Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Síða 9

Æskan - 01.10.1981, Síða 9
,,Ójá, ég stend honum að minnsta kosti ekki að baki,“ sagði Hrói. ,,Þú hefur talsvert álit á sjálfum þér,“ sagði maðurinn. ,,En m meðal annarra orða, hvað heitir þú annars?“ ,,Það getur þú fengið að vita, ef þú segir mér þitt nafn,“ sagði Hrói. ,,Þá það,“ sagði maðurinn. ,,En þú mátt ekki deyja af hræðslu. Hér sérð þú Vilhjálm berserk, mesta krafta- manninn í Nottingham. Ég gæti loftað tíu yrðlingum eins og þér, með beinum handlegg. ,,Nú, já, já,“ sagði Hrói. ,,En haltu þér fast. Ég er Hrói I höttur. Og ég get klippt vængina af tíu hönum sem þér." Vilhjálmur glápti augnablik á Hróa, eins og naut á nývirki. Svo brá hann sverði sínu, sótrauður í framan. ,,Þú ert dauður rnaður," kallaði hann. ,,Nei, nei, þú hlýtur að vera steinblindur. Ef þú getur ekki séð, að ég er Ijóslifandi, þá getur þú fengið að þreifa á því," sagði Hrói. Sverðin mættust og gneistarnir flugu í allar áttir. þeir hjuggu og lögðu og mátti ekki á milli sjá hvor sigra mynai. Báðir voru vanir bardagamenn. Það er sagt, að Þeir hafi barist þarna í tvær klukkustundir, án þess að koma höggi hvor á annan. Allt í einu hrasaði Hrói um trjárót, og mótstöðumaður hans hljóp til og ætlaði að veita honum banasár. En j skjótur sem elding, þaut Hrói á fætur og lagði sverði sínu gegnum fjandmann sinn. Nú fór hann að hugsa um vin sinn, Litla-Jón, sem hann hafði sent til Nottingham. Þeir gátu aldrei skilið, og Hrói ®tlaði því að fylgja honum eftir. En til þess að vera við öllu búinn, fór hann úr sínum fötum og í húðföt Vilhjálms. Því næst lagði hann af stað. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann kom til borgarstjórans og manna hans. Sá hann Þá, hvað um var að vera. Það var komið sólarlag og byrjað að skyggja í skógin- um. Hann sá, hvar menn borgarstjórans voru að búa til snöru til að bregða um hálsinn á Litla-Jóni. Hrói sá því, að þetta voru seinustu forvöð, ef honum ætti að takast að frelsa félaga sinn. Hrói bar öll vopn Vilhjálms og þar á meðal lítið horn, sem hann hafði átt. Tók hann nú hornið °g blés fjörlega í það. ,,Hó, hó! Þar kemur Vilhjálmur," kallaði borgarstjórinn. ,,Af hverju liggur svona vel á þér?“ ,,Ég hef unnið á Hróa hetti og unnið til verðlaunanna. Þið getið farið og séð, hann liggur þarna norður í skóg- inum,“ svaraði Hrói. Þaó varð uppi fótur og fit, og menn borgarstjórans þutu af stað, til þess að sjá hinn fallna skógarmann. Aðeins tveir menn urðu eftir hjá borgarstjóranum. Hann réði sér ekki fyrir kæti og vissi ekki í hvora löppina hann átti að stíga. ,,Drengilega gert, Vilhjálmur," sagði hann. ,,Og hérna höfum við náð Litla-Jóni, sem alltaf hefur verið hægri hönd Hróa. — Fljótir nú, drengir. Upp með hann. Tíminn er liðinn, sem ég gaf honum til þess að játa syndir sínar." ,,Nei, hægan, hægan,“ sagði Hrói. ,,Ég hef unnið á Hróa hetti, og krefst þess, að fá einnig að gera út af við Litla-Jón. Víkið úr vegi fyrir Vilhjálmi berserki." ,,Þá ósk þína skaltu fá uppfyllta," sagði borgarstjórinn hlæjandi. En Hrói gekk beina leið að Litla-Jóni og skar böndin, sem hann var bundinn með. Síðan rétti hann honum sveróið hans Vilhjálms og kallaði: „Hérna er kveðja fá mér og Vilhjálmi," kallaði Hrói og skaut. Örin reif út úr eyrnasneplinum á borgarstjóranum og stakkst síðan á oddinn í trjástofn þar nærri. ,,Af hverju sendir þú ekki örina í gegnum hann?" sagði Litli-Jón. ,,Hann ofsækir þig meðan hann lifir." „Talaðu ekki þannig," sagði Hrói. „Aldrei hef ég skotið flóttamann, en ég set mark mitt á eyrun á skræfunum." ,,Þú hefur rétt fyrir þér. Ég hef aldrei heyrt getið um jafn göfuglyndan mann og þig," drundi í Litla-Jóni. Þeir flýttu sér inn í skóginn í fylgsni sín. Nú var borg- arstjórinn og menn hans komnir aftur. Og borgarstjórinn var nú reiðari en nokkru sinni fyrr. En þegar hann loksins sneri heim til Nottingham, hafði hann ekkert annað til minja um ferðina en örina, sem særði hann. Nafn Vilhjálms stóð á henni, en hönd Hróa hafði stýrt henni. r o o o > CM £ JO '(/T ö l. o o (U c 3 ro E <D O) (U U) 3 3 *o 3 (U 0) O) > (U *o •*— ‘(U ro a J1 1 '(/) 0” 1 w a> E n. ‘co I hverju blaði ÆSKUNNAR er myndasagan um Bjössa bollu.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.