Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 30
Færeyskur drengur.
misheppnast þetta, ef þeim dettur í hug
a5 stefna til hafs, þá fær enginn mannleg-
ur máttur stöðvað þá. Brátt er allur vog-
urinn ein benda af bátum, mönnum og
hvölum í æðisgenginni orrustu. Það er
einkennilegt með Færeyinga, að þeir hafa
andstyggð á að drepa, en eru sólgnir í
grindardráp. Sýslumaður kemur svo með
sína menn og metur og vegur hvern hval
fyrir sig. Síðan má fara að skera og skipta
aflanum, og eitt er víst, að enginn er
skilinn útundan, smáir sem stórir fá sinn
hlut í öllu grindarhéraðinu. Jafnvel gestir
fá sinn hlut. Já, sinn er siður í landi
hverju. Grindarkjötið er borðað nýtt og
saltað og þykir herramannsmatur. En
grindarveiði er ekki atvinnuvegur, hún er
fremur sport og það frumstætt, sem lík-
lega er óvíða til nema í Færeyjum.
Færeyingar eru mjög vingjarnlegir og
gestrisnir menn. Ég kom víða, og mér var
afar vel tekið, en minnisstæðast fannst mér
að koma að Kirkjubæ, sem er um hálf-
tíma akstur frá Þórshöfn, sem er höfuð-
Frá Tórshavn.
I>etta er litli hraðbáturinn hans Haf'
steins, sem var x förum milli lands »g
Viðeyjar síðastliðið sumar. Hafsteinn
sigldi þessum fallega bát alla leið fra
Noregi, með viðkomu í Færeyjum. Haf-
steinn bauð mér að koma 'í smá siglingn
í Þórshöfn, og var reglulega gaman.
staður Færeyja. Kirkjubær er langstærsta
bújörð Færeyja. Þar býr kóngsbóndi Pa{'
ursson, og eru bæjarhús bónda mjög
gömul, og undir þeim eru steinkjallarar
biskupssetursins forna. En sjón er söga
ríkari. Vonandi eigið þíð mörg ykkar, sem
þetta lesa, eftir að fara til Færeyja, þá
getið þið séð margt skemmtilegt, og þang-
að er gott að koma.
Höskuldur Skagfjörð.
Frank litli var með foreldrum sínum að
skoða jólaútstillingar í leikfangaverzlun í
London og þar sá hann þennan risastóra
bangsa sem hann vildi eignast og fara með
heim. Foreldrar hans komust alveg í vand-
ræði því hann vildi með engu móti yfirgefa
þennan stóra leikfangabjörn. Að lokum
kom Ijósmyndari og tók þessa mynd af
þeim félögunum. Móðir Franks litla lofaði
honum öðrum hæfilega stórum bangsa í
jólagjöf og reyndi að útskýra fyrir honum,
að þessi stóri bangsi væri ekki til sölu, en
væri eign allra barna, sem kæmu þarna í
verzlunina, og svo væri ekkert pláss fyrir
þetta ferlíki í litlu tveggja herbergja íbúð-
inni þeirra.