengis
10.
Sigurður
Gunnarsson
Skapgerðar-
breyting af völdum
áfengis
Margir hafa séð og flestir vita, að
ölvaður maður hagar sér öðruvísi en þeg-
ar hann er allsgáður. Útlit hans breytist
mjög, hann verður lausmáll, segir margt,
sem hann hefði annars ekki gert, og verð-
ur oft tillitslaus og harðleikinn.
Áfengið breytir skapgerð mannsins og
framkomu á meðan áhrif þess vara.
Ef einstaklingur neytir áfengis oft og
um lengri tíma, getur það valdið varan-
legum skaða. Þá getur skapgerðarbreyt-
ingin orðið varanleg. Það birtist meðal
annars í flótta frá veruleikanum, óáreiðan-
leika, viljaleysi og sljóleika. Og oft gætir
einnig tortryggni, afbrýðisemi, bráðlyndis
og hrottaskapar.
Ekki fer þannig fyrir nærri öllum, sem
neyta áfengis. En það getur farið þannig
og hefur gerzt með mjög marga. Það
sýnir ótvírætt, að allir, sem neyta áfengis,
tefla á tvær hættur. En sú mikla áhætta,
sem menn baka sér með því, er í raun og
sannleika alveg ástæðulaus, því að enginn
hefur þörf fyrir að nota áfengi til drykkjar,
— og það er öruggast að gera það ekki.
☆
Eins og þið, sem hafið lesið þessa tíu
litlu þætti, hafið áreiðanlega veitt athygli,
fjalla þeir fyrst og fremst um áhrif áfengis
á einstaklinginn. Eftir er þá að minnast
á hin miklu, tilfinnanlegu og skaðsam-
legu áhrif, sem áfengið hefur í félagslegu
tilliti og á þjóðfélagið í heild. Ef ritstjór-
inn og þið lesendur óskið, verður rætt
um þau áhrif siðar.
Ég þakka ykkur fyrir samfylgdina og
óska ykkur allrar blessunar.
(Aðalheimild: Erling Sörli: Barnebladet
MAGNE. Baldur Johnsen, læknir, hefur
lesið alla þættina og veitt mér mikilvæga
aðstoð.)
S. G.
ORRUSTAN ViB WATERLOO
g. 18- i8ní 1815 var Napóleon keisari endanlega sigraður
af sameinuðum enskum og prússneskum herjum í orrustu
nálægt belgísku smáþorpi, Waterloo, sem er um 20 km
^ suður af Brussel.
Það var þann 27. febrúar sama ár, sem Napóleon yfirgaf
eyna Elbu, þar sem hann hafði dvalizt i útlegð. 1. marz steig hann á land
í Suður-Frakklandi með 1000 manna ,,her“ og 4 failbyssur. Ferð hans
norður allt Frakkland varð samfelld sigurför. Hvarvetna fögnuðu honum
gamlir samherjar, reiðubúnir á ný til bardaga undir stjórn hans. Samtímis
flýttu foringjar hinna stórveldanna í Evróþu, er setið höfðu á Vínarfund-
inum, sér að brennimerkja Napóleon sem ,,óvin heimsfrjðarins".
Samanlagt gátu stórveldin komið upp 700 þúsund manna her. Þessi
fjöldi var þó nánast aðeins fræðilegur möguleiki. Á móti var herstyrkur
Napóleons um 1. júni yfir 360.000 manna, en aðeins á pappírunum, í
mesta lagi 200 þúsund voru nothæfir í raunverulegan bardaga.
Trúr þeirri gömlu meginreglu sinni i herfræði, að „árás sé bezta vörnin“
kaus Napóleon að ganga á hólm við andstæðinginn utan við landamæri
Frakklands. Hann valdi Belgíu sem orrustuvöll. Þar höfðu Englendingar
undir stjórn hertogans af Wellington komið upp aðalstöðvum sinum, nánar
tiltekið í Brussel. Prússar, undir stjórn engu minni stríðsmanns, Bluchers
marskálks, höfðu aðalstöðvar í borginni Namur.
Herlið Napóleons þrammaði nú norður á bóginn jafn óttalaust og framast
er unnt að vera.
Þegar orrustan mikla við Waterloo hófst, hafði franski herinn á að skipa
124.888 manns, þar af 89.415 fótgönguliðum, 23.595 manna riddaraliði og
11.578 manna stórskotaliði með samtals 344 fallbyssur. Wellington hafði
á að skipa 93.7^17 manna herliði (69.829 fótgönguliðum, 11.879 riddurum,
9.406 stórskotaliðum og 196 fallbyssum) og Blúcher hafði 120.954 menn
(99.715 — 11.798 — 9.360 og fallbyssur voru 312).
12