Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 49

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 49
meðan hún var að baka rann einn af hringunum hennar í deigið. Þegar hún hafði lokið við þetta gerði hún sig aftur eins Ijóta og áður og lét deigkekki loða við fingur sína. Brauðið, sem var mjög lítið, var fært til konungsson- arins, sem borðaði það af mestu ánægju. En þegar hann skar það sundur fann hann hring prinsessunnar og til- kynnti foreldrum sínum að hann myndi giftast þeirri stúlku, sem hringurinn þassaði á. Konungurinn lét því boð út ganga um allt konungdæmi sitt, og stúlkur komu langt að til að gera tilkall til heiðursins. En hringurinn var svo lítill að jafnvel þær, sem höfðu minnstu hendurnar, gátu aðeins komið hon- um á litla fingurinn. Á skömmum tíma höfðu allar stúlkur í konungdæminu, að meðtöldum sveitastúlkunum, mátað hringinn. Konungurinn var í þann veginn að tilkynna að fyrirhöfn þeirra hefði engan árangur borið, þegar prins- inn tók eftir því að hann hafði ekki enn séð smalastúlk- una. Þeir sendu eftir henni, og hún kom klædd tötrum, en hrein á höndum og hún setti hringinn fyrirhafnarlaust á fingurinn. Konungssonurinn lýsti því yfir að hann myndi standa við loforð sitt. Þegar foreldrar hans kom með þá athugasemd í vingjarnlegum tón að stúlkan væri aðeins smalastúlka, og þar að auki mjög Ijót, sagði stúlkan af fullri einurð að hún væri prinsessa. Ef að hún fengi að- eins dálítið vatn og fengi að vera ein í fáar mínútur, skyldi hún sýna að hún gæti litið eins vel út og hver önnur, sem væri klædd í fín föt. Hún fékk vilja sínum framgengt, og þegar hún kom inn í skrautlegum klæðum, var hún svo fögur ásýndum að allir sáu að hún hlaut að vera prinsessa í dulargervi. Kóngssonurinn þekkti aftur fallegu stúlkuna, sem hann hafði rétt aðeins séð bregða fyrir áður og varpaði sér fy rir fætur hennar og spurði hana, hvort hún vildi giftast sér. Prinsessan sagði þá sögu sína og sagði að það myndi vera nauðsynlegt að senda sendiherra á fund föður hennar til að fá samþykki hans og bjóða honum í brúð- kaupið. Faðir prinsessunnar, sem iðraðist stöðugt hörku sinn- ar gagnvart dótturinni, hafði látið leita hennar um allt landið, en þar sem enginn hafði neinar spurnir af henni, taldi hann víst að hún væri dáin. Hann gladdist því mjög mikið þegar hann heyrði að hún væri á lífi, og að kon- ungssonur hefði beðið hennar fyrir konu. Hann yfirgaf konungsríki sitt ásamt eldri dóttur sinni til að vera við- staddur hátíöahöldin. Samkvæmt fyrirmælum brúðurinnar, fékk faðir hennar viö brúðkaupsmorgunverðinn ekkert salt í brauöið og kryddlaust kjöt. Þegar dóttir hans sá að hann gretti sig og borðaði mjög lítið, spurði hún hann hvort honum þætti ekki maturinn góður á bragðið. ,,Nei,“ svaraði hann, „maturinn er vel lagaður, en hann er samt alveg bragðlaus." ,,Sagði ég þér ekki, faðir minn, að saltið væri hið besta il' 1 ll'p i'll Jgsi£AN ■1 r.1 m Ég undirrit . Æskunni. óska að gerast áskrifandi að Nafn: ................................. Heimili: .............................. Pó' ;stöð: ............................ Utanáskrift er: Æskan, Pósthólf 14, Reykjavik. Afgreiðsla ÆSKUNNAR er að Laugavegi56, sími 17336 í lífinu? Og þegar ég líkti þér við salt, til að sýna þér hvað mér þætti vænt um þig, reiddist þú og rakst mig burt úr návist þinni.“ Konungurinn faðmaði dóttur sína að sér og játaði að hann hefði haft rangt fyrir sér með því að misskilja orð hennar. Nú fékk hann við hátíðarmatinn brauð með salti í og kryddað kjöt, og hann sagði að þetta væri sá besti matur, sem hann hefði fengið. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.