Æskan - 01.10.1981, Page 25
IW1
Nýlega átti blaðið „Suðurland"
á Selfossi viðtal við forseta ís-
lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur.
í viðtalinu hafði hún þetta að
segja við hina yngri kynslóð
þessa lands:
„Það er svo ótalmargt sem ég
vildi geta sagt æskunni okkar og
hún hlustaði á og gaumgæfði.
Varðveitið landið, hafið þann
metnað að ganga þannig um það
að það sé alltaf fallegt, alltaf
hreint. Gætið tungu okkar, ís-
lenskunnar. Leitið hamingjunnar
og verið eigin gæfu smiðir. Varið
ykkur á því að ef þið gerið eitt-
hvað sem brýtur í bága við lögin
þá getur það eyðilagt allt ykkar líf.
Hugsið áður en þið framkvæmið,
— augnabliksframkvæmdir gætu
verið glapræði.
Reynið að hlakka til framtíðar-
innar því þá eruð þið um leið farin
að vernda hana.“
c
r—, I VARÐVEITIÐ LANDIÐ
I
aftur, þú getur sofið einni stundu
lengur."
,,Ég skal bera pokann fyrir þig til
verksmiðjunnar,” sagði Hjálmar.
Hann tók pokann um leið og féll
endilangur á gólfið, og móðir og son-
ur fóru bæði að hlæja.
,,Þetta er fallega hugsað af þér,
Hjálmar minn," sagði nú móðirin. ,,En
þú sérð það sjálfur, að enn ert þú ekki
nógu sterkur til þess að bera þessa
byrði."
Síðan axlaði hún pokann og fór á
stað. Og það var eins og hún væri
ekki jafn þreytuleg og venjulega. Það
hafði glatt hana svo innilega, að
drengurinn sýndi þennan góða vilja.
En Hjálmar var ekki ánægður.
Hvernig átti hann að fara að því að
hjálpa mömmu sinni? Hann gat hvorki
þvegið eða gert við, ekki einu sinni
borið þennan poka til verksmiðjunn-
ar. Hann hafði hugsað svo mikið um
þetta. Á hverjum morgni hafði hann
ætlað sér að bera pokana fyrir
mömmu sína, svo að hún gæti sofið
og hvílt sig einni stundu lengur.
Bíðum við. Nú datt honum ráð í hug.
Valgeir félagi hans átti lítinn hand-
vagn. Vafalaust mundi hann geta
fengið hann lánaðan og svo keyrt
fataböggulinn í honum á morgnana.
Hann flýtti sér á fund vinar síns.
,,Það er velkomið," sagði Valgeir.
,,Þú mátt sækja vagninn í kvöld. Hann
er léttur, og ég er viss um, að þetta
gengur ágætlega."
Hjálmar Ijómaói af ánægju. Nú
mundi fyrirætlun hans heppnast.
Móðir hans brosti, þegar hann kom
með vagnkrílið um kvöldið. Hann lét
vagninn inn í eldhúsið, til þess að vera
viss um, að ekkert yrði að honum um
nóttina.
,,Sjáðu mamma", sagði hann svo,
,,þegar þú ert búin í kvöld, þá læturðu
pokann bara hér í vagninn, og svo fer
ég með hann í fyrramálið til verk-
smiðjunnar."
Móðir hans játaði brosandi, og
Hjálmar fór að sofa. Hann svaf óvenju
vært þessa nótt, og þegar vekjara-
klukkan hringdi næsta morgun, þaut
hann upp úr rúminu og flýtti sér í fötin
og fór svo strax fram í eldhúsið. En
hvað átti nú þetta að þýða. Móóir
hans var þá líka komin á fætur. Hún sá
vonbrigöasvipinn á Hjálmari og flýtti
sér að segja: ,,Ég mátti til aó fara með
þér í fyrsta skipti, til þess að sýna þér,
hvar þú átt að afhenda böggulinn. En
næst getur þú farið einsamall."
Síðan fór Hjálmar á hverjum morgni
fyrir móður sína til verksmiójunnar. —
Og vissulega léttir þetta undir með
henni, því að leiðin er talsvert löng.
Hjálmar er ánægður. Ó, já, mamma
hans skal ekki þurfa að vinna svona
mikið, þegar hann er orðinn stór, því
lofar hann sjálfum sér á hverjum degi,
og byggir loftkastala.
Stundum segir hann mömmu sinni
frá öllu, sem hann ætlar að gera í
framtíðinni. Hann ætlar aö vera dug-
legur og vinna sér mikið inn, svo að
hann geti einhverntíma keypt sér lítið
hús og ef til vill bíl, og þá ætlar hann
að fara með móður sinni langar leiðir,
til þess að þau geti séð sig um.
Mamma hans hlustar á allt þetta
brosandi, og segir bara. ,,Já, Hjálmar
minn, ef guð lofar."
En eitt er hún alveg sannfærð um.
Hún veit, að drengurinn hennar mun
gera allt, sem hann getur, til þess að
lífið verði léttara og bjartara. Og þessi
góði vilji gerir hana glaða og ham-
ingjusama. Hún veit með sjálfri sér, að
enda þótt hún eigi ef til vill ekki eftir að
eiga góða daga og hæga, þá er það
víst, að drengurinn hennar verður
með tímanum nýtur og góður maður.
ÆSKUNNI hefur tekist í senn að vera þroskandi, fræðandi og skemmtilegt blað.
25