Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1971, Page 37

Æskan - 01.02.1971, Page 37
HEIMUR BARNSINS SHIRLEY TEMPLE Hér sjáið þið mynd af henni Shirley Temple, sem einu sinni var dálasti allra barna — og raunar fullorðinna líka. Sér- staklega vakti Shirley mikla hrifningu í kvikmyndinni Heiða, sem verið hefur myndasaga í Æskunni undanfarið. Nú er Shirley orðin 42 ára og þriggja barna móðir fyrir löngu, elzta barnið Lorri, er meira að segja 22 ára gamali, Charley er 17 og Susan 15 ára. Ekkert þeirra hefur fetað í fótspor móður sinnar, og Shirley er mjög vandlát með það, hvaða mynd- ir þau fá að sjá. Shirley er myndarleg húsmóðir, og í seinni tið hefur hún gefið sig mikið að opinberum málum. — Já, Shirley er ekki lengur litla, fallega telpan, sem brosti svo dæmalaust yndislega til okkar á hvíta tjaldinu. miðri Moskvu er gríðarlega stór verzlun, sem verzlar með SS alls konar vörur fyrir börn og unglinga. Þarna eru á boðstólum leikföng og fatnaður fyrir börn á öllum aldri. Verzlunin hefur á sínum snærum margar saumastofur og sér um framleiðslu hluta af þeim leikföngum, sem hún verzlar með. Forstjóri þessa stóra fyrirtækis er kona, Lydía Tsjalaja. Hér á eftir fer stutt viðtal við hana. Getum haldið verðinu stöðugu og lágu Hvernig stendur á því, að barnaföt eru mun ódýrari en sams konar fatnaður á fullorðna? Er mikill munur á framleiðslukostnaði? L. T.: Ekki er sá munur nú teljandi. Auðvitað fer minna efni i barnaföt, en saumaskapurinn er stærsti kostnaðarliðurinn við framleiðslu á fatnaði. Munurinn stafar aðallega af því, að svokallaður veltuskattur er ekki tekinn af vörum fyrir börn. Við höfum gríðarlega veltu, t. d. var hún meira en 457 milljónir rúblna (45.700 milljónir króna) árið 1969 og verður sjálfsagt a. m. k. 480 milljónir (48.000 milljónir króna) 1970. Við höfum fleiri en eina verzlun í borginni, og samtals selja verzlanir okkar 92 prósent allra barnafata í Moskvu, 80 prósent af prjónavöru, rúmlega 70 prósent skófatnaðar á börn og sömuleiðis af leikföngum. Moskvubúar eiga 300.000 viðskipti við okkur á dag. Allt þetta hjálpar okkur til að halda verðinu stöðugu og lágu. Höfum okkar eigin verkstæði Vegna þess hve stór verzlunin okkar er og hinnar gríðarmiklu veltu höfum við getað komið okkur upp okkar eigin verkstæðum. Við höfum t. d. tvö saumaverkstæði, þar sem hægt er að fá saumað eftir máli, bæði kápur, kjóla og föt. Verksmiðjan „Júnost" saumar föt I fjöldaframleiðslu og selur þau eingöngu til okkar, svo að hún er eiginlega að verða dótturfyrirtæki okkar. Hvað vinnur margt fólk f verzlunum fyrirtækisins? 37

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.