Æskan - 01.10.1981, Síða 31
5. Menntamál. — Sú stefna í
menntamálum, sem fylgt er í dag í
Bandaríkjunum, átti upphaf sitt í
menntasetri, sem Franklín kom á fót
til menntunar Ameríkönum í öllum
greinum atvinnulífsins. — Þar stund-
uöu nám verslunarmenn, hand-
iönaðarmenn, vísindamenn o. s. frv.
Heimspekideild hans skiptist á skoö-
unum við lærðustu menn annarra
þjóða.
Uppgötvanir. — Hann kannaði undur
náttúrunnar. Það sem hann fann létti
lífið og auðgaði það. Hann sótti aldrei
um einkaleyfi á uppfinningum sínum
— t. d. gleraugunum, lækningatækj-
um og hljóðfærum. Þetta voru allt
saman gjafir hans til þjóða heimsins.
Flugdrekinn. — Franklín gerði sína
frægustu uppgötvun, er hann fór með
einfaldan flugdreka út í hvassviðri, og
lét neista af málmlykli. Þá komst hann
á snoðir um hið mikla rafmagn, sem
býr í eldingunni. Uppgötvun eldinga-
varans fylgdi í kjölfarið og við þetta
opnuðust nýjar brautir til frekari
rannsókna.
6. Löggjafi. — Frá árinu 1754 og
síðan var aðalstarf Franklíns við
stjórnmál og utanríkisþjónustuna.
Hann komst á löggjafarþing Pennsyl-
vaníu ríkis og gerðist þar mikill at-
kvæðamaður. Hann var gæddur víð-
sýni stjórnmálaskörungsins í ríkum
mæli og kom það honum að góðu liði,
er hann dró upp fyrstu áætlunina um
sameiningu amerísku nýlendnanna
þrettán.
í utanríkisþjónustu. — Spennan milli
Bretlands og Ameríku hafði verið að
aukast árum saman. Stjórn Breta varð
stöðugt gerræðislegri og lögin
strangari. Franklín var friðarsinni og
reyndi því sættir. Hann fórtil Lundúna
fyrir hönd nýlendnanna til þess að
beiðast réttlátari stjórnarhátta.
Stimpilgjaldslögin. — Hann barðist
hörkulega gegn frumvarpi sem lagt
var fyrir þingið um að nýlendurnar
skyldu greiða há stimpilgjöld af
mörgum nauðsynjum, sem fluttar
voru til nýlendnanna. En frumvarpið
var samþykkt og olli þáttaskilum í
sambúð Bretlands og Ameríku. Á
þeirri stundu hófst frelsisbarátta
Ameríku að marki.
27