Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 36

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 36
 ýyM. Skák Taf 1 í f ornum sög’um Af fornum sögum sést víða, að tafl hefur borist til íslands snemma og er að finna frásagnir um taflmennsku á ýmsum stöðum í fornum sögum. V«rða hér birtar þrjár slíkar tiivitnanir, úr Völuspá, Sturlungu og Heims- kringlu. í Völuspá segir frá vellíðan ása og til marks um sælu þeirra er sagt svo: Tefldu í túni, teitir váru, var þeim vettergis vant ór gulli, uns þrjár kvámu þursa meyjar ámáttkar mjök ór Jötunheimum. ( Sturlungu, nánar tiltekið Þorgilsar sögu skarða segir og frá tafli og af þeirri frásögn og svo hinni sem úr Heimskringlu er tekin sést, að skák- menn voru ekki sáttari við að leika af sér ellegar tapa en nú og lyktar stundum með líkamsmeiðingum eða jafnvel manndrápi. ,,Sá atburður varð þar að þá skildi á um tafl, Þorgils Böðvarsson og Sám Magnússon, frænda Gissurar. Vildi Sámur bera aftur riddara, er hann hafði teflt í uppnám, en Þorgils lét því ekki ná. Mæltust þeir þá við heldur stuttlega. Þá lagði til Markús Marðar- son, að aftur skyldi bera riddarann. ,,Ok látit ykkur eigi á skilja um tafl." Þorgils sagðist ekki fyrir hans orð mundu gera ok svarfaði taflinu ok lék í punginn og stóð upp ok laust við eyra Sámi, svá at blæddi." Önnur lítrík frásaga með enn stór- brotnari afleiðingum er í Heims- rkinglu, í Ólafs sögu helga og segir þar frá því er Knútur Danakonungur og Engla fer í veislu til Úlfs jarls mágs síns. Svo segir þar: „Knútr konungr reið upp til Hróis- keldu dag hinn næsta fyrir Mikjáls- messu ok með honum sveit mikil manna. En þar hafði gört veislu í móti honum Úlfr jarl, mágr hans. Veitti jarl allkappsamliga ok var allkátr. Kon- ungr var fámúlugr ok heldur ófrýnn. Jarl orti orða á hann ok leitaði þeirra mála enda er hann vænti at konungi myndi best þykkja. Konungr svarar fá. Þá spurði jarl, ef hann vildi leika at skáktafli. (Að líkindum hefur þarna verið átt við svokallað hneftafl, þar sem ósennilegt þykir, að manntafl hafi verið teflt á Norðurlöndum eða Englandi um þessar mundir). Tóku þeir þá skáktaflit ok léku ... En er þeir léku at skáktafli, Knútr konungr og Úlfr jarl, þá lék konungr fingrbrjót mikinn (glapleik) þá skækði (forn þát. af skáka) jarl af honum riddara. Kon- ungr bar aptr tafl hans og segir, at hann skyldi annat leika. Jarl reiddisk ok skaut niðr taflborðinu, stóð upp ok gekk í brot. Konungr mælti: „Rennr þú nú, Úlfrinn ragi." Jarl snöri aptr við dyrrin ok mælti: „Lengra myndir þú renna í Ánni helgu, ef þú kvæmir því við. Kallaðir þú eigi þá Úlf inn raga, er ek lagða til hjálpar þér, er Svíar börðu þig sem hunda." En eigi vill Knútr una þessum málalokum og segir frá því, að um morguninn er konungur klæddist skipaði hann skósveini sínum að fara að jarli og drepa hann og urðu mála- lyktir þær, sem konungur bauð. Litli veiðimaðurinn. Skrytlur. u — Ég heiti Buffaló Bill og á heima í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.