Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1981, Side 4

Æskan - 01.10.1981, Side 4
Byttótt heima hjá sér í Álfheimum. — Já, Álfur minn, Kvíguhóll er bóndabær og þar á Snúlla Snúss heima, hún er fallegasta læðan í sveitinni. Snúlla og systir hennar, Simba Snúss, sem á heima á Staðarstað, halda alltaf söngskemmtun á vorin og syngja kattadúettinn. Snúlla Snúss lærði sönginn, þegar hún sá tvær konur í Reykjavík syngja hann í sjónvarpinu. Þær syngja alveg ofboðslega vel, sagði Hákon. — Ooo, hvað ég hlakka til að heyra þær syngja, sagði Byttótt. — Og éégg líka, sagði Álfur. Kettirnir höfðu ekki gengið lengi, þegar þeir rákust á Ólajó. — Sælinú, sagði Hákon. — Ert þú líka á leiðinni á söngskemmtunina. Ólijö sagöi svo vera og varð þeim samferða. — Verða margir kettir á skemmtuninni? spurði Álfur. — Jaa, það skulum við vona, ansaði Ólijó. — Það kemur áreiðanlega fjöldi katta eins og í fyrra, sagði Hákon. — Snúss systur eru toppnúmer og þeim tókst líka svo vel upp síðast. — Já, þær syngja ansi skemmtilega, sagði Ólijó og kinkaöi kolli. Skömmu seinna bættist nýr köttur í hópinn. Hann var einnig á leið á skemmtunina. Kötturinn hét Stjáni, hann var gulbröndóttur á bakinu, skottinu og yfir hálft höfuðið, en hinn helmingur haussins var hvítur, bringan var líka hvít og kviðurinn. Stjáni var tveggja ára fress, og var hálfbróðir Ólajó og Hákon Húnvetningagreifi var pabbi hans, þótt hann væri ekki pabbi Ólajó. Byttótt og Stjáni voru hálfsystkin. — Þú ert ofsapia, sagði Stjáni við Byttóttu, þegar pabbi þeirra hafði kynnt þau. Byttótt horfði stórum augum á Stjána. — Þú ert líka ansi skemmtilegur á litinn og þværð þér reglulega, sagði hún. — Stjáni er ekkert annað en drullusokkur, sagði Há- kon og það kom stríðnisglampi í augun á honum. — Ég er nú samt ekki lagstur undir pilsufald stút- ungskellingar, eins og þú pabbi, sagöi Stjáni. — Þó ekki væri, fressköttur á albesta aldrinum, sagði Hákon. Kettirnir héldu áfram yfir mela og móa og mýrar. Veðrið var alveg eins gott og nóttina áöur, eða ekki betra. Köttunum miðaði vel áfram og áttu nú skammt eftir ófarið aó Kvíguhól. Söngskemmtun Snúss-systra átti að fara fram í hrauni, hálfan kílómetra frá bænum — og rétt utan við túngirðinguna. í miðri mosagróinni laut í hrauninu stóð meðalstór steinn, flatur að ofan. Snúss-systur stóðu uppi á þessum steini og buðu kettina velkomna. Þarna voru mættir milli fimmtíu og sextíu kettir í flestum hugsanleg- um litum — og þeir röðuðu sér íkringum steininn og biðu eftirvæntingarfullir eftir því, aö Snúss-systur hæfu upp raust sína. Byttótt þekkti aftur kettina, sem þau Álfur höfðu hitt í útihúsunum — og stóri svarti kötturinn með hvítu bringuna blikkaði Byttóttu. Nokkrir kettlingar voru í hópnum, þeir sátu stilltir og prúðir hjá mömmum sínum, nýþvegnir og glansandi. Byttótt og Álfur hrukku í kút, þegar þau heyrðu hundsgelt í fjarska, en urðu fljótt róleg, þegar þau sáu að hundsgeltió hafði engin áhrif á hina kettina. Nú stökk stóri svarti kötturinn með hvítu bringuna upp á steininn til Snúss-systra. Hann leit í kringum sig á áhorfendur. — Gott kvöld kæru gestir, sagði hann hátt og snjallt. — Nú syngja hinar frábæru Snúss-systur Kattadúett- inn. Snúss-systur gerið þið svo vel. Að þessu mæltu stökk kötturinn niður af steininum og settist þar sem hann hafði setið áður, í fremstu röð, en hinir kettirnir hrópuðu þrefalt húrra fyrir Snúss-systrum. Algjör þögn ríkti á meðal kattanna, á meðan Snúss- systur sungu Kattadúettinn af slíkri snilld, að Byttótt og Álfur gleymdu alveg stund og stað. Það brutust út mikil fagnaðarlæti, þegar Snúss-systur höfðu lokið söngnum. En svo heimtuðu kettirnir meiri söng, og Snúss-systur sungu Kattadúettinn öðru sinni. — Meira, meira, aftur, aftur, kölluðu kettirnir, allirsem einn, yfir sig hrifnir. Snúss-systur sungu Kattadúettinn í þriðja sinn, en að því loknu sleit stóri svarti kötturinn með hvítu bring- una skemmtuninni og lét um leið í það skína, að ef til vill héldu þær Snúss-systur aftur söngskemmtun um sum- arið. Þær væru einmitt þessa dagana að æfa lag, sem þær hefðu sjálfar samið. Kettirnir fögnuðu innilega — °9 þá var söngskemmtuninni lokiö. Kettirnir röbbuðu saman góða stund þarna í hrauninu, en fóru síðan að tínast í burtu. Byttótt var svolítið skotin í stóra svarta kettinum með hvítu bringuna, og virti hann oft fyrir sér, en hann gaf henni ekki meiri gaum, eftir að hafa blikkað hana, og Afgreiðsla ÆSKUNNAR er að Laugavegi 56, sími 17336.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.