Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1981, Page 20

Æskan - 01.10.1981, Page 20
\ vísvitandi hundsun þessa mælikvarða, svo og sífellt ný og ný afbrigði „súperman" hugmyndarinnar í fjölmörg- um vestrænum afþreyingarkvikmyndum, hefur alið af sér „kenninguna," um að allt sé leyfilegt, og iðkun hennar! Ég vil aðeins vitna til orða Jenkins Jones, ritstjóra bandaríska dagblaðsins Tribune. Hann fordæmir harð- lega ýmsa kvikmyndagerðarmenn, sem hann segir að hafi uppskorið ríkulega uppskeru — flokka glæpalýðs, sem vopnaður er hnífum og hjólhestakeðjum. Sovéski kvikmyndaiðnaóurinn viðurkennir þó spennumyndir með samsærum, eltingaleik og skothríö. En framleiðendur slíkra mynda gleyma aldrei siðaboð- skapnum, sem unglingar geta lært af þeim. í spennumyndum á að vera sannmannleg hetja, ekki morðingi, heldur maðurinn sem kemur honum á kné." Þetta er e. t. v. einfaldasta formúla þessarar kvikmynda- greinar, en Rolan Bikov, kunnur leikari og stjórnandi sovéskra barnakvikmynda, setti hana fram. Þegar ung- lingurinn horfir á spennumynd og langar til aö líkjast persónum hennar á hann ekki aðeins aö setja sig í spor hinnar heppnu hetju, sem alltaf fer með sigur af hólmi, Úr brúðuleikhúsmynd. Úr kvlkmyndlnni „Rauð segl“- hann þarf fyrst og fremst að finna til þess, að hann er mannleg vera með öllu sem því fylgir — finna til með- aumkunar, ástúðar, svo og ábyrgðar gagnvart öllu því, sem er að gerast umhverfis hann. „ÉG VIRÐI ÞIG“ Spennukvikmyndir njóta með réttu vinsælda meðal sovéskra unglinga ásamt ævintýramyndum. Hinar bestu þeirra eru sýndar áratugum saman. T. d. átti ævintýra- myndin „Að boði geddunnar," sem gerð er af Alexander Rou, nýverið fjörutíu ára afmæli. Kvikmynd Mark Donskojs, Bernska, sem byggð er á samnefndri frásögn eftir Maxim Gorkí, hefur gengið álíka lengi. í þessari mynd víkur skemmtunarþátturinn, sem er ómissandi bæði í spennumyndum og ævintýramyndum, til hliðar fyrir umbúðalausum veruleikanum og spenn- andi brögð þoka fyrir skörpum sálfræóilegum skilgrein- ingum á örlögum og persónu söguhetjunnar. Það er forvitnilegt, að Bernska var ekki gerð fyrir börn. En þrátt fyrir það gerðu hinir ungu áhorfendur hana að sinni kvikmynd, eins og svo oft ber við í listasögunni: Þeim fannst það skemmtilegt að sjá sannleikann birtast á hvíta tjaldinu. 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.