Æskan - 01.02.1971, Side 66
V.
Galdrar
RÆNINGJARNIR FJÓRIR
Taktu alla gosana úr spil-
unum og haltu á þeim i annarri
hendi, eins og sézt á myndinni.
Leggðu þá slðan ofan á stokk-
inn með bakhliðina upp. Á
meðan segir þú söguna af
ræningjunum fjórum. Þeir ætla
að ræna í ákveðnu húsi, en
húsið er spilastokkurinn. Fyrsti
ræninginn á að litast um 1
kjallaranum og athuga, hvort
nokkuð fémætt sé þar. Þá
stingur þú fyrsta spilinu ofan
af stokknum inn í stokkinn
hér um bil neðst. Ræningi nr.
2 gengur inn á fyrstu hæð, og
þú stingur spili ofan af stokkn-
um inn neðan miðju. Sá þriðji
fer upp á aðra hæð, og þú
stingur þriðja spilinu ofan af
stokknum ofarlega I stokkinn.
Fjórði ræninginn á að standa
á verði, og þú snýrð fjórða
spilinu ofan af stokknum við,
svo að allir sjái, að þar er slð-
asti gosinn. Allt I einu kallar
einn ræninginn, llklega sá, sem
er á verði, að menn séu að
koma. Og það er ekki að sök-
um að spyrja, allir hlaupa I
hnapp kringum þann, sem á
verði stendur. Síðan flettir þú
upp þremur næstu spilunum
ofan af stokknum, og eru þar
komnir allir gosarnir eða ræn-
ingjarnir. Hvernig má það
verða?
Ráðning I næsta blaði.
1. A kistubotninum kemur ýmislegt skritið í ljós. Gömul tvöföld harmonika með
rifinn bclg, aflangur flatur kassi með einum streng. Þrúður skoðar kassann í
krók og kring. „Hvað skyldi jietta vera'?“ segir hún. „Þetta hlýtur að vera lang-
spil,“ svarar Þrándur. „Þið getið sjálf verið langspil," ^egir Bjössi lilæjandi.
„Þetta er ábyggilega eitthvert sálmaspil!“ — 2. I»arna jjramma ]>au öll af stað,
hvert með sitt hljóðfæri. „Nú veit ég, hvað við gerum/‘ segir Þrúður. „Við gcr-
umst götuspilarar!“ Þetta er samjjykkt i einu hljóði. — 3. Þau hafa ekki lengi
gengið, er j>au heyra mannamál, og ]>cgar ]>au koma ðt úr skóginum, hiasir við
]>eim vatn eitt, og á hökkum þess er margt fólk í tjöldum, gestir frá borginni
að njóta sólar og haða sig. „Eigum við að þora að fara þangað?" segir Bjössi.
„Já, já,“ anzar Þrándur, „ég held þeim veiti ekki af dálitilli tilhreytni frá þessu
útvarpsgargi!“ — 4. Þegar þau koma niður á ströndina, hópast krakkarnir strax
utan um þessa skringilegu ]>renningu. „Verður grímuball núna?“ kaliar einn
krakkinn. „Þetta er sko ekkert grimuball," svarar Bjössi móðgaður. „Við erum
konsert!“ „Ha, ha!“ Ailir skellihlæja. „Konsert — með gamlan grammófón,
harmonikugarm og ónýtt kassaspil!" — 5. En þrenningin tekur sér stöðu, Þránd-
ur drcgur upp fóninn og sctur plötu á, og hin tvö taka til að leika á sin liljóð-
færi. Bjössi rembist allt hvað af tekur við að ná einhverju liljóði úr harmoniku-
ræksninu og Þrúður sargar á langspilið allt hvað hún getur. Aldrei hafa heyrzt
önnur eins óhljóð, þetta likist mest kattaslag, og margir áheyrenda taka fyrir
eyrun! — 6. Fólkið veinar af hlátri, þegar Bjössi tekur ofan flosliattinn og
hneigir sig virðulega — og áður en Bjössi nær að setja hattinn upp aftur, rignir
yfir hann smápeningum. Það er ekki laust við, að sumir baðgestanna séu farnir
að halda, að þessi skringilega þrenning sé alvöruskopatriði, sem treður þarna
upp, og hlátrasköllunum og klappinu ætlar aldrei að linna. Bjössi hneigir sig
aftur og aftur, rétt eins og atvinnumaður i hringleikahúsi.
66