Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Síða 40

Æskan - 01.01.1979, Síða 40
hann skipshöfninni. Engum leið eins illa og Jane, því nú bættist á allar hörmungar hennar það, að hún gat enga von gert sér um að geta leitað uppi son sinn eða linað þjáningar hans, sem hún hugsaði sér hinar ógurlegustu. í ltálfan mánuð starfaði hver að því verki, er honum hafði verið fengið. Daglega var vörður haldinn frá morgni til kvölds á hæð einni skammt frá búðunum. Þar var hlaðinn hár viðarköstur, sem kveikja mátti í á svipstundu, og á stöng einni blakti neyðarmerki, gert úr rauðri milliskyrtu stýrimannsins. En aldrei sást móta fyrir segli eða reyk á hafsbtún, hversu lengi sem starað var. Loksins stakk Tarzan upp á því, að smíðaður yrði bátur, sem gæti flutt þau aftur til meginlands- ins. Hann gat kennt þeim að smíða verkfæri, og þegar sjó- mennirnir voru búnir að hugsa málið, tóku þeir ákafir til starfa. Er lengra leiö, og verkið gerðist seinunnið, tóku sjó- mennirnir að nöldra og rífast innbyrðis, og bættist þannig ein hættan enn ofan á alla aðra erfiðleika. Tarzan óttaðist nú enn meira að skilja Jane eftir meðal sjómannanna, en hann hlaut að veiða, því enginn var eins öruggur veiðimaður og hann. Stundum var Mugambi á veiðum með honum, en örvar og spjót svertingjans jöfnuðust aldrei á við reipi og hníf Tarzans. Kæra Æska! Mínar innilegustu þakkir sendi ég Æskunni og Flugleiðum fyrir ógleymanlega ferð til Parísar 1/7—3/7. Ennfremur er þakklæti til Sveins Sæmundssonar og frúar og Gríms Engil- berts fyrir góða samveru, og ekki má gleyma ferðafélaga mínum Hólmfríði Grímsdóttur, sem fær bestu þakkir fyrir góða viðkynningu. Gyða Björg Jónsdóttir, Seljaiandsvegi 69, Isafirði. Loksins tóku sjómennirnir að svíkjast um verk sitt og fóru saman tveir og tveir á veiðar. Allan þenna tíma hafði ekkert sést til dýranna úr búðunum, þótt Tarzan hefði stundum mætt þeim í skóginum, er hann var á veiðum. Um sama leyti og sundrungin hélt innreið sína í búðir skipbrotsmannanna á austurströnd eyjarinnar risu upp aðrar búðir á norðurströndinni. Þar lá lítil skonnorta, Cowrie, í vík einni. Þilfar hennar hafði fáum dögum áður litast rautt af blóði skipstjórnenda og fylgismanna þeirra, því ógæfan hafði skollið yfir Cowrie, er slikir menn sem Gústaf og Momulla og erkifanturinn Kai Shang höfðu ráðist á skipið. Alls voru þeir tíu, afhrök Suðurhafshafnanna, en Gústaf og Momulla og Kai Shang voru heilinn og vitið í hópnum. Þeir höfðu komið uppreisninni af stað til þess að ná í perlurnar, sem skipið flutti. Kai Shang hafði drepið skipstjórann sofandi, og Momulla hafði stýrt árásinni á stýrimanninn, sem á verði var. Sam- kvæmt venju sinni hafði Gústaf komið því á hina að taka þátt í manndrápunum. Ekki vegna þess, að hann væri á móti þeim, nema hvað snerti öryggi hans eigin persónu. Það er alltaf dálítil lífshætta í svona fyrirtæki, því oftast selja menn lífið eins dýrt og unnt er. Stundum leikur jafnvel vafi á, hvor bera muni sigur af hólmi, og einmitt það gerði Gústaf gætinn. En þegar verkið var unnið, vildi Svíinn fá æðstu völd meðal morðingjanna. Svo langt hafði hann jafnvel gengið að hrifsa til sin og nota ýmsa muni skipstjórans, — þá muni, er báru með sér merki um völd. Kai Shang var gramur. Hann elskaði enga yfirdrottnun, og síst af öllu vildi hann hlíta yfirráðum óbreytts, sænsk sjó- manns. Undirrót óánægju var því þegar til meðal uppreisnar- mannanna af Cowrie, er þeir lentu á norðurströnd Markeyjar. En Kai Shang sá, að hann varð að fara gætilega, því Gústaf var eini maðurinn í hópnum, sem kunni nægilega mikið í siglingafræði til þess að koma skipinu suður fyrir Höfða og á kunnari slóðir, þar sem hægt væri að selja þýfið án þess, að spurt væri urn uppruna þess. Daginn áður, en þeir sáu Markev og fundu höfnina, sem Cowrie lá nú á, hafði varð- ntaðurinn séð reyk og siglutré á herskipi í suðri. Þá langaði síst til þess að hitta hermenn og svara spurningum þeirra, svo þeir fóru í felur nokkra daga. meðan hættan var að líða hjá. Og nú vildi Gústaf ekki leggja á hafið aftur. Enginn gat sagt, nema skipið væri að leita þeirra, sagði hann. Kai Shang benti á. að slikt gæti ekki verið, því enginn nema þeir vissi hvað skeð hefði á skipi þeirra. En Gústaf lét sig ekki. I illum heila hans þróaöist ráð til þess að auka sinn hiut í þýfinu um helming að minnsta kosti. Hann einn gat siglt skipinu; þess vegna gátu hinir ekki komist frá eynni án hans; en hvað var því til fyrirstöðu, að Gústaf gæti fengið hæfilega ntarga menn nteð sér og mannað skonnortuna

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.