Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1981, Page 41

Æskan - 01.01.1981, Page 41
PÉTURSKIRKJAN I RÓMABORG 1 Péturskirkjan í Rómaborg er stærsta kirkja í heimi, rúmar 54.000 manna. Hún var 120 ár í smíðum og kost- aði um 190 milljónir króna. Það er sagt, að háaltarið, sem er í miðri kirkjunni, sé yfir leiði Péturs postula, og við hann er kirkjan kennd. Konstantín mikli lét fyrstur reisa kirkju á þessum stað, en hornsteinn kirkju þeirrar, sem nú er þar, var lagður á dögum Júlíusar II., 18. apríl 1506, og var þá byrjað á byggingunni eftir uppdráttum Bramantes byggingameistara. Eftir dauða hans, 1514, sáu þeir Raffael, Sangallo og Peruzzi um smíðið, en því miðaði lítið áfram. Árin 1546—64 var Michelangelo yfir- smiðurinn, og turnhvelfingin mikla var gerð eftir hans uppdráttum, og smíði hennar lokið 1590. Páll IV. páfi breytti nokkuð uppdráttum Bramantes, og 18. nóvember 1626 var kirkjusmíðinni lokið, og vígði þá Úrban II hana. Kirkjan var fyrst byggð í lögun eins og grískur kross, jafnarmaður, en seinna var einn armurinn lengdur, svo að nú lítur hún út eins og rómverskur kross, sem allir kannast við, og þykir það óprýða hana. Hún er að innanmáli 187 metrar að lengd, en þverálman eða breiddin er 137 metrar. Hæðin á sjálfri kirkjunni er 46 metrar, en hæðin efst upp í turnhvelfinguna er 127 metrar. Hvelfingin hvílir á fjórum afarmiklum fimm- strendum súlum. I kirkjunni eru ósköpin öll af fögrum minnismerkjum, dýrðlinga-standmyndum úr marmara, málverkum o. s. frv. Þar eru standmyndir af páfunum flestum, eftir ýmsa fræga myndhöggvara, og þar á meðal marmaramynd af Piusi VII., eftir íslendinginn Albert Thorvaldsen. — Það er sagt, að smíði Péturskirkjunnar hafi orðið óbeinlínis orsök til siðbótarinnar. Leo X. páfi fann sem sé upp á því að selja syndakvittanir um allan Péturskirkjan í Rómaborg hinn kristna heim, til þess að afla fjár til kirkjubyggingar- innar; en þessi syndakvittunarsala varð orsök upp- reisnar þeirrar, sem Lúther hóf gegn páfavaldinu. — Fyrir framan Péturskirkjuna er eitt hið fegursta og merkilegasta torg Rómaborgar, Péturstorgið (Piazza de San Pietro). Það er sporbaugslagað, 273 og 240 metrar. Á miðju torginu stendur broddsúla (óbeliski), 25'/2 metri á hæð, ein af hinum nafnkunnu steinsúlum frá fornöld Egyptalands. Þar eru og gosbrunnar tveir, mjög merki- legir. Með fram torginu beggja vegna eru súlnagöng, er meistarinn Bernini gerði 1667. Áföst við Péturskirkjuna er páfahöllin, og sést ofurlítið á hana og súlnagöngin hægra megin á myndinni. áöur segir mun gilda krónur til áramótanna 1980 —’81, en aura eftir að komið er árið 1981. Hinn 8. júlí 1980 sér svo út- 9áfa no. 193 dagsins Ijós. Það er marglitt frímerki, teiknað af bresti Magnússyni, og að verðgiidi 120 (kr. til ársloka, aurar eftir áramót). — Stærð- 'n er 26 x 33,6 mm og prentað er það í Frakklandi með s. k. bjúpprentun. — Þetta er út- 9afa til minningar um ,,ár frésins” og myndin á þessu merki er af reyniviðargrein með þerjaklasa. Ár trésins 1980. Þegar ís- land var numið var það víðast vaxið birkiskógi sem síðan eyddist vegna búsetu og ^arðnandi árferðis. í kjölfar þess hófst umfangsmikil jarð- vegseyðing. Um aldamótin síðustu hófust störf við að endurheimta töþuð land- gæði. Árið 1907 voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uþpblæstri lands. Síðan hafa tvær sjálfstæðar stofnanir, Skógrækt ríkisins og Land- græðsla ríkisins unnið að þessum störfum hlið við hlið. — Um 1930 eflist skóg- ræktarstarfsemin verulega, m. a. með stofnun Skóg- ræktarfélags íslands á Þing- völlum 1930 á þúsund ára minningarhátíð Alþingis á Is- landi. Skógræktarfélag ís- lands varð því 50 ára á s.l. ári. Að frumkvæði þess bundust 20 félög og stofnanir samtökum um að minnast þessa afmælis með því að efna til ,,árs trésins 1980". — Tilgangurinn er í fyrsta lagi sá aó vekja athygli á þeim árangri sem náðst hefur í trjá- og skógrækt á íslandi á þess- ari öld og leggja áherslu á margháttaða þýðingu trjá- gróðurs fyrir umhverfi manna til skjóls og þrýði. — Enn- fremur er leitast við að fá sem flesta til að taka þátt í skóg- og trjáræktarstörfum, — ein- . ................ staklinga til að planta trjám og fegra umhverfi sitt og félög og opinbera aðila til að fegra með trjárækt svæði við opin- berar byggingar og útivistar- svæði. framh. — Hvers vegna ertu að setja hauspoka á hann bróð- ur þinn? — Ég ætla að senda hann eftir brjóstsykri handa mér. 35

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.