Æskan - 01.10.1981, Qupperneq 17
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRÚSÓ
ÆSKAN ber Ijós um landið, birtu hins fagra, sanna og góða.
viö og sagði, að nú væri það eitt fyrir, að leggja fram lið
sitt til að bjarga, ella kvaðst hann fleygja honum fyrir
borð. Hann vissi ekki, að Róbínson var í raun réttri alls
ekki svo huglaus, og að það, sem fékk honum svo mikils,
var meðvitundin um synd sína og iðrunina, miklu fremur
en sjálf hættan og umhugsunin um hana. En þessi hót-
unarorð komu honum til sjálfs sín; hann flýtti sér að
dælunni og stritaði þar svo ákaft, að hann varð allur í
einu svitalöðri. Samstundis heyrðist ógurlegur hvellur.
Það var neyðarskot, sem skipstjóri lét skjóta. Róbínson
hélt, að skipið hefði brotnað í sundur og féll aftur íöngvit.
Einn af skipverjum var þar nærstaddur og hugði hann
vera dauðan, gekk að dælunni og sparn við honum til
hliðar með fætinum.
Að nokkrum tíma liðnum raknaði hann við úr öngvit-
inu, en það var ekki til fagnaðar, því alltaf var vatnið að
hækka undir þilfarinu. Skipstjórinn lét enn skjóta nokkur
skot, og að lokum var sendur bátur til hjálpar frá einu af
stærri skipunum. Skipverjar köstuðu út kaðli og náðu
bátnum að borði og lá þó við sjálft að það tækist ekki;
stukku þeir allir niður í bátinn, en ekki voru þeir samt enn
úr öllum háska, og var þaö fyrst eftir fjarskalegan barn-
ing, að þeir komust að landi við Wintertonesse. Þaðan
sáu þeir skip sitt sökkva. Síðan fóru þeir fótgangandi
þaðan til Yarmouth og var þar hjúkrað af mikilli mannást
og gefnir ferðapeningar.
Það var ekki fyrr en eftir nokkra daga, að Róbínson
hitti freistarann, vin sinn, og var hann nú heldur daufur í
bragði og ekki eins frakkur og áður. Svo bar til, að skip-
stjórinn faðir hans, var viðstaddur, og nú varð hann þess
fyrst áskynja, að þessi ferð Róbínsons hafði aóeins verið
tilraun, og að nú væri honum full alvara að ráðast í lengri
ferð. Skipstjórinn reyndi að telja hann af því, sagði hon-
um, að fyrst hann hefði svo illa af stað farið, þá væri lítil
17