Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1971, Síða 18

Æskan - 01.02.1971, Síða 18
TUJVtl ÞUMALL ., ■ (a. En hvar hafðl Merlín H ■ ' töframaður verið allan þennan tíma? Hann hafði | nú I rauninni aldrei misst alveg sjónir af Tuma litla, þó að Tumi vissi ekki neitt af því, og þegar hann lá nú fyrir dauðans dyrum, fór Merlín til álfadrottningarinnar og sagði við hana: ,,Ég held við ættum að bjarga honum Tuma litla í þetta sinn, því að það var ekki honum að kenna, að kötturinn tók hann.“ Þá heimtaði drottningin vagn sinn, sem smáfuglahóþur dró um loftið, og hún steig upp í vagninn, og Merlín brá yfir sig huliðshjálmi og steig upp í hjá henni og settist í aftursætið, og svo liðu þau í loftinu til hallar Artúrs konungs. Það var mjög snemma morg- uns, að álfadrottningin nam staðar á skúrfjölinni fyrir utan glugga drottn- ingar. Hún var í rúminu, en álfadrottn- ingin fór inn um gluggann og vakti hana, en skildi Merlín eftir fyrir utan. „Ég kem til að sækja Tuma þurnal," sagði álfadrottningin. „Þú skalt fá hann til þín aftur, þegar ég er búin að gera hann jafngóðan." „Jæja, það er gott, yðar hátign," svaraði hin drottningin, ,,ég er fús til að láta Tuma fara, fyrst það er honum til góðs.“ Og svo fékk hún álfadrottn- ingunni Tuma með rúmi og öllu sam- an, en hún fór með hann út f vagn sinn og leið með hann burt í loftinu. Tumi var ekki búinn að vera nema stundarkorn í álfheimum, þegar hann var orðinn jafngóður aftur og stái- hraustur, því að álfarnir áttu smyrsl, sem græddu hvert sár, jafnskjótt sem þau voru borin á það. Og Tumi var ákaflega ánægður hjá álfadrottning- unni sinni, en alltaf langaði hann þó heim til sín, og hann sárbændi hana svo að lofa sér að koma heim, að hún sagði að síðustu, að hann skyldi fá eins dags burtfararleyfi áður en hann færi aftur til Artúrs konungs. Svo sagð- ist hún vera neydd til að fara sjálf með hann aftur til hallarinnar, því að hún hefði heitið drottningunni því við dreng- skap sinn. Tumi lofaði svo að standa aðeins við einn dag hjá foreldrum sín- um. WÁður en Tumi fór burt úr álfheimum, fór drottning- in með hann í fjárhirzlu sína, þar sem gull og silf- urpeningar voru í hrúg- um, og sagði honum, að hann mætti taka þar eins mikið og hann vildi af peningum til að gefa foreldrum sínum. Fyrst varð Tumi steinhissa yfir krónu- hrúgunum, en áttaði sig þó bráðum og fór að líta í kringum sig. Drottningin hafði gefið honum leyfi til að taka það sem hann vildi, og kaus hann þvi stærsta peninginn, sem hann fann. Það var stóreflis gullpeningur og voða þungur fyrir Tuma að bera. En það hafði drottningin sagt, að’ allt sem hann tæki, yrði hann að kortjast heim með hjálparlaust, þvi að hún vildi sjá, hvort hann ynni foreldrum sínum svo mjög, sem hann sagðist gera, og hvort hann vildi leggja verulega hart að sér fyrir þeirra sakir. Og henni þótti mjög vænt um að sjá, hversu stóran pening og afar þungan hann valdi sér úr hrúg- unni. Tumi tók peninginn í fang sér, kvaddi álfkonuna og lagði af stað heimleiðis. Gullpeningurinn var ákaflega þungur, svo að hann varð að staldra við hvað eftir annað til að hvíla sig. Og í hvert sinn, sem hann tók peninginn í fang sér aftur og bar hann af stað, fannst honum hann verða þyngri og þyngri, þangað til hann datt alveg úr höndun- um á honum. Þá var hann staðuppgef- inn og settist nú niður og fór að gráta. En hann sá það fljótt, að ekki bætti það úr að fara að skæla, svo þurrkaði hann af sér tárin og fór að hugsa sig um í stað þess að gráta. Þá komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri betra fyrir hann að bera peninginn á höfðinu. Svo tók hann upp peninginn enn þá einu sinni, og eftir langa mæðu tókst honum að koma honum vei fyrir á höfðinu á sér og þóttist nú góður. Nú rogaðist hann svona með pen- inginn um stund. „Það er ekki svo mjög langt þangað," sagði hann við sjálfan sig, „og ég sé ekki eftir því, þegar ég er kominn þangað á endan- um, þvilík undur, sem foreldrar mínir geta keypt af ýmsu góðu fyrir þetta.“ Hann var svo niðursokkinn í að hugsa um þetta, að hann gleymdl að gá niður fyrir fæturna á sér, svo að hann hrasaði og gullpeningurlnn datt 18

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.