Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1981, Side 36

Æskan - 01.10.1981, Side 36
«j»»SKÁTÁÓPNAN« Jft Páll Gíslason fv. skátahöfðingi, erfœddur 3. október 1924. Hann er kvœntur Soffíu Stefánsdóttur og eiga þau 5 börn. Foreldrar: Gísli Pálsson, lœknir og Svana Jónsdóttir. Á unglingsárum á sumrin var Páll við sveitastörf í 4 sumur, verkamannavinnu í 4 sumur og 2 sumur var hann við foringjastörf skáta á Úlfljótsvatni. Páll hefur verið lœknir síðan 1950, fyrst á Patreksfirði síðan Norðfirði, þá þrjú ár í Danmörku, liðlega tvö ár á Landspíta/a, fjórtán ár á Akranesi og síðan 1970 á Landspítalanum. Páll hefur starfað að margháttuðum félagsstörfum. Hann hefur stundað skáta- störf síðan 1936, var foringi í Reykjavik í skátahreyfingunni 1940- 1950, félagsfor- ingi á Akranesi í 15 ár, skátahöfðingi var hann 1971-1981. SKÁTABÚNINGURINN Hinn upprunalegi skátabúningur hefur fallið skátum einkar vel í geð, og hefur hann, eftir að smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á hon- um, almennt verið viðurkenndur sem einkennisbúningur skáta. Auðvitað hefur orðið að laga hann eftir árstíð- um, þar sem mikill munur er á veðr- áttu, en að öllu samantöldu klæðast skátar í tempruðum löndum eins. Svo byrjað sé að ofan, segir það sig sjálft, að barðastóri, móbrúni hattur- inn er ágæt vörn gegn sól og regni. Skátinn festir hann á sig með reim, sem fest er á kollinn að framan og liggur aftur með hnakkanum. Reimin getur komið sér vel á margan hátt í útilegum. f hattinum eru fjórar beygl- ur. Þá er það hálsklúturinn, sem brot- inn er í þríhyrning, og veit rétta hornið niður bakið. Klúturinn er grænn að lit, Á kökufundi hjá Dalbúum. Hver man eftir göfflum og skeiðum, þegar mikið er að gera? En kökurnar fara nú sína leið samt. og þið verðið að gæta þess að halda honum jafnan hreinum og þokkaleg- um. Hann er festur á hálsinn með hnút, sylgju, snærislykkju, málm- hring, beinhring eða hverju, sem þú vilt. Hálsklúturinn er þér vörn gegn sólbruna og er til margra hluta nyt- samlegur, til dæmis má nota hann í bindi, t. d. við hjálp í viðlögum (binda fetil, um höfuð, hendur o. fl.). Skátablússan er þægileg flík og létt. Og þegar ermarnar hafa verið brettar upp verður ekki á betra kosið. Allir skátar bretta þær upp, af því að það auðveldar hreyfingar þeirra, um leið og þaó er merki þess, að þeir séu albúnir að breyta í anda einkunnar- orðanna. Þeir brjóta þær því aðeins niður, að kalt sé í veðri eða hætt sé við, að þeir sólbrenni. Þegar kalt er, má klæðast meira en treyjunni, fara í eitthvað utan yfir hana, en æskilegra er að vera í einhverju innanundir henni. FV. SKÁTAHÖFÐINGI ÍSLANDS HVAÐ VITIÐ ÞIÐ UM SKATAHREYFINGUNA? Blaö, sem nýtur vinsælda f

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.