Æskan - 01.02.1971, Page 47
POP-HEIMURINN
r
mond (Lazlo Luis Perez, fædd-
ur 18. mai 1944 í Caracas) og
Mike Hazelwood (Zac March,
fæddur 24. desember 1944 í
Chuckfield). Tveir þeir síðar-
nefndu hafa samið saman vin-
sæl lög eins og Little Arrows
(flutt af Leapy Lee) og Make
me an Island (Joe Dolan).
Utanáskrift:
C/o Double-R Productions,
23 Old Burlington Street,
London W. 1., England.
José Feliciano
er fæddur 10. sept. 1945 i
Larev i Puerto Rico. Hann hef-
ur verið blindur frá fæðingu,
syngur á sjö tungumálum og
leikur á tiu hljóðfæri. Árið
1950 fluttust foreldrar hans til
New York, en fjölskyldan var
fjölmenn (átta synir) og lifði
við sáran skort, en dró fram
lifið með ýmsu móti; José
kom fram á sóðalegum knæp-
um og fékk kvöldmat fyrir.
Árið 1963 kom plötuframleið-
andi einn auga á hann, 1964
hélt hann sina fyrstu hljórn-
leika á þjóðlagahátiðinni i
New York, og 1968 varð hann
frægur fyrir lagið Light my
Fire. Eftir það hófu gagnrýn-
José Feliciano
endur hann til skýjanna fyrir
afburða fjölhæfni han> og list-
fengi, hvers konar hljómlist
sem hann flutti.
Utanáskrift:
C/o Greif-Garris,
8467 Beverly Boulevard,
Los Angeles, California,
USA.
Ella Fitzgerald
fæddist 25. april 1918 i New-
port News í Virginiuríki. Hún
hefur áratugum saman verið
ókrýnd drottning jazz- og pop-
tónlistarinnar. 1934 uppgötv-
aði hljómsveitarstjórinn Chick
Webb hana i söngkeppni
áhugamanna i Apollo-leikhús-
inu í Harlem og tók hana i
hljómsveit sína. 1938 söng hún
lagið A-tisket, a-tasket svo
skemmtilega, að það fór sigur-
för um hciminn og hún varð
fræg. 1941 fór hún að syngja
upp á eigin spýtur, án þess að
vera ráðin hjá hljómsveit, og
cnnþá, á áttunda áratugnum,
eru i fullu gildi orðin, sem
Bing Crosby sagði: „Karla,
konur eða börn — Ella hrifur
alla!“
Utanáskrift:
C/o Salle Productions,
451 North Canon Drive,
Beverly Hills, California,
USA.
V
The Easybeats, frá vinstri: Dick Diamonde, Tony CahiII, Harry
Vanda, Little Stevie og George Young.
The Easybeats
voru vinsælasta pophljómsveit
Ástraliu. Þeir náðu mestu vin-
sældum sínum með laginu
She’s so fine. Þegar þeir lögðu
af stað til Englands sumarið
1966, horfðu 4000 syrgjandi að-
dáendur á eftir þeim. Þeir náðu
svo heimsfrægð með lögunum
Friday on my Mind og Hello
how are you. Haustið 1969
skildu svo að skiptum söngv-
arinn Little Stevie (Steven
Wright, fæddur 20. desember
1948 i Leeds), sólógitarleikar-
inn Harry Vanda (Harry Vand-
erburg, fæddur 22. marz 1947
í Haag), rytmagítarleikarinn
George Young (fæddur 6. nóv.
1947 1 Glasgow), bassagitar-
leikarinn Dick Diamonde (Ric-
hard Vandersluys, fæddur 28.
desember 1947 í Hilversum) og
trommuleikarinn Tony CahiII
(fæddur 16. ágúst 1946 i Liver-
pool)
Duane Eddy
er fæddur 26. apríl 1938 i Cor-
ning í New York. Hann var
upphafsmaður sérstaks gitar-
stíls eftir 1960. Hann notaði
helzt djúpu nóturnar á hljóð-
færinu, og hið svo nefnda
„twangy“-hljóð lians hefur
selt yfir 30 milljónir platna.
Vinsælustu lögin voru Rebel
Rouser, Peter Gunn, Because
they’re young og Guitar Man.
Eddy framleiddi liinn mikið
stælda bakgrunn á plötu Nancy
Sinatra, Boots.