Æskan - 01.10.1981, Síða 11
Hvers
vegna
... hafa sumir ótrú á því
að ganga undir stiga?
Það liggur í augum uppi að það
getur verið hættulegt að ganga undir
stiga, sem reistur er upp við vegg, því
ailtaf getur eitthvað dottið niður úr
stiganum. En fyrr á tímum var önnur
hætta þyngri á metunum. Stiginn,
sem reistur er upp við vegg myndar
þríhyrning (með gólfi og vegg) og
þessi þríhyrningur var talinn tákna
heilaga þrenningu, föður, son og
heilagan anda. Að ryðjast inn í þessa
helgi gat aðeins boðað illt eitt og því
var farið að krækja fyrir stiga — og
margir gera það enn þann dag í dag.
Hún titraði öll og röddin kafnaði í
hálfkæfðum ekka. Bekkjarsystrum
hennar fannst þetta eins og ævintýri
— og svo leið drjúgum á hinn leiðin-
lega reikningstíma.
,,Þú hlýtur að geta skilið, að það
fellur grunur á þig, ef þú neitar að láta
skoða í töskuna þína. Allar hinar
stúlkurnar hafa gert það af fúsum
vilja, en þú ert sú eina, sem beitir
mótþróa. Slepptu henni nú strax!“
Kennslukonan kippti því næst í
töskuna, svo að Gulla varð að sleppa
henni. En hún var svo náföl, að varla
sást roði á vörunum.
Það fyrsta, sem kennslukonan fann
í töskunni, var Ijósrauður böggull með
smurðu brauði — og utan á honum,
undir gúmmíteygjunni, var fimm--
krónu-seðill, tvíbrotinn.
,,Jæja, hvað segirðu svo um
þetta?" spurði kennslukonan og
sýndi böggulinn.
,,Ég hef engu stolið,“ sagði Gulla
snöktandi. ,,Þið haldið öll aö ég sé
þjófur, af því að við erum fátæk — ég
hef aldrei tekið neitt frá öðrum — ég á
þessa peninga . ..“
,,Nei,“ hrópaði Magga allt í einu.
,,Þetta er brauðið mitt. Ég gat ekki
borðað það allt og henti afgangin-
um.“
,,Ég sá það,“ sagði Gulla og grúfði
andlitið í höndum sér. ,,Og ég sá, að á
brauðinu var svo gott álegg — og
litli bróðir minn er veikur — og þess
vegna tók ég það.“
Hún grúfði sig niður á borðið með
höfuðið ofan á handleggjunum og
grét hátt.
Kennslukonan leit á hana með
fyrirlitningu. En þegar hún ætlaði að
rétta Jóhönnu seðilinn, þaut Gulla
upp aftur.
,,Ég á þessa peninga," æpti hún.
,,Ég hef unnið fyrir þeim — ég fékk þá
í morgun . . ."
,,Svo — hvernig þá?“ Það var auð-
heyrt, að kennslukonan trúði ekki
þessari skýringu.
,,Ég sæki brauð á morgnana fyrir
gamla konu og ber út öskudallinn
hennar. Hún var veik í margar vikur.
Fyrir þetta fékk ég 5 krónur."
,,Ef þú getur komið með þetta
skriflegt frá gömlu konunni, skulum
við trúa þér,“ sagði kennslukonan. En
Gulla stamaði:
,,Það get ég ekki, því að hún er farin
út í sveit — hún ætlaði að fara klukk-
an 10.“
Þessi skýring var svo ósennileg, að
kennslukonan svaraði henni ekki.
Jóhanna fékk seðilinn, og nú reyndu
börnin að festa hugann við námið eftir
þennan viðburðaríka atburð. Gulla
grét allan tímann eins og hjarta
hennar ætlaði að bresta.
í kennsluhléinu talaði enginn við
hana. Hún var sniðgengin. En hún
varð vör við, að hin börnin voru að
hvíslast á um hana. Jafnvel Ella, sem
var besta vinkona hennar, var svo
niðursokkin að tala við Grétu, að hún
ávarpaði Gullu ekki með einu orði.
Algjörlega ein og yfirgefin röltiGulla
um leikvöllinn.
Jóhanna var mjög gröm yfir þrjósku
Gullu, og hún lét móðan mása, þegar
hún kom heim. Þegar hún ætlaði að
endurtaka í fjórða sinn, hvað
kennslukonan hafði sagt, hvernig
Gulla hefði litið út, og hvað hún hefði
hugsað, greip móðir hennar fram í
fyrir henni:
,,Æ, aumingja barnið!"
,,Nei, nú er ég hissa. Kennir þú í
þrjósti um þjófa?"
,,Já, ég kenni í brjósti um hana.
Hugsaðu þér, hvað þau hljóta að vera
fátæk, fyrst hún tínir mat upp úr
rusladallinum. Það er vandalaust fyrir
þig, Jóhanna, að vera góð og heiðar-
leg. Þig hefur aldrei vantað neitt. Ef
þú hefðir verið í sporum Gullu litlu,
getur vel verið, að þér hefði orðið á að
taka peninga ófrjálsri hendi."
En Jóhanna hafði enga meðaumk-