Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 31
Andrés þurfti að láta gullfiskinn yfir í stærra ker.
ag einn þegar Andrés önd var að faka til á
háaloftinu heima hjá sér, fann hann nokkur
gömul gullfiskaker. Kerin voru þrjú, sem
Andrés áleit, að enn vaeri hægt að nota,
og þau voru misjafnlega stór. Andrés kapp-
'nn fékk nú löngun til að fá sér gullfiska á nýjan leik.
þegar Rip, Rap og Rup voru pínulitlir, höfðu kanarífuglar,
^vítar mýs og gullfiskar verið á heimilinu, en í dag virtust
Þremenningarnir litlu helzt ekki hafa áhuga á öðru en
rafmagnsjárnbrautarlestunum sínum. Reyndar skildi Andrés
Þetta mætavel; þegar strákarnir voru ekki heima, kom
Það nefnilega oft fyrir, að hann lék sér sjálfur að járn-
Þrautarlestunum.
En Þegar kerin voru komin í leitirnar, ákvað Andrés
sem sagt að hafa aftur gullfisk á heimilinu. Með bros á
vör sagði hann strákunum frá ákvörðun sinni, en strákarn-
lr voru ekki á Því að samgleðjast honum.
■— Að Þér skuli detta þessi vitleysa í hug, frændi, sögðu
strákarnir. — Það þarf að hugsa svo vel um gullfiska —
°9 svo leiðinlegt að þurfa að annast þá — við gætum
Þeirra alls ekki fyrir þig, Þú mátt reiða þig á Það.
Andrés lét orð strákanna sem vind um eyru þjóta. Hann
hreinsaði og fægði minnsta kerið. Síðan fyllti hann það
af fersku vatni, setti í það vatnagróður og steina og kom
Því siðan fyrir á stól rétt við stofugluggann, svo að gull-
fiskurinn hans hefði næga birtu og ferskt loft. Skömmu
síðar fór Andrés til kaupmannsins og valdi sér lítinn gull-
fisk, er hann fann innan um ferskan vatnagróðurinn. Þá
keypti hann sér líka gullfiskafóður, fór síðan heim aftur
°9 kom gullfiskinum sínum litla í kerið sitt. Að því loknu
Þvoði Andrés upp leirtauið, sem safnazt hafði í vaskinn,
en gekk svo blístrandi inn í stofu til að líta eftir gullfisk-
inum.
En Andrés hætti skjótt að blístra — hann einfaldlega
starði á gullfiskakerið.
— Nei, hvað er þetta? hrópaði hann svo upp yfir sig
af undrun. Gullfiskurinn var nefnilega orðinn svo stór, að
hann komst varla fyrir I kerinu.
— Maður getur varla trúað þessu, hélt Andrés áfram,
— ótrúlegt, hvað svona fiskar stækka ört! Kannski ég
hafi látið of mikið af gullfiskafóðrinu I kerið. En hvað um
það, ég verð víst að koma fiskinum I næststærsta kerið.
Andrés fór nú upp á háaloft og náði I næststærsta kerið.
Er hann hafði sett gullfiskinn, gróðurinn og steinana I
það — nú og að sjálfsögðu fyllt kerið með fersku vatni •—
gekk Andrés inn I forstofuna og hringdi I Andersínu og
sagði henni frá þessum undarlega atburði.
Það tók Andrés nákvæmlega 15 mínútur að fá Ander-
sínu til að skilja, að það var algjör sannleikur, sem hann
var að segja henni. En þegar hann kom inn I stofuna aftur,
tók það hann að minnsta kosti 5 mínútur að sannfærast
um, að það var sannleikur, sém hann nú sá.
Gulifiskurinn hafði nefnilega tekið upp á því að halda
áfram að stækka, og var nú orðinn svo stór, að hann gat
sig varla hreyft I kerinu. Ekki var um annað að ræða fyrir
aumingja Andrés en þjóta aftur upp á háaloft og sækja
þriðja og stærsta kerið. Flutti hann síðan fiskinn yfir í það.
Þegar Andrés hafði lokið flutningunum, gekk hann inn
í eldhúsið til þess að búa til kvöldmatinn. Á meðan hugs-
aði hann íhikið um það, hvernig stæði eiginlega á því, að
gullfiskurinn óx svo ört sem raun bar vitni — og Andrés
fór að gruna ýmislegt.
Stundarfjórðungur leið, síðan fór Andrés inn ( stofuna
á nýjan leik og nú til þess að kalla á strákana í kvöld-
matinn. Þar sem honum fannst liklegt, að strákarnir væru
að leik úti á götunni, ætlaði hann að kalla- á þá út um
stofugluggann. En á leiðinni út að opnum glugganum nam
hann skyndilega staðar.. . og enn starði Andrés. Gullfisk-
urinn var nefnilega orðinn mjög lUill — minni en hann
hafði upphaflega verið, þegar Andrés keypti hann. Það
hlutu að vera galdrar í spilinu.
Meðan Andrés stóð orðlaus af undrun þarna á stofu-
gólfinu og starði á stóra gullfiskakerið með fiskinum litla
innanborðs, fannst honum sem hann heyrði eitthvað I lík-
ingu við hvísl, stunur og fliss. Það var eins og þessi hljóð
bærust inn um stofugluggann.
Andrés gekk að glugganum og leit út. Ójá. Það voru þó
alls engir galdrar í spilinu, því að fyrir neðan gluggann
sátu strákarnir þrír, hlógu þeir og flissuðu, svo að þeir
þurftu að halda um magann, og voru eldrauðir í framan,
eins og þeir væru að springa. Rétt hjá þeim stóð leikvagn,
og í vagninum var stórt gullfiskaker, sem í voru gullfiskar
af stórum og smáum tegundum.
En strákarnir voru skömmu síðar hættir öllum sínum
hlátrum og flissi. Andrés önd frændi þeirra sagði þeim
nefnilega, að þeir væru leiðinlegir, illkvittnir, óþægir,
heimskir og margt fleira í þeim dúr. Hann sagði þetta svo
hátt og leit svo fjarska leiðinlega út á meðan, að strákún-
um fannst allt það, sem þeir höfðu gert með gullfiskana,
ekki lengur svo „agalega" gaman.
(EB þýddi).
31