Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Síða 13

Æskan - 01.10.1981, Síða 13
FÖNDURHORNIÐ Stærðin er svo sem 24 x 8 x 2 cm. Stefnið á honum er sagað út fyrst og síðan raufin fyrir skrúfuna (G. F. D. E.). Línan frá F—D er sýnd á myndinni og stendur sporjárn í henni. Ekki skulum við nota það, heldur laufsögina, það er miklu iéttara. Tvær gerðir af skrúfum eru sýndar þarna, önnur gerð úr áli en sú ferkantaða úr tré. — Gott er — og raunar nauðsynlegt — að setja stykki af blýi neðan í bát- inn svo að hann verði stöðugri á vatninu. — Nú, svo mætti líka setja smá siglutré á hann og pappasegl til þess að létta undir með vélinni. Kisurnar á stéttinni milduðust báð- ar. Hann var nú fallegur, þótt hann væri slæpingi! „Kannski hann sé ekki eins stór upp á sig og við héldum," hvíslaði Mjallhvít. ,,Af hverju kemurðu ekki hingað niður til okkar?" spurði Nótt. ,,Það er nú hægara sagt en gert," sagði Gulur. ,,Mín er gætt svo vel." ,,Vesalingur," sögðu kisurnar á stéttinni. ,,Þú ert fangi." ,,Já, En þegar fjölskyldan fer í sveitina fæ ég að vera úti." „Hefurðu nokkurn tíma klifrað upp í tré?" ,,Oftar en einu sinni. Há tré! Þegar ég var í sveit seinast." Kisurnar á stéttinni litu aðdáunar- augum á Gul. ,,Þið hélduð víst, að ég væri til einskis nýtur," sagði Gulur, ,,að ég sæti á silkikoddanum allan daginn og léti strjúka mér og þar fram eftir götunum, en mig langar mest af öllu til að vera frjáls og fara á veiðar úti í skógi." ,,Úti í skógi? Við hvað áttu?" „Þú spyr svona, af því að þú hefur aldrei verið uppi í sveit. f skóginum er fullt af trjám. Og ef ég kemst út ein- hvern tíma ætla ég að strjúka langt út í skóg. Þið vilduð kannski slást í för- ina?" En í þessum svifum kom frúin, sem átti Gul, tók hann og fór með hann. „Við höfum líklega verið órettlátar í dómum okkar," sagði Nótt. „Þetta er myndarlegasti köttur." „Ó-já," sagði Mjallhvít „kannski, en ekki stígur hann í vitið, að vilja strjúka, eins og honum líður vel þarna. Svona er það. Sumir geta aldrei verið ánægðir." Og svo lögðust þær út af á stéttinni og létu sólina verma sig. Og nótt dreymdi, að hún væri í veiðileiðangri með Gul úti í skógi, en Mjallhvít, að hún hefði fengið verustað hjá frúnni uppi á loftinu og svæfi þar á silki- kodda. að kínverski múrinn á norður og norðvesturlandamærum hins eiginlega Kína, sam- svarar vegalengdinni frá París til Ankara? Þessi múr, sem upphaflega var gerður tll þess að verjast árásum Mongólíubúa, en hefur lengi ekki haft neina hernaðarlega þýðingu, er orðinn 2100 ára gamall, það sem elst er af honum, en á 14.—17. öld var hann endur- bættur mikið. 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.