Æskan - 01.01.1979, Side 31
Hans og Gréta
Jafnskjótt og maðurinn var
kominn úr augsýn byrjaði
mamman að skamma börnin.
Hún kleip Hans í eyrað og
togaði í fléttuna á Grétu og
sagði þeim að snauta út í
skóg og reyna að útvega sér
mat. Hún var nefnilega ekki
mamma þeirra, og hungrið
hafði gert hana vonda.
brauðbita og undanrennu-
'ögg í staöinn fyrir morgun-
yerð, hádegismat og kvöld-
verð.
Um kvöldið var maðurinn
^hyggjufullur, vegna þess að
hann vissi ekki, hvernig hann
átti að fá mat handa fjölskyldu
sinni. ,,Vertu rólegur, vinur
Hans og Gréta urðu yfir-
komin af harmi, en þegar þau
höfðu grátið dálitla stund sá
Hans að þetta dugði ekki.
,,Mér finnst, að við ættum líka
að fara niður í sveitina og
biðja um eitthvað ætilegt,"
sagði hann. Það gerðu þau,
en bændurnir hristu bara
hryggir höfuðið og sögðu:
minn," sagði kona hans. ,,í
fyrramálið förum við með
börnin út í skóg og skiljum
þau þar eftir. Þá verður tveim
rnunnum færra að seðja.“
„En hvernig gætum við
fengið af okkur að skilja Hans
og Grétu eftir úti í skógi?"
sagði faðir þeirra undrandi.
„Vitið þið ekki, að það geisar
sjö ára hallæri?"
En það hafði gengið betur
hjá föðurnum en hjá börnun-
um. Hann hafði fengið brauð-
hleif og könnu af undan-
rennu. Hann skipti brauðinu í
fjóra hluta og skiptr undan-
rennunni jafnt á milli þeirra.
En þau gátu ekki að sér gert
Maðurinn reyndi að mót-
mæla, því honum þótti vænst
um Hans og Grétu af öllu, sem
hann átti í þessum heimi. En
þegar honum var hugsað til
þess, hve stjúpa þeirra var
vond við þau, áleit hann, að
þau myndu kannski bjarga
sér sjálf.
að hugsa um, hvernig brauð
með smjöri var á bragðið og
hvað góð og fiturík mjólk var
góð.
Konan hugsaði ekki um
annað en, að ef börnin væru
ekki, þá hefðu þau hjónin
fengið helmingi meira og
þeim hefði ekki veitt af því.
Það er ekki mikið að fá þurran
„Annaðhvort myndu þau
deyja úr hungri eða verða
villidýrum að bráð."
„Amlóði," hvæsti konan.
„Krakkarnir geta séð um sig
sjálfir. Það verður eins og ég
hef sagt.“
Þeir eru margir lesendur ÆSKUNNAR, sem á þessum
tímamótum minnast hennar með þakklæti, fyrir ailar sög-
urnar, Ijóðin, myndirnar, gáturnar, þrautirnar o. fi. sem hún
hefur flutt í 80 ár. Lesendur skulu á það minntir, að besta
afmælisgjöfin, sem þeir geta fært ÆSKUNNI, er að fjölga
kaupendum og vera vakandi um að senda blaðinu gott efni
og myndir.
25