Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 19

Æskan - 01.02.1971, Side 19
a* höfðinu á honum og valt áfram göt- una á undan honum. nMikill vandræða asni hef ég verið,“ sagði Tumi þá gramur við sjálfan sig, i.að mér skyldi ekki hugsast það fyrr að velta peningnum." Svo greip hann smáspýtu og hljóp a eftir peningnum og náði honum, áð- Ur en hann valt á hliðina, og skopraði honum á undan sér eins og tunnugjörð °9 komst eftir skamma stund heim í kotið. Dyrnar voru Iokaðar, svo að Tumi reisti peninginn á rönd upp við dyra- stafinn og barði svo á dyr. Dadd, dadd, dadd, heyrðist í hurð- inni. .,Hver er úti?“ spurði raunaleg rödd inni fyrjr. ..Það er ég,“ kallaði Tuml, ,,ég, ég, é9, hann litli sonur þinn, hann Tumi Þumall." Móðir Tuma ætlaði ekki að trúa sin- Ufn eigin eyrum. „Nú er mig áreiðan- lega að dreyma," sagði hún við sjálfa sig, mjög sorgbitin. „Veslings Tumi minn er svo sem dauður fyrir löngu, ég held nú það. Ég sé hann aldrei framar. Það var víst enginn að berja, það hef- ur verið misheyrn.“ Dadd,. dadd, dadd, heyrðist aftur ( hurðinni. „Nei, sko, þarna kemur það aftur,“ sagði móðir Tuma og þótti það undar- legt. „Hver skyldi þetta vera?“ „Það er ég, mamma," kallaði Tumi svo hátt sem hann orkaði. „Ljúktu upp, það er ég.“ Nú var mamma Tuma í engum efa um, hver það væri. Hún þaut fram að hurð og reif' hana upp, og þar stóð þá á þröskuldinum hann litli Tumi henn- ar, sem hún hélt að væri dauður. í þessum svifum kom faðir Tuma heim, og enginn maður 1 veröldinni hefur verið ánægðari en Tumi var þá og foreldrar hans í fátæklega kotinu, ekki einu sinni Artúr konungur eða drottningin í álfheimum. Þegar þau voru búin að kyssa hvert annað og faðmast hvað eftir annað, gekk Tumi út og kom inn aftur og skopraði gullpeningnum á undan sér. „Hérna," sagði hann og leit hróðug- ur upp á þau, „sko hvaða auðæfi ég færi ykkur.“ „Já,“ sagði mamma Tuma við bónda sinn og leit á drenginn, en ekki á pen- inginn. „Þetta eru auðæfin okkar og gæfan okkar." Svo settist Tumi niður og sagði þeim alla sögu sína allt frá upphafi og af öllum þrautum sínum. En þegar hann sagði þeim, að hann yrði að fara aft- ur til álfheima þá um kvöldið, fóru þau að gráta og grétu lengi. En ekki reyndu þau að halda honum, af því að hann hafði heitið við drengskap sinn að fara aftur þangað. „Þú verður þá að fara,“ sagði faðir hans hryggur, en þó alvörugefinn. „Það sem heiðvirður maður leggur dreng- skap sinn við, verður hann að efna, hvað sem það kostar." Svo þegar kvöld var komið, gáfu þau honum stóran skúf af vínberjum með sér í nesti. Hann lyfti skúfnum upp á öxlina, og foreidrar hans opnuðu dyrnar hrygg í bragði, og Tumi gekk dapur út og var að hugsa um, hvort hann mundi nú nokkurn tíma sjá kot- ið sitt oftar. En álfadrottningin belð hans að hurð- arbaki, og þegar hún sá, hversu daprir foreldrar hans voru f bragðl, gaf hún sig í Ijós og sagði: „Verið óhrædd. Son ykkar skal ekk- ert saka, og einhvern tíma mun hann koma aftur til ykkar, því að þið eruð væn hjón og eigið skilið, að ykkur líði vel. Þið skuiuð nú reyna að bera ykk- ur vel og fela allt í mínar hendur." Að svo mæltu tók hún Tuma þumal upp, stakk honum i barm sinn og flaug með hann til hallarinnar i álfheimum. „Þú mátt ekkl láta þér misllka þetta,“ sagði hún ástúðlega við Tuma. „Þú veizt, að ég lofaði drottningunni að skila þér aftur, og loforð sín verða menn að efna.“ „Ég veit það,“ sagði Tumi karlmann- lega, en andvarpaði þungt um ieið. En hann gleymdi fljótt öllu mótlæti sínu, því að öllum álfunum þóttl svo vænt um að sjá hann. 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.