Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 29
Sonur ekkjunnar
29. Ekki gekk það betur í hesthúsinu. Þegar
hestasveinninn sá hárkollu stráksins fór hann að
fussa og sveia. ,,Farðu heldur til garðyrkjumanns-
ins," sagði hann. ,,Mér sýnist þú hæfilegur til þess
að vera við moldarvinnu." Strákur gerði sem hann
sagði.
31. Þegar strákur hafði verið þarna nokkurn tíma
bar svo við, að kóngsdóttirin sá hann úr glugganum
sínum, þar sem hann var að þvo sér og hafði því lagt
hárkolluna til hliðar. Henni fannst hann vera sá
fríðasti sveinn, sem hún hafði augum litið.
30. Loksins fékk hann verk að vinna hjá garð-
yrkjumeistara kóngs. Þó var það svo, að hann varð
að sofa undir stiganum, sem lá upp í garðhúsið.
Hann bjó sér þar hvílu úr mosa.
32. Kóngsdóttirin spurði garðyrkjumeistarann,
hvers vegna strákurinn svæfi þarna úti undir
tröppunum. Garðyrkjumeistarinn sagði sem var, að
strákurinn væri með svo Ijóta hárkollu, að enginn
vjldi hafa hann hjá sér í herbergi. ,,Lofið honum þá
að sofa utan við dyrnar hjá mér," sagði kóngsdóttir.
Texti: Johannes Farestveit. — Teikn.: Solveig M. Sanden.