Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 38

Æskan - 01.02.1971, Qupperneq 38
L. T.: Við erum með 23 verzlanir á okkar snærum, og i þeim vinna alls 8250 manns. Þeir, sem vinna í verksmiðjunum, fá af og til tækifæri til að vinna við afgreiðsiu f búðunum til þess að kynna sér, hvernig fólk vill hafa vöruna. Þeim þykir þetta skemmtilegt, og það hefur gefið mjög góða raun. Leikföng verða að hafa uppeldisgildi Hvers konar varning leggið þið mesta áherzlu á? L. T.: Auðvitað viljum við ekki kasta höndunum til neins, sem á boð- stólum er, en þó held ég að megi fullyrða, að leikföngin séu það, sem mest vinna er lögð í. Það er ekki sama, hvernig leikföng eru, það er ekki nóg, að þau séu falleg og virðist skemmtileg við fyrstu sýn. Við höfum strangt eftirlit með framleiðslu leikfanga og höfum samvinnu við ungherja- félagsheimilin, ýmsar föndurdeildir í skólunum, barnaheimili og svo sjálf skólabörnin. Við höfum t. d. upp á margt að bjóða fyrir krakka, sem hafa gaman af að grúska í vélum og tækni. Ég er auðvitað mikið hér i verzlun- inni, og þegar ég horfi á andlitin á krökkunum, langar mig til þess að leggja mig alla fram um að gera þau ennþá ánægðari. (APN) Sólargeislinn Sólin fór i felur fyrir öfan ský, hún fió timann telur töfrabjört og lilý. Aftur glóeygð gœgist gluggum himins frá. Heimsins börnum hagist hennar geisla að sjá. Þegar nistir, neeðir nepjan heimi i, sólargeislinn gleeðir gleði og von á ný. Heill þér, sigmið sunna, sigurheeðum á, alheims börn þér unna, ást þin Guði er frá. Anna G. Bjarnadóttir. Kort frá Möðruvöllum og sjóskrímslið ort heitinn Þorvarðsson frá Möðruvöllum ( Kjós reri eitt sinni sem oftar vetrarvertíð og lá við i sjóbúð einni, sem fleiri lágu við, einhvers staðar suður með sjó. Fyrir búðinni var skrá, sem hvorki varð læst né lokið upp nema með lykli. Eina nótt var það, að er þeir höfðu lokað búðinni að innan og allir voru sofnaðir, dreymir Kort, að honum þykir einhver ófreskja koma inn I búðina og taka í höndina á sér. Þyk- ist hann þá standa upp og fara með henni inn undir rúmið, og teymir skrimslið hann þar út I gegn um búðarvegginn, en heldur þótti Kort það þröng leið! Eftir það leiðir skrlmslið hann ofan i fjöru og fram að flæðarmáli; finnur hann þá, að það vill koma honum i sjóinn, en þá þykist hann hamast i svefninum, eins og hann átti stundum vanda til, og tók þá ómjúkt á skrímslinu, og lauk svo með þeim, að Kort bar hærri hlutann og kom þvi i sjóinn. í því vaknaði hann, stóð hann þá niður við flæðarmál — i nærfötunum einum, eins og hann hafði lagzt út af um kvöldið. Hann hugsaði þá, að hann hefði gengið þangað í svefni, en þegar hann kom heim að búðardyrunum og fann þær læstar, eins og gengið hafði verið frá þeim um kvöldið, svo að hann komst ekki inn fyrr en hann vakti lagsmenn sína og þeir luku upp fyrir honum, fór hann að gruna, að einhver brögð hefðu önnur verið i tafli en svefnganga ein og að þetta hefði verið svo í raun og veru, sem fyrir hann hafði borið í svefninum. (Úr ÞjóSsögum Jóns Árnasonar). 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.