Æskan - 01.10.1981, Side 6
Ljóshærður drengur fríður sýnum
kom inn í blaðaafgreiðsluna.
„Vantar hér blaðadreng?" spurði
hann.
,,Já, fremur tvo en einn," svaraði
afgreiðslumaðurinn. Hann sat þar við
stórt borð og var að afgreiða blöó.
Og eftir að hafa athugaó svæðin,
sem um var að ræða, var það ákveðið,
aó drengurinn tók að sér annað
þeirra.
„Hvað heitirðu og hvað ertu gam-
all?" spurði afgreióslumaðurinn.
„Ég heiti Ari Helgason og er tíu
ára."
„Sími?"
„Nei, við höfum engan síma."
„Þá verð ég að treysta því, að þú
mætir alltaf til að sækja blöðin."
Þar með var þetta mál útkljáð og Ari
litli hljóp heim léttur í spori.
„Mamma, ég hef fengió vinnu,"
„Hvað ertu að segja, barn?"
„Ég hef tekið að mér að bera út
blöð."
„Heldurðu að þú hafir tíma til þess
frá skólanum?"
„Já, ég legg bara svolítið meira að
mér. Ég ætla að safna mér fyrir skíð-
um. Allir strákar í mínum bekk eiga
skíði."
„Jæja, góði minn. Þá reynir þú
það."
Móðir hans var í eldhúsinu og var
að taka til matinn. Hún var þreytuleg,
miðaldra kona. Þau Ari og hún bjuggu
hér ein í lítilli leiguíbúð. Hún hét
Ragna og vann í verksmiðju síðari
hluta dagsins.
Svo leið fram á veturinn. Ari litli
hafði lagt talsvert í sparisjóðsbókina
sína og sá tími nálgaðist, að hann
gæti keypt sér skíði.
Þá var það einn dag, aó hann kom
heim grátandi, rispaður í framan með
rifin föt. Móðir hans tók hlýlega á móti
honum, huggaði hann og lét plástur á
skrámurnar.
„Hvað hefur komið fyrir, góði minn?
Hvers vegna kemur þú svona útleik-
inn?“
„Hann Hjálmar í Koti réðist á mig,
þegar ég var að enda við að bera út
blöðin, kaffærði mig og hrakti. Hann
er ári eldri en ég og miklu sterkari.
Það var með honum annar strákur,
sem hló stöðugt meðan hann píndi
mig. Verst var að ég átti tvö blöð eftir
og þeir feyktu þeim út í buskann.
„Það er alltaf eitthvað til af illa inn-
rættum götustrákum. Við verðum víst
að taka þessu eins og hverju öðru
mótlæti. En blöðin þurfa að komast til
kaupendanna."
„Ég ersvo hræddur um, að ég verði
rekinn fyrst svona fór.
„Nei, góði minn. Nú fer ég til af-
greiðslumannsins og segi honum frá
þessum óförum þínum. Ég er viss um
að hann á önnur blöð handa þér."
Svo fór hún til afgreiðslunnar og
skýrði frá hvað fyrir hafði komið. Hún
fékk þar blöðin og fór meó þau til
kaupendanna. Hann þakkaði mömmu
sinni innilega fyrir, þegar hún kom
heim. Það fyrntist fljótt yfir þetta
óhapp og skrámurnar greru.
í janúar gat Ari keypt skíðin. Þá var
mikill gleðidagur á heimilinu. Nú gat
hann verið úti á skíðum með félögum
sínum.
Næstu daga var hann alltaf á skíð-
um á kvöldin. Helgi vinur hans var
oftast með honum.
Auðvitað gekk þetta ekki vel fyrst.
Hann fékk margar byltur, en eigi að
síður þótti honum þetta skemmtilegur
tími. Það var unun að renna sér í hvítri
mjöllinni. Ánægjan yfir hreyfingunni
læsti sig út í hverja taug. Og Ari tók
miklum framförum við þessar æfing-
ar.
Svo kom páskaleyfið í skólanum.
Helgi vildi fara upp í skíðaskála á
mánudaginn í dymbilviku, en það gat
Ari ekki vegna útburðar blaðanna.
Hann þurfti að bera blöðin út fram á
skírdag. Helgi reyndi að fá hann til aó
losna við blöðin, en það sagðist hann
ekki geta. Hann sagðist hvorki vilja
bregðast afgreiðslumanninum eða
kaupendum blaðsins.
Helga þótti slæmt, að Ari gat ekki
komið með honum. En við það sat.
Fór Helgi svo upp í skíðaskálann til
dvalar þar þessa daga og til skíðaiðk-
ana.
Ari sat heima og bar út blöðin. En
oft varð honum litið upp í fjallið, þar
sem hann vissi að jafnaldrar hans
voru á skíðum. En hann huggaði sig
við það, að útburður blaðanna hefði
þó gefið honum tækifæri að eignast
skíðin, og svo ætlaði hann að vera
uppi í skíðaskála frá skírdegi til
laugardags. Þá mundi verða gaman-
En á páskunum ætlaði hann að vera
heima hjá mömmu sinni, svo að hún
yröi ekki ein heima á hátíðinni. Þa
ætlaði hann með henni í kirkju.
Og svo rann skírdagur upp. Hann
flýtti sér að bera út blöðin þennan dag
og hljóp á milli húsanna. Og það var
glaður drengur, sem hljóp heim til
mömmu sinnar þennan fagnaðardag-
Eftir hádegið fór hann að búa sig 1
skíðaferðina og mamma hans gekk
frá nesti handa honum. Og skömmu
síðar stóð hann ferðbúinn með skíðin
sín og bakpoka með nestinu. Hann
kvaddi mömmu sína og fór fagnandi
móti hinum hvítu fjöllum. Hann var i
léttu skapi og fann, að nú var hann að
njóta ávaxtanna af því að hafa lagt á
sig aukavinnu og rækt hana vel.
e. sig-
6