Æskan - 01.01.1981, Síða 45
5- Ökumaðurinn var írskur að aett og ákaflega hjá-
trúarfullur. Hann sagði börnunum, að fyrir nokkrum
dögum hefði hann verið á gangi niður við ána. Þá
kvaðst hann hafa séð „hvíta munkinn", sem alitaf
birtist hér í kastalanum, áður en eitthvað leiðinlegt
kæmi fyrir.
6. Börnin voru ekki hjátrúarfull og trúðu ekki, að
draugar væru til. En um kvöldið var ekki laust við, að
þau væru ofurlítió smeyk, þegar þau fóru í gegnum
þessa löngu, dimmu ganga inn í herbergið sitt. Og til
vonar og vara breiddu þau sængina vel ofan á sig.
2. ÁREKSTUR
7. Daginn eftir kom María æðandi inn í dagstofuna, þar
sem drengirnir voru, náföl af hræðslu. Hún hafði
farið að sækja eitthvað yfir í mannauöu álmuna, sem
alltaf var læst, og þar hafði hún séð „múnkinn" með
sínum eigin augum.
8. Óðar og börnin heyrðu þetta bjuggu þau sig út með
vasaljósi og hlupu yfir í auðu álmuna til þess að
rannsaka þar öll skúmaskot og ranghala. í dyrunum
á riddaraslanum námu þau skyndilega staðar. Þau
heyrðu greinilega, að einhver var að læðast um í
myrkrinu.
39