Æskan - 01.01.1981, Qupperneq 11
annað. Margir fullorðnir eru hins vegar feimnir og úrræða-
lausir. Þeir sitja hver á móti öðrum í vagni eða lest án þess að
hafa hugmynd um hvað þeir eiga að segja."
..Og svo fá þeir sér áfengi til að fríska sig upp," sagði Óli
snöggt."
..Já, ég hef einmitt oft séð það í sjónvarþinu," sagði Anna.
..Já, þetta er alveg rétt hjá ykkur. En þannig ætti það alls ekki
að vera," sagði amma reiðilega. ,,Þeir ættu heldur að hafa vit á
Þvíað kenna fólki að tala saman."
..Þetta hlýtur að vera gabbi, — líklega um það bil viku gam-
a|l.“ sagði Óli.
..En nvaö nann er fallegur," sagöi Anna. ,,Og hvaö nann lítur
fyrir að vera prúður og góður."
..Já, hann hefur alltaf verið það. Og ég vona að það verði
aldrei nein breyting á því."
..Hann er það oftast," sagði Óli, — ,,þó ekki þegar hann er að
Þusa við mig um lexíurnar mínar. Þá er hann ekki neitt feiminn
Þó að hann sé fullorðinn."
Anna hélt áfram að fletta stóru myndabókinni.
Hugsa sér að til skuli vera svona margir og ólíkir menn," sagði
hán- ,,Allir gjörólíkir, — og allir giftast ólíkum persónum og
eyöa ævinni á mismunandi hátt. Er það ekki furðulegt?"
..Jú víst er það, vina mín," sagði amma. ,,Og það eigum við
aö muna þegar við tölum við aðra. Engir tveir eru eins. Og allir
e|ga við sín vandamál að stríða. Og hver og einn hefur þann rétt
aö vera dæmdur af sínum eigin athöfnum, — ef þið skiljið hvað
ég á við."
ÓH leit til Önnu — en Anna kinkaði kolli.
..Og jafnframt erum vió einnig á margan hátt lík," sagði hún.
"^ið viljum eiga einhverja sem okkur þykir vænt um. Og við
viljum að einhverjum þyki vænt um okkur."
..Og allir mundu áreiðanlega vilja eiga eins ömmu og við,"
sagði Oli. ,,Áttu annars nokkra saft eftir handa okkur núna?"
Amma kinkaði kolli og klappaði á kinn Óla. Því næst gekk hún
fram í eldhúsið.
8. kafli
Októberkvöld
,,En hvað það er gott að við eigum þig, amma," sagði Óli og
faðmaði hana að sér. ,,Hver hefði annars getað hugsað svona
vel um okkur?"
,,0-o, þið hefðuð áreiðanlega getað fundið einhvern," sagði
amma.
,,Engan sem jafnast á við þig," sagði Óli.
,,lnnan skamms kemur sá tími að enginn þarf að gæta ykk-
ar," sagði amma. ,,Þið eruð bæði að verða svo stórog dugleg."
,,Raunar hefðir þú nú ekki heldur þurft að koma til okkar
núna ef ekkert hefði komið fyrir," sagði Óli. ,,En Anna varð svo
hrædd eftir það sem gerðist í hinum stigaganginum."
,,En við þurfum ekki að tala neitt meira um það núna," sagði
Anna.
,,Ég skal segja þér þaö seinna, amma, þegar Anna er að lesa
lexíurnar sínar," sagði Óli..En það var eiturlyfja-neytandi,
amma."
Það var óttasvipur á andliti Önnu og amma tók hana um
stund í faðm sinn.
,,Svona, svona, vinan mín litla," sagði hún. ,,Þú ert líklega
eins tilfinninganæm og hann afi þinn. ,,Já, því gæti ég best
trúaó."
,,Hvað er eiturlyf?" spurði Óli. Þegar byrjað var að tala um
eitthvað vildi hann alltaf fá nánari upplýsingar, fá að vita meira.
,,Ég veit raunar ekki mikið um það, börnin mín, því að þau
þekktust ekki í mínu ungdæmi og þess vegna talaði enginn um
þau. En ég sá nýlega í fréttablaði að notkun þessara eiturlyfja,
— eða fíkniefna eins og flestir nefna þau, — er orðin mikið
vandamál meðal ungs fólks víða á Norðurlöndum, einkum þó í
ÆSKAN — Æskan vill vera sjálfri sér trú. Hafna áfengi og tóbaki
9