Æskan - 01.10.1981, Side 24
„Hverju hefir þú nú fundið upp á?
Frú Mejer kom til mín og klagaði þig.
Hún sagði, að þú hefðir barið Róbert
son sinn til óbóta, hann væri allur blár
og marinn eftir þig.“
Hjálmar stokkroðnaði. En það var
ekki vegna þess, að hann kviði fyrir
hegningunni. Hann óttaðist, að móðir
sín vildi fá að vita, hvers vegna hann
hefði barið Róbert. En það vildi hann
ekki tala um, þá var betra að þola
refsingu þegjandi.
,,Nú, komdu með það, drengur.
Hvernig stóð á þessu?"
„Við lentum í rifrildi út af dálitlu, og
svo tók ég hann og hristi hann dug-
lega.“
„Já, einmitt það. Maður skammast
sín fyrir að eiga svona áflogasegg
eins og þig fyrir son. Ég var búin að
lofa því að fara með þér út að róa á
sunnudaginn kemur. En nú verður
ekkert úr því, skilurðu það.“
Hjálmar skildi. Hann langaði eigin-
lega mest að fara aö skæla. Hann
hafði hlakkað svo til að fá að koma út
á sjóinn. En það var best að bíta á
jaxlinn og bera harm sinn í hljóði.
Hann hafði vissulega enga refsingu
átt skilið í þetta sinn. Hann hafði ekki
ráðist á Róbert af neinni áflogalöng-
un.
Nei, og aftur nei! Róbert átti sann-
arlega fyrir því, að tekið væri í lurginn
á honum. Hann hafði gert gys að
móður Hjálmars í áheyrn félaganna.
Hún var svo lotin og bogin í bakinu,
og hann hafði hæðst að því.
Sjáið þið, drengir, hvernig hún
vaggar áfram. Svo hafði hann beygt
sig í keng og reynt að herma eftir
henni. En lengi fékk hann ekki næði til
þess, því að þá réðist Hjálmar á hann
með reiddum hnefum og hristi hann
og barði.
„Það er ekki nema rétt á hann,“
sagði þá Valgeir félagi Hjálmars og
margir höfðu kinkað kolli þegjandi
framan í Hjálmar, en sumir sögðu
„alveg rétt“ íhálfum hljóðum.
„Ef þú vogar þér að gera gys að
mömmu minni aftur, þá skal ég berja
þig til óbóta."
Róbert var engin hetja. Hann flýtti
sér heim til þess að sýna marblettina.
En hann minntist ekki með einu orði
á, hvers vegna Hjálmar hefði barið
hann. Og Hjálmar var neyddur til að
þegja líka. Hann var viss um, að það
mundi særa móður hans svo djúpt, ef
hún fengi að vita ástæðuna.
Móðir Hjálmars hafði snemma orð-
iö ekkja. Og ekkert átti hún til nema
drenginn sinn. Þá hafði hún fengið
vinnu við að staga fyrir verksmiðju
eina þar í grenndinni. Dag eftir dag,
viku eftir viku og ár eftir ár hafði hún
gengið hálfbogin með byrði sína af
fatnaði þeim, er hún hafði lokið við að
staga, til verksmiðjunnar. Nú var hún
orðin lúin og lotin í herðum af þessu
sífellda striti. Og svo gerði þessi ungi
sláni, sem aldrei hafði gert ærlegt
handtak á ævi sinni, gys að henni fyrir
það.
„En fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott." Augun á Hjálmari
opnuðust, og hann skildi móður sína
betur og veitti henni nákvæmari eft-
irtekt eftir þetta.
Hún hafði alltaf unnið verk sín, án
þess að kvarta, og þess vegna hafði
Hjálmar ekki hugsað út í, hve erfitt
Þökk
góði Guð —
þú gætir mín
alla tíma.
Þökk fyrir það, að
þú, ert hjá mér —
ég er aldrei einn.
Hjálpaðu mér,
þegar ég er
hræddur.
AMEN.
hún átti, og hve þreytuleg hún var
orðin. Nú stalst hann til að horfa á
hana, svo að hún vissi ekki. Og hann
sá, að augu hennar voru stundum
rauð og þrútin og hún var dauðþreytt.
Að hann skyldi ekki hafa séð þetta
fyrr! Hann varð að reyna að hjálpa
móður sinni.
Næsta morgun þegar móóir Hjálm-
ars ætlaði að leggja af stað með fata-
böggulinn, kom hann til hennar allt í
einu.
„Hvað er þetta, drengur? Hvers
vegna ert þú kominn svona snemma á
fætur? Þú hefur litið skakkt á klukk-
una. Þér er alveg óhætt að leggja þig
ÆSKAN hefur lifað til góðs. Hún hefur veitt mörgum gleði fyrr og síðar.
24