Æskan - 01.01.1979, Page 12
skólpið var látið renna í hann, enda var hann aldrei kall-
aður annað en „Skítalækurinn.'1
Svínahraun var mjög hættulegt yfirferðar. Margir
menn höfðu misstigið sig og borið þar beinin vegna þess
að enginn fann þá.
Dularfullur reykur liðaðist stundum upp frá hrauninu.
Ef einhver hefði rannsakað upptök reyksins þá hefði sá
hinn sami ekki séð neitt sem gat brunnið á yfirborði
jarðar. Upptökin voru í helli einum sem var fundarstaður
Töffarafélagsins, því drengirnir kveiktu alltaf bál til að
orna sér. Þrír félagar voru í Töffarafélaginu auk Kalla
feita og Nonna litla. Denni langi var frekastur þeirra enda
átti hann þýska mömmu. Mummi sterki var lífsreyndastur
þeirra félaga. Hann hafði misst pabba sinn í flugslysi fyrir
svo löngu að hann mundi ekkert eftir honum. Honum var
Svfnahraun og Vífllsstaðaspítall í baksýn.
v,
alveg sama því mamma hans hafði gifst öðrum sem spil-1
aði í hljómsveit. Sá þriðji var mjög lítið áberandi enda frá
einhverjum stað úti á landi sem var með mjög skrýtið
nafn. Hann hét Kobbi og var svo mjór að hægt var að
telja rifbeinin í honum. Heima hjá Kobba borðuðu þau
bara rúgbrauð og súrmjólk svo það var engin furða að
hann væri svona mjór. Kalli feiti óskaði þess oft að hann
væri svona mjór, þó langaði hann ekki að vera alveg eins
og Kobbi. Pabbi Kobba hafði til dæmis aldrei verið í
Ameríku en það hafði pabbi Kalla hins vegar. Kalli
fæddist í Ameríku og hann montaði sig oft af því, sér-
staklega þegar Denni langi montaði sig af að eiga þýska |
mömmu.
Hellirinn sem var fundarstaður Töffarafélagsins var I
með löngum gangi sem þeir urða að skríða eTftir til að
komast í klefa sem náttúran hafði smíðað haglega úr
hraunsteypu. Nógu hátt var undir loft í klefanum til að |
hægt væri að standa uppréttur.
Flöktandi Ijós bálsins lýsti andlit piltunganna svo þeir |
litu út eins og kvikmyndastjörnur að því er þeim fannst.
— Strákar! byrjaði Kalli feiti og hélt síðan áfram: —
Við Nonni höfum fundið upp á dálitlu sniðugu. Við skul-
um búa til fleka.
— Fleka, apaði Kobbi eftir honum, — það væri ekki
svo vitlaust. Þrátt fyrir þessa truflun hélt Kalli ótrauður |
áfram.
— Það eins sem við þurfum eru spýtur, og ég er búinn
að fatta hvar við fáum þær, sagði Kalli og útskýröi ná-1
kvæmlega hvernig þeir ættu að ná hænsnakofanum
hennar Tittlinga-Stínu. Strákarnir voru í fyrstu dálítið
tregir að hætta sér í nálægð Tittlinga-Stínu, en þetta |
virtist ætla að veröa svolítið spennandi.
10