Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1971, Side 40

Æskan - 01.02.1971, Side 40
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Myndin er tekin i Reykjavík 11. ágúst 1938. Vinstrihandar- kveðjan Margir hafa velt því fyrir sér, hvers vegna skátar nota vinstri- handar-kveðju, þ. e. heilsa eða kveðja hver annan með vinstri hendi. Þegar Baden-Powell fór að hugsa út í það, að skátarnir þyrftu að hafa sín á milli sérstakt leynimerki eða kveðju, fór hann að ígrunda, hvort hann gæti ekki fundið eitthvað, sem þýddi eitt- hvað sérstakt og innihéldi einhverja meiningu. Eins og svo oft áður hóf hann að athuga ýmislegt í siðum og venjum frumstæðra manna, og þar fann hann það, sem hann leitaði að. Hinir ýmsu þjóðflokkar áttu oft í ófriði hver við annan, þeir börðust með spjótum og skjöldum alveg eins og gömlu riddararnir okkar gerðu. Spjótinu héldu þeir í hægri hendi, skjöldurinn var hið eina, er þeir gátu varið sig með, og héldu þeir honum í vinstri hendi. Þegar ófriðnum lauk og hinn þjóðflokkurinn hafði gefizt upp, lögðu þeir ekkl niður vopnin. Þeir lögðu frá sér skjöldinn og réttu fram vinstri höndlna. Á þann hátt vildu þeir segja sem svo: „Ég treysti þér, ég er verjulaus, en ég veit, að þú munt ekki gera mér neitt lllt.“ Og þetta tákn valdi Baden-Powell. Nú rétta allir skátar fram vinstri hönd til kveðju, þegar þeir heilsast, sömuleiðis Ijósálfar og ylfingar. Það er vottur vináttu og bræðra- lags. Til íhugunar Þú ert aldrei svo fátækur, að þú eigir ekkert til að miðla öðr- um, og við það að miðla öðrum, verður þú ríkari. Guð á engan annan munn til þess að mæla huggunarorð til annarra, en munninn þinn. Guð á engar aðrar hendur til þess að hjálpa þeim, sem eiga bágt, en hendurnar þínar. Guð á enga aðra fætur til þess að flytja þig til þeirra, sem þurfa á vináttu að halda — en fæturna þína. » Minnztu þessa, skáti, og hafðu það í huga allt árið 1971. Gangi þér vel. Ert þú sólargeislinn á heimilinu? Fjölskyldan sat við morgunverðarborðið, það rigndi úti, og veðrið hafði verið kalt og hráslagalegt í marga daga. Eitthvað var víst í ólagi með hitalögnina, þvi það var einnig kalt og ónotalegt í húsinu. Það lá illa á pabba, mamma var þreytt og ósofin af þvf að litla systir hafði verið óróleg um nóttina, hún var víst að taka tennur. Það lá iila á Elsu, af þvi að henni fannst, að hún kynni ekki lexíurnar sínar nógu vel. Heimilishjálpin hún Lína leit út eins og þrumuský, það var víst eitthvað meira en lítið, sem gekk að henni. Já, svona var nú ástandið á heimilinu. Þá birtist allt í einu brosandi andlit I dyragættinni. Það var Jón, sonurinn á heimilinu, 12 ára gamall. Hann hafði skroppið út í brauðbúð eftir fersku brauði með morgunkaffinu. Þarna stóð hann, rjóður í kinnum, hraustlegur ungur drengur með gleði- glampa í augum. „Hérna er Morgunblaðið, pabbi," sagði hann vingjarnlega og rétti pabba sínum dagblað. Það létti yfir pabba um leið og hann tók við blaðinu. Mamma leit upp og brosti til drengsins síns, hann klappaði henni á kinnina um leið og hann straukst fram hjá. „Góðan daginn, Elsa — þó það sé rigning, reyndu að hressa þig upp, kelli mín. — Hérna er brauðið, Lína mín, nú þarft þú ekki að fara strax út i rigninguna, þú getur fengið þér kaffi fyrst." — Það voru aðeins 5 mínútur síðan Jón kom inn, en það var orðið allt annað andrúmsloft inni, allir voru skyndilega orðnir svo ánægðir. Gleði og friður ríkti við morgunverðarþorðið. Ert þú sólargeislinn á þínu heimili? (Þýtt. H. T.). 40

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.