Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 25
ÆSKAN
íj 'm í/jjjjj 'jmi
HVERNIG VEX
MANNESKJAN?
Allir lifandi hlutir vaxa á einhvern
Ihátt, að stærð og ummáli, og þeir
I vaxa að viti og þekkingu.
Allar lifandi verur fæðast með þeirri
lorku sem ákveður vöxt þeirra. Þessi
orka nefnist erfðaeiginleikar. Öll dýr,
þar á meðal manneskjan, hafa
ákveðin „þroskastig". Fyrst er maður
fóstur (ófæddur) síðan nýfæddur,
næst er maður barn, síðan unglingur,
þar næst fullvaxinn og loks verður
I maður gamall.
Sumar verur sem fæðast hafa tæp-
I lega barnæsku. Það eru til fuglar sem
| geta flogið strax þegar þeir koma úr
egginu. Marsvín er sjálfbjarga þremur
I dögum eftir fæðinguna. Manneskjan
[ er hins vegar varla fullþroska fyrr en
um 20 ára aldur.
Barnið hefur í sér strax við fæðingu
I allar þær taugafrumur sem það notar
| á æviskeiði sínu — heilafrumur,
mænufrumur og frumurnar í öllum
| öðrum hlutum líkamans. Taugaþræð-
irnir sem tengja allar þessar frumur
hverja við aðra vaxa stöðugt og verðá
þannig til þess að manneskjan fær
meira vald á hreyfingum sínum,
möguleikum til þess að læra, og gera
1 annað sem hún lætur af sér leiða.
Allar manneskjur vaxa þannig eftir
einni og sömu reglu, en vaxtarhraði
og vaxtarþroski þeirra getur orðið
mjög breytilegur.
Líkamsvöxturinn er hraðari fyrstu
vikur lífsins en á nokkru öðru timabili
ævinnar. Á fyrsta ári dregur úr hon-
um, alla barnæskuna er hann nokk-
urn veginn jafn, en eykst svo aftur
mjög snögglega.
Hvað stúlkubörnum viðvíkur hefst
þetta venjulega um 11 — 13 ára aldur,
u-
-4-
M
FF
Vaxtarlína manneskjunnar á tímabilinu 0— 25 ár.
en hjá drengjum um 12— 14 ára. Á því
tímabili vöxum við ákaflega hratt, en
síðan fer vaxtarhraðinn að verða
jafnari, þar til við vöxum ekki meira á
hæðina. Þegar maðurinn hefur náð
þessu marki líkamlega er hann ,,full-
vaxinn“. Það hindrar þó ekki að hann
vaxi á ,,hina hliðina" það er að segja,
verði feitari.
HVERNIG MELTUM
VIÐ FÆÐUNA?
Það er ekki nóg að láta matinn upp í
sig og renna honum niður. Maturinn
verður einnig að breytast svo að lík-
aminn geti notið hans, og það skeður
þ—^
við þá aögerð sem við nefnum „rnelt-
ingu“.
Meltingin hefst með því að láta mat í
munninn, tyggja og renna niður í
meltingargöngin sem teygjast nióur
allan bolinn í mismunandi stigum,
sem vinna hvert sitt hlutverk. Fyrst eftir
munninn fer matur og loft niður
„kverkarnar" í „vélindað" og niður í
„magann". Næsti hluti af meltingar-
göngunum er „skeifugörnin" sem er
raunverulega aðeins fyrsti hluti af
7—8 metra löngum „smáþörmum"
síðan „ristillinn" og loks „endaþarm-
ur“.
Á þessari löngu meltingarleið
skeður í stuttu máli þetta: Eftir að
matur hefur verið tugginn og að
nokkru uppbleyttur í munninum fer
hann í magann þar sem aðal melting-
5-9 timer
9 24 timer
1. Munnvatnskirtlar. 2. Vélinda. 3. Galiblaðra. 4. Lifur. 5. Skeifugörn. 6. Ristill. 7. Smá-
þarmar. 8. Botnlangi. 9. Endaþarmur. 10. Miltað. 11. Magakirtill. 12. Maginn.
23