Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1979, Side 8

Æskan - 01.01.1979, Side 8
--"•i Jórunn Sörensen. Æskan er áttræö. Það er hár aldur á íslensku tímariti. En á Æskunni eru engin elli- mörk. Æskan er síung, fylgist vel með tímanum.og heldur auknum lesendahópi í æ kröfuharðara þjóðfélagi. En jafnframt heldur Æskan fast viö ýmsar gamlar venjur sínar og siði, þannig að þegar við sem fullorðin erum flettum Æskunni, þá þekkjum við hana aftur. Þetta er ekki á allra færi, en þetta gerir Æsk- an og vonandi verður það áfram þannig. Á þessu merkisafmæli vil ég færa Æskunni innilegar þakkir fyrir góðar greinar um dýr og dýravernd og meðferð dýra sem birst hafa í blaðinu. Því fleiri sem taka höndum saman við verndun dýranna, því betra, — því sterkari erum við dýravinirnir. Það er barn- anna að erfa landið og með því að þroska og fræða þau um dýrin og nauðsynlega verndun þeirra fáum við betri þjóðfélagsþegna á öllum sviðum þjóðlífsins. Æskunni sé heiður og þökk og megi hún halda áfram að koma út börnum til fróóleiks og þroska. Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfé- laga íslands. tíí Q) o V) Hí ISi Ég hef af og til verið lesandi Æskunnar þau þrjátíu ár, sem ég hef tekið þátt í lífsleiknum. Fyrst í sveitinni og síðan hér og þar, Nú hefur ung dóttir mín tekið við. Æskan er góður vinur og holl lesning. Ekki síst hef ég hlýjar taug- ar til þessa blaðs vegna þess, að um þriggja ára skeið var ég sendiherra í Ríkisprentsmiðj- unni Gutenberg, þar sem Grímur Engilberts, ritstjóri Æskunnar, var þá verkstjóri í minni deild, setjarasal. Grím- ur tók að sér í ólaunuðu aukastarfi að reyna að kenna mér mannasiði. Ég vissi að maðurinn hafði mikið að gera. Þegar vinnudegi okkar lauk var hann rétt að byrja. Þá tók ritstjórnin við. Það var hollt að kynnast Grími Engilberts. Það hefur ekki leynt sér, að Æskan hef- ur verið heppin með ritstjóra. Æskan er orðin áttatíu ára. Það er hár aldur og samt sér þess ekki merki. Elli kerling fellir ekki blað fyrir ungt fólk. Það er síungt. Krakkar gera mikið af því að semja sögur, yrkja Ijóð, festa hugðarefni sín á blað. Segja má, að það sé það eina sem ég hef sakn- Vilmundur Gylfason. að í Æskunni undanfarið: Það mætti vera meira efni frá ungu fólki. Ritsmíðar um allt milli himins og jarðar. Æskan má í enn ríkari mæli en veriö hefur, vera spegill ungrar kynslóðar á hverjum tíma. Þetta eru þó smámunir ein- ir. Æskan er gott blað. Hún verður hundrað ára eftir tutt- ugu ár og tvö hundruð ára hundrað árum þar í frá. Hún lifir okkur öll. Það þarf ekki annað en fletta blaðinu til þess að sannfærast um það. Ég óska Æskunni allra heilla á áttatíu ára afmælinu. Vilmundur Gylfason. Framhald & ■m Lilja Garðarsdóttir, Bíldu- dal, skrifar: Með þessum fáu línum ætla ég að færa blaðinu mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir allt þitt góða og skemmtilega efni, sem þú færir mér á hverri blaðsíðu þinni. Pabbi minn hefur keypt Æskuna í 33 ár og alltaf þótt hún skemmtileg. Edda Kristjánsdóttir, Dala- sýslu, skrifar: Ég hef svo lengi séð Æskuna, hérna á heimil- inu, því aö fyrst held ég að pabbi hafi keypt hana, síðan stóri bróðir minn og svo núna er það ég sjálf. Þakka þér innilega fyrir allar sögurnar, gáturnar og allar þínar góðu myndasögur og myndir. 6

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.