Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 13
Áöur en þeir slitu fundi fengu þeir sér að reykja. Þeir
reyktu reyndar ekki sígarettur eins og venja er, heldur
þurrkuð strá og njóla. Upphaflega höfðu þeir allir reykt,
en einn dag kom Nonni iitli íbygginn á fund.
— Pabbi se-egir að menn ge-eti fengið krabbamein af
að reykja strá, stamaði hann. (fyrstu hafði enginn trúað
honum, en þegar hann sagði að pabbi sinn væri for-
maður krabbameinsfélagsins, þá fóru sumir að efast um
hollustu stráreykinga. Kalli feiti byrjaði að reykja njóla, en
Kobbi og Nonni litli hættu alveg að reykja.
Kvöldið virtist aldrei ætla að líða. Sólin seig letilega
niður í hafið og haustmyrkrið skall á.
Fimm drengir sem hefðu átt að vera í fasta svefni
skriðu út um herbergisglugga sína og önduðu að sér
svölu næturloftinu. Klukkan var tvö eftir miðnætti, þegar
þeir hittust við hraunjaðarinn. Þeir töluðu ósjálfrátt í
hálfum hljóðum til að trufla ekki dauðaþögn næturinnar.
— Haldiði að Ti-tittlinga-Stí-stína sé ekki örugglega
sofnuð? stamaði Nonni litli. Hann hryllti ennþá svolítið
við tilhugsunina um að lenda í klónum á kerlingunni.
— Strákar! Við skulum læðast hérna yfir túnið og síð-
an skríða seinasta spölinn, sagði Kalli án þess að hirða
um seinustu athugasemd Nonna.
Kofi Tittlinga-Stínu lá dálítið frá hraunjaðrinum. Strák-
arnir fóru hljóölega yfir stórt tún þar til þeir stóðu hjá
hænsnakofanum. Kobbi var sá eini sem var með hamar
og hann byrjaði að rífa kofann sundur.
Skyndilega heyrðist illilegt hvæs í ketti sem stökk til
jarðar frá kofa Tittlinga-Stínu. Drengjunum dauðbrá og
þeir stirðnuðu upp, þar til þeir sáu að þetta var aðeins
stór, hvítur köttur sem var að gera þarfir sínar.
Ein hlið kofans var alveg komin úr og lyktin frá
hænsnaskítnum var að gera út af við.drengina.
— Hvaða skítafýla er þetta? spurði Mummi.
— Nú, þetta er skítafýla, fífliö þitt, svaraði Kalli snöggt
og bætti við níðingslega: Og steinhaltu svo kjafti!
Kobbi stóð í einhverju basli.
— Þetta stendur allt fast, strákar. Hænsnaskíturinn
límir þetta allt saman, sagði Kobbi vandræðalega. Hon-
um hafði ekki tekist að ná einni einustu spýtu úr hinum
hliðum kofans.
Nú voru góð ráð dýr. Denni langi og Mummi sterki vildu
spreyta sig á að rífa kofann. Þeir þjösnuðust eins og óðir
menn með miklum hávaða og bægslagangi. Þeim tókst
loks að vekja Tittlinga-Stínu með öllum gauraganginum.
Hún kom hlaupandi út með hárið út í allar áttir, klædd í
slitinn náttkjól og ægileg ásýndum.
— Varið ykkur! öskraði Kalli. Þrír drengjanna flúðu í
áttina að hrauninu eins og skrattinn væri á hælunum á
Vífllsstaðavatn.
þeim. Mummi og Denni voru alltof uppteknir við niður-
rifsstarfsemi sína til að heyra viðvörunaróp Kalla.
Kalli feiti, Nonni litli og Kobbi voru að springa af mæði
þegar þeir lágu loks öruggir Maut í hrauninu. Þá upp-
götvuðu þeir sér til skelfingar að Denna og Mumma
vantaði.
— Hva-að skyldi mamma þeirra se-segja ef Tittlinga-
Stí-stína drepu-ur þá, stundi Nonni svartsýnn.
— Hún gæti varla drepið þá, lagði Kobbi til málanna.
Þá yrði hún sett í fangelsi.
— Hvað eigum við að segja við pabba okkar og
mömmu á morgun þegar þau frétta hvarf Denna og
Mumma?spurði Kobbi alvarlegur.
Þetta voru óþarfa áhyggjur, því rétt í þessu röltu
Mummi og Denni niður túnið eins og ekkert hefði í skor-
ist. Kobbi kom fyrstur auga á þá.
— Strákar! Sjáið þið það sem ég sé? sagði hann
glaður.
— Þeir eru ennþá lifandi, sagði Nonni litli og létti
mikið.
— Djöfulsins aumingjar getið þið verið að hlaupa
svona burt, sagði Denni langi gremjulega og bætti við til
að stríða þeim: — Þið eruð eins og hræddar rollur.
Vífilsstaðavatn séð frá Gunnhlldi.
11