Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 34
íslensk frímerki 1978
8. mars var útgáfudagur
fyrstu tveggja frímerkjanna,
er komu út á árinu 1978. Voru
þau úr flokknum „Merkir ís-
lendingar" og voru myndir
þær, sem prýddu þau, af Þor-
valdi Thoroddsen prófessor
og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur,
ritstjóra og bæjarfulltrúa. Um
þau segir svo í kynningarbréfi
Póst- og símamálastofnunar-
innar:
Bríet Bjarnhéðinsdóttir,
fædd 27. september 1856, var
brautryðjandinn í réttinda-
baráttu kvenna á Islandi.
Árið 1885 skrifaði hún fyrst
íslenskra kvenna blaðagrein
og hélt opinberan fyrirlestur
1887 um menntun og réttindi
kvenna.
Menntun kvenna var henni
hugleikin, sjálf var hún einn
vetur í kvennaskóla, aðrir
skólar voru konum lokaðir á
19. öld.
Lög um jafnan rétt kvenna
og karla til náms og embætta
voru sett 1911 fyrir atbeina
Bríetar.
Hún var heimiliskennari í
nokkur ár en fluttist síðan til
Reykjavíkur.
Hún stóð að stofnun Hins
íslenska kvenfélags 1894 en á
stefnuskrá þess voru rétt-
indamál kvenna og háskóla-
stofnun. Enn fremur stóð hún
aö stofnun Blaðamannafé-
lags íslands 1897 og Verka-
kvennafélagsins Framsókn
(fyrsta stéttarfélag kvenna)
1914.
1906 var hún boðin sem
áheyrnarfulltrúi á þing al-
þjóðasambands kvenna (Int-
ernational Alliance of Wo-
men) í Kaupmannahöfn og
var skorað á hana að stofna
aðildarfélag á íslandi. 1907
stofnaði hún Kvenréttindafé-
lag íslands og var formaóur
þess í 20 ár.
Þegar konur hlutu kosn-
inga- og kjörgengisrétt til
sveitarstjórna 1908 var hún
kjörin bæjarfulltrúi í Reykjavík
og var það í 10 ár. Hún sat um
tíma í skólanefnd og vega-
nefnd og hún var kjörin vara-
þingmaður við landskjör
1916. Stofnandi og ritstjóri
Kvennablaðsins 1895 og gaf
það út í 25 ár.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
barðist ótrauð alla tíð fyrir
kosningarétti, kjörgengi og
jöfnum rétti kvenna til mennt-
unar og starfa á borð við
karla.
Hún andaðist í Reykjavík
1940.
Þorvaldur Thoroddsen
fæddist 6. júní 1855 í Flatey á
Breiðafirði, en ólst upp í
Reykjavík frá unglingsaldri.
Stundaði þar nám og varð
stúdent 1875 en fór síðan til
Kaupmannahafnar og las
náttúrufræði við háskólann
þar til 1880. Hann tók þátt í
náttúru- og eldgosarann-
sóknaleiðangri próf. F.
Johnstrups til Dyngjufjalla og
á Mývatnsöræfum sumarið
1876. Kennari við Möðru-
vallaskóla var hann um tíma
og síðan við framhaldsnám í
Leipzig veturinn 1884— 1885.
Þá kenndi hann við Lærða
skólann í Reykjavík um nokk-
urra ára skeið en dvaldist frá
1895 í Kaupmannahöfn. Á
tímabilinu 1882—1898 ferð-
aðist hann flest sumur um fs-
land við alhliða rannsóknir á
landinu og ritaði fjölmargar
greinar um þær rannsóknir í
íslensk og erlend tímarit og
stór ritverk að auki, svo sem
Ferðabók og Lýsing íslands,
hvort um sig í fjórum bindum.
Þorvaldur Thoroddsen var í
ýmsum landfræðifélögum og
vísindafélögum víða um heim
og var kjörinn heiðursfélagi í
þeim mörgum og hlaut jafnan
margvísleg heiðursverðlaun
og viðurkenningu fyrir vís-
indastörf sín. Prófessor að
nafnbót við háskólann í
Kaupmannahöfn varð hann
árið 1902 og heiðursprófess-
or við Háskóla íslands 1921.
Hann sat í hinni alþjóðlegu
jöklanefnd frá 1897 og hinni
alþjóðlegu jarðskjálftanefnd
frá 1899 til dauðadags 1921.
Hærra verðgildið, eða 60
aura merkið, mun nú vera
uppselt hjá pósthúsunum.
Þá er að geta næstu útgáfu
(No. 177) frímerkja á árinu
1978, en það voru „Evrópu-
merkin“ svonefndu. Myndir
þeirra merkja, — en þau voru
tvö — voru af merkisbygg-
ingum, og verðgildi þeirra 80
og 120 krónur.
Á frímerkinu með lægra
verðgildinu er mynd af Við-
eyjarstofu, en Húsavíkurkirkja
prýðir hitt merkið.
Viðeyjarstofa var byggð á
árunum 1752—54. Hún var
byggð að frumkvæði Skúla
28